…og satt best að segja, þá var ég búin að útbúa annan en þessi varð fyrir valinu í ár!
…fyrsta vers var kertin. Ég fékk mér kerti í Rúmfó, í tveimur mismunandi stærðum.
Ég átti hérna heima gömul nótnablöð, sem ég keypti rifin og tætt…
…reif blaðið í tvennt, og notaði Kerzen Potch til þess að festa blaðið á. Síðan eftir að hafa farið eina umferð að utanverðu, þá rúllaði ég kertinu upp úr smá glitri…
…þetta var þá útkoman á kertunum fjórum…
…agalega sæt þó ég segi sjálf frá…
..og svo var það kransinn sjálfur.
Hann var afskaplega einfaldur, mosakrans sem ég vafði fyrir þónokkru síðan.
Glerkúpull settur innan í miðjuna með könglum, stjörnum og greinum.
Tréstjörnur sem ég bara lagði hér og þar.
Snæri með 1, 2, 3 og 4 fest á hvert kerti.
Borðar festir fyrir neðan kerti, bara bundnir – engar slaufur.
Tveir krúttaðir bambar.
Gervisnjór og glimmer.
…bambarnir eru úr Blómaval, tveir saman í poka, en sagan hermir að þeir séu líka til í Rúmfó…
…sko, tveir saman…
…diskurinn er gamall silfurdiskur á fæti, frá henni mömmu minni, svo gaman að skreyt´ann, en leiðinlegt að púss´ann!
…en ég verð að segja að ég er mjög hrifin af kertunum svona…
…hérna sést hvernig borðarnir lafa bara niður, bundnir með einföldum hnút, engin slaufa…
…stærri kertin bera 1 og 2, en þau minni 3 og 4…
…einfaldur krans í raun og veru…
…og kertin verða falleg þegar að það glitrar svona á þau…
…hérna átti ég reyndar enn eftir að bæta á snjóinn og glimmerið, wait for it…
…tölumerkingarnar eru úr Garðheimum síðan í fyrra…
…stjörnurnar eru úr Pier…
…uppáhaldskertin mín núna…
…og svo er gaman að vera með kransinn á svona snúningsdiski, býður upp á svo mikla snúningsmöguleika 😉
…eigum við kannski að taka einn hring?
…snú snú snú…
…snú snú snú…
…snú snú snú…
Síðan flutti blessaður kransinn upp á eyjuna, þar sem að hann dvelur…
…búin að fá á sig netta snjókomu…
…ég átti reyndar eftir að stytta aðeins borðana þarna, og núna fer það óstjórnlega í taugarnar á mér 😉
…hér sjáið þið hvernig ég lét snjóa töluvert meira á kúpulinn…
…það var greinilega stórhríð…
…og þannig er hann í ár blessaður, einfaldur í raun…
…og svo er bara beðið eftir að kveikja á 1 kertinu á sunnudag:
Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna.
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Síðan vil ég líka minni ykkur á Skreytum Hús-hópinn sem er kominn inn á Facebook, en þar eru allir þessir snillingar sem að lesa bloggið að deila með okkur dýrðinni, öllu þessu fallega sem að þær eru að gera heima hjá sér. Mjög vel þess virði að kíkja þar inn:
♥ Góða helgi krúttin mín, njótið aðventunnar sem að nú er að ganga í garð! ♥
Ofboðslega flottur hjá þér 🙂 Var samt farin að hlakka til að fá tvo pósta í dag, en maður verður víst að vera þolinmóður :þ
Góða jólaskreytingarhelgi 😀
Meiriháttar fallegt allt saman,mér finnst eldhúsið þitt núna vera algjört ævintýraland…
flottur þessi 🙂
Gordjöss aðventukrans – svosem ekki við öðru að búast frá þér (“,)
Hann er rosalega flottur!! Öðruvísi og fallegur!!
Vá geggjaður! Elska þessa bamba.
Kv.Hjördís
Hvernig er það.. leigiru út herbergi?! Langar bara að búa hjá þér það er svo fallegt!
Flottur krans. Hvað styttirðu spottana mikið?
Óskaplega fallegur….
Aðventukransarnir eru svo skemmtileg byrjun á jólunum 😀
Algjör snilld 🙂
Virkilega fallegur – stílhreinn og gordjöss! 😀
virkilega fallegur krans:)
Öðruvísi og fallegur
geggjað flottur 🙂
Fallegur er hann, hugsa að uppstillingin þar sem kertin eru á bak við muni slá í gegn þegar kveikt er á kertunum 🙂
Sæl
Geggjað flott hjá þér. En mig langar svo að vita hvar þú fékkst hvítu fluffy jólatréin sem eru í bakgrunnininu, finnst þau æðisleg 🙂
Flottur krans og flott kerti
Hann er æði!