…loksins, húrra!!
Fór í Söstrene Grenes í Smáralindinni um helgina og hvað haldið þið?
Ég fann loksins litlu, gamaldags jólatrén sem ég hef verið að leita að í svo langan tíma.
…byrjum á að prufa að nota bakka…
…á hann setti ég síðan þessa geggjuðu glerkúpla, líka úr Söstrene…
…þar fann ég líka þessi litlu, krúttaralegu postulínshús, sem mér finnast æði…
…og svo er bara að raða, hús, tré, dass af snjó og tveir litli sveppir…
…og svo aðeins meir…
…auðvitað smá könglar, og þessir fallegu kertastjakar, sem systurnar góðu voru líka með…
…og þessi borði varð bara að fá að fara með mér heim. Líka til með rauðum hjörtum og kostaði bara 169kr…
…en mitt mesta uppáhalds er auðvitað litlu “bottle brush” trén, ég elska þau alveg…
…þau gera svo mikið og voru í það minnsta í 4 stærðum…
…og þannig raðaðist þetta saman…
…bara krúttaralegt, ekki satt?
…en ég ætlaði ekki að nota blessuð trén svona, neiiiiiiiiiii…
…gerum smá hlé fyrir Jinglebells-kortið sem ég varð svo skotin í, og verður notað til skreytinga hér…
…og setjum trén þar sem að ég vildi setja þau. Því að mér fannst alveg vanta eitthvað í glerkrukkurnar mínar, það var ekkert gaman að vera bara með húsin og dýrin, það vantaði smá grænt með…
…og þetta var sko nákvæmlega það sem vantaði upp á…
…gerir allt svoldið mikið betra, ekki satt?
…þetta verður ekki eins kalt og verður líka meira jóló…
…elski elsk elsk…
…ef þið viljið skoða hvernig krukkurnar voru áður (þá smellið hér)…
…og það eru ekki bara krukkur sem að verða betri með litlum trjám, það má líka nota þetta í aðrar skreytingar…
…eins og bara hér…
Áttuð þið ekki bara góða helgi?
Kveiktuð á fyrsta kertinu á aðventukransinum?
Í öðrum fréttum er þetta helst, Paul minn var að eignast stóra bróður – þið fáið að kynnast honum innan skamms, og ég flutti nýtt borð inn í hús, húrra! Alltaf eitthvað bras á manni, það er bara svoleiðis ♥
Loksins ég fann þig, líka þú sást mig….. Þvílíkt flott þessi tré!!! 🙂
Verð að segja að þessi tré jóla sko heldur betur upp, hef hingað til ekkert verið svaka skotin í svona trjám en í réttu umhverfi líta þau stórvel út. Hlakka til að sjá stóra bróður hans Paul.
Gleðilega aðventu 🙂
Flöskubusta-tréin eru alltaf sæt. Vantar svona lítil á mörg í stærri stærðum. Skelli mér í Systurnar á eftir.
Ohh það er bara grimmdarlegt að Söstrenes séu ekki með netverslun 🙁 Á mjög bágt yfir þessu .En þetta er alveg rosalega fallegt og jólalegt og bíð spennt eftir að sjá meira af borðinu og bróður hans Pauls
Úllalla!!! Þvílíkt jóló tré!! Hef einmitt ekki alveg séð þau fyrir mér sem voðalega falleg en í svona réttu um hverfi þá eru þau bara frábær og jóla þetta allt saman voðalega upp 🙂
Hlakka til að kynnast stóra bróður Paul…hvað heitir hann, annars? 😉
Vááa…..nú er sko alveg að koma jól 🙂 keyptirðu nokkuð öll tréin 😉 hihihihi
Bíð eftir stóra bróður pauls …. Og ja borðið varst ekki lengi að finna þér borð….?
Aðventu kveðjur AS
Þetta er einmitt það sem ég hef verið að leita að, blessuð flöskubursta tréin. Nú kem ég við í Söstrene og vona að þau verði ekki öll búin.
Kveðja Guðrún H.
Þessi tré fást líka í Húsasmiðjunni. Allavega hérna á Selfossi í ýmsum stærðum 🙂 Ég keypti mín allavega þar og virðast bara vera alveg nákvæmlega eins 🙂
Vá en fallegt hjá þér Dossa!!! En ein svona lauflétt, hvaða jólasnjó mælir þú með að nota í svona skreytingar. ÉG er svo mikill nýgræðingur í skreytingum að ég er ekki alveg komin með þetta 😉
Skvo, mér finnst æðislegur þessi sem er merktur American Christmas Snow, með svona grænum stöfum framan á. Annars hef ég notað alls konar týpur og almennt þá bara getur þetta ekki klikkað, snjór er snjór 🙂
Dásamleg fallegt og jólalegt hjá þér, er búin að vera að leita af svona trjám hér fyrir norðan en ekki gengið enn. Gaman að fylgjast með þér hér.
Þessi tré eru gordjöss 🙂 ég nældi mér í svona á laugardaginn og þau fengu að príða aðventuskreytinguna í ár.
Rosalega er þetta flott 😉 sem og allt sem þú gerir , mjög gaman að fylgjast með og maður fær fullt af skemmtilegum hugmyndum frá þér 😉
Hrikalega er þetta allt sætt 🙂 Fær maður svona glerkrukkur á fæti einhverstaðar hérna á Íslandi eða er þetta keypt í útlandinu??
Freydís, þessar eru allar keyptar hérna heima.
Þú ættir að geta fengið svona hjá Aff.is, í Tekk, í Sirku, Pier, og stundum í Púkó og Smart 🙂