…um hitt og þetta. Kveikt er á kertum og líður að jólum…
…alls konar hlutir eru komnir á nýja staði, eða gamla staði eftir atvikum…
…stjörnuljós blika í gluggum…
…eða blómaljós, eftir því hver er eigandi gluggans 🙂
…aðalumræðuefnið þessa daganna er koma þessara kalla…
…en það verður allt eitthvað svo róandi og fallegt í seríuljósi…
…stóri bróðir Pauls bíður eftir frumsýningu…
…litlir skautar urðu heimilslausir eftir að stórir skautar fengu að dvelja í kransinum á ganginum.
Þá er bara að finna þeim nýjan krans, ekki satt?
…yndislegu húsin frá Söstrene eru endalaust falleg með kertaljósinu í…
…við skreytum hús með greinum grænum…
…lítill hreindýradiskur fékk að flytja hingað inn…
…og þessar skálar!!!!
…ohhh men, hvað ég varð skotin í þeim!
…enda ómótstæðilegar…
…og velkomin búbót! Elska þær alveg í tætlur 🙂
…en svona er desember, könglar, snjór og stjörnur…
…og auvitað allt gamla skrautið sem hefur fylgt manni síðan í bernsku ♥
Hvernig er desember annars að leggjast í ykkur?
Vá! Geggjaðar skálar!! Hvar fékkstu þær?
Desember leggst bara vel í mig…verkefnunum sem standa í vegi fyrir jólaundirbúningi fækkar óðum (afmælisveisla og tvö próf), held að vinnan sé það eina núna en maður lætur hana ekki trufla sig of mikið 😉 Er einmitt að fara að þrífa glugga, fækka hversdagshlutunum og setja jólaskraut í staðinn 🙂 Bara gaman!!
RL-vöruhús/Rúmfó! Kostuðu 299kr 🙂
Gangi þér vel í prófunum og með afmællið!
Þrífa glugga, isssss slökktu ljós og kveiktu á kertum og þrífðu glugga með hækkand sól!
Já sæll!! Ég þangað!
En takk annars…reyndar hvort tveggja afstaðið, bæði próf og afmæli, búin að þrífa glugga og skreyta helling! Er að fara að vefja greni utan um gardínustangirnar, setja rauða jólaseríu á þær og hengja upp Gogga Jens 😉
Desember er dásamlegur mánuður, svo ekki sé minnst á snjóinn sem er nauðsynlegur 🙂
Jólaskrautið er að príla úr kössum og kveikt er á kertum uppúr kl 16 á degi hverjum….. svo bara að dúndrast með betri helmingnum í gjafainnkaupin þá róast ég til muna og fer í bakstur og dúllerí…..Síðan er það Þorláksmessan,þá er síðasta gjöfin keypt (eiginmaðurinn) og þá er byrjað að telja niður þartil blessuð jólin koma og veislan byrjar,í faðmi stórfjölskyldunnar,fólki og hundum 🙂
Geggjaðar skálar, hvar fékkstu þær ?
Ég bið eftir að sjá nýja borðið þitt ….
Kv.Margrét
RL-vöruhús/Rúmfó! Kostuðu 299kr 🙂
Já þetta eru geggjaðar skálar 🙂 Svolítið öðruvísi Des. hjá mér, skrepp til DK á föstud. verð í viku. svo það er hamast við að gera “þetta allt” sem þarf að gera fyrir blessuð jólin. Gæti nú trúað að eitthvað spennó eigi eftir að koma með heim 🙂 Danirnir eiga nú dálítið flott jóladúllerí 😉
Kv. Sigga
Ohhhhhh – heppin! Kíktu í Bahne, Bilka og Fötex 😉
Allt svo huggulegt <3 ….ég spyr eins og aðrar…hvar fékkstu þessar dásamlegu skálar? Er þetta nokkuð Hnokkar og Hnátur?
Skálarnar; RL-vöruhús/Rúmfó! Kostuðu 299kr 🙂
Ég átti nú við Snúðar og Snældur 😉
Þriðja árið í röð einkennist desember af prófalestri hjá mér. Skreytti allt síðustu helgina í nóvember og reyni að hafa ekki mikið rusl í kringum mig. Kveiki á kertum alla daga yfir bókunum (kveiki enn ekki í bókunum ;)) og reyni að njóta. Búin snemma í prófum í ár og mun því eiga heila 10 daga fyrir jól til að njóta aðventunnar 🙂
Gangi þér vel í prófunum 🙂
takk kærlega fyrir 🙂
awww æði!! 🙂 Á einmitt leið í borgina á morgun og ætla að kíkja við í RL design, það bráðvantar einmitt nokkrar skálar inn á heimilið. 🙂
BTW… ég hlakka bilað til að sjá stóra bróður hans Paul!
Dásamlegt allt saman! Fyrst skálarnar eru komnar á hreint, hvar fékkstu íkornaskrautið og diskinn? 🙂
Íkornaskrautið, kemur með hreindýri og fugli, saman á ca 1500kr í Tekk.
Diskurinn er frá Garðheimum, síðan var líka til stærri diskur og diskur með uglu 😉
Skemmtilegar og notalegar myndir.
Yndislegt allt saman… Ég segi eins og fyrri ræðumaður: ég hlakka geðveikt til að sjá stóra bróður hans Paul…
Jólaskrautarkveðja
Held að þú hafir sett nýtt met í Rúmfó! Þeir hafa aldrei séð vöru seljast jafn hratt upp og skálarnar 😉