Skreyti skauta…

…eða þú veist svona næstum:

Smíða skútu, skerpi skauta – en mér finnst skreyti skauta, eiga betur við í dag.

2013-11-28-083428

Ég setti þessa upp um daginn, og finnst þeir vera svo sætt svona vetrarskraut…

2013-10-20-175110

…en mig langaði samt að prufa annað.

Keypti þessa í Nytjamarkaði fyrir þó nokkru síðan, kostuðu ca 500kr (og fyrir forvitna þá sést í alls konar miniverkefni sem ég er að vinna)…

2013-11-28-013226

…og til þess að skreyta smá á ganginum, þá setti ég upp stóru skautana og nýjan fínan hreindýrapúða!

2013-11-28-083411

…og eins og þið kannski sjáið, þá breytti ég skautunum örlítið…

2013-11-28-083428

…ég sem sé límdi smá blúndu efst á skautana og gerði líka slaufu framan á þá…

2013-11-28-083437

…síðan dúmpaði ég smá Mod Podge á skautana og setti smá glimmer yfir…

2013-11-28-083440

…og þetta varð útkoman!

2013-11-28-083444

Púðinn er algert uppáhalds, hann er svo flottur og einhvern veginn smellpassar þarna inn…

2013-11-28-083452

…fékk hann í yndislegu búðinni Í Sveit og Bæ (smella hér)

2013-11-28-083458

…mæli alveg óhikað með þeirri búð og það er líka hægt að skoða hana á Facebook, með því að smella hér

2013-11-28-083507

…síðan eins og þið kannski sjáið, þá ætlaði ég alltaf að setja hillu þarna undir bekkinn.  En hins vegar sá ég að það passar alveg að láta körfurnar standa svona á hlið og þá er fínt fyrir krakkana að henda húfum og vettlingum þarna í…

2013-11-28-083512

…en gangurinn er enn að taka smávegis breytingum, því góðir hlutir gerast hægt…

2013-11-28-083544

…en það eru alls konar smávægilegar breytingar í gangi!

Em hvað er annars að frétta af ykkur, eru ekki allir hressir?

Eigið þið gamla skauta sem þið ætlið að skreyta?

2013-11-28-083607

29 comments for “Skreyti skauta…

  1. 28.11.2013 at 12:32

    Flott hugmynd er með tvenna skauta af stelpunum mínum sem mig langar til að eiga áfram og hengja upp á vegg. Aðrir eru svo litlir og krútlegir að ég held þeir komi flott út með svona krans. Ætla að stela þessari hugmynd með blúnduna, hún skreytir þá svo mikið 🙂

  2. Margrét Helga
    28.11.2013 at 12:34

    Glæsilegt hjá þér eins og alltaf 🙂

  3. Kristín Thomsen
    28.11.2013 at 17:49

    Ótrúlega fallegt. Elska púðann 🙂

  4. Svala
    28.11.2013 at 17:59

    Ég er sko ekkert að kommenta hérna, sveiattan sko alls EKKI!!!! 😉 (Hvasegirru þurfa þau að verða 5tíu??????)

  5. Svandís J
    28.11.2013 at 18:00

    ohhhh of sætt… þarf að gramsa í kössum hjá foreldrunum og finna gömlu skautana. Snilld að glimmera þá og blúnda 😉

  6. Olina
    28.11.2013 at 18:12

    Krúttlega forstofan 😀

  7. 28.11.2013 at 18:12

    Þetta er svoooooo sætt – skautar eru bara cute!

  8. Arna Ósk Harðardóttir
    28.11.2013 at 18:15

    Geggjaðir skautar og endalaust flott forstofa! Ég er nú alltaf frekar löt að kommenta EN ég vil svo gjarnan fá tvo pósta á morgun svo hérna hefur þú það! 😉

  9. Guðrún Gylfa
    28.11.2013 at 18:27

    ég kikji nú alltaf hérna inn.. fæ fullt af skemmtilegum hugmyndum… en ég held að þetta sé fyrsta kommentið mitt… skamm á mig 😛

  10. Anonymous
    28.11.2013 at 18:41

    Þetta er rosalega flott hjá þér. Góð hugmynd og kransinn er líka rosalega fallegur. Ég hef sjálf gaman af að gera hluti fallega á ódýran hátt. Mér finnst oft að maður þurfi að gefa hvítuna úr augunum til að kaupa svona kransa, finnst þeir full dýrir. Annars er alltaf jafn gaman að skoða síðuna þína.

  11. Guðrún
    28.11.2013 at 18:54

    Flott

  12. Margrét
    28.11.2013 at 18:57

    Ég legg mitt að mörkum til að kommentin verði 50 !!! Svo er ég farin upp á háaloft að leita að skautunum mínum!

  13. Hugborg
    28.11.2013 at 19:10

    Æðislegt!

  14. Olla
    28.11.2013 at 19:21

    Elska síðuna þína 🙂

  15. Anonymous
    28.11.2013 at 19:27

    Alger snilld að nota skauta, ég einmitt notaði skauta á ramma í fyrra, sem ég hafði fyrir framan útidyrahurðina hjá mér….ætla að útfæra það öðruvísi núna, takk fyrir frábæra hugmynd!

  16. Hjördís Inga Arnarsdóttir
    28.11.2013 at 19:34

    Sniðugt að skreyta skauta prófa það kannski en ég á bara svarta þ´vi miður en varð að kommenta til að tryggja tvo pósta á morgunn. Takk HIA

  17. Systa
    28.11.2013 at 19:37

    Svo fallegt 🙂

  18. Guðrún
    28.11.2013 at 20:05

    sæl og blessuð, lenti í vandræðum með penslana mína :-/ eru full stirðir af lími. Hvað myndir þú ráðleggja mér til að mýkja þá upp?
    Vill ekki missa þá búin að “bonda” við þá….
    Var að nota Kerzen poch….

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.12.2013 at 01:32

      Purfaðu Undra, penslasápu 🙂

  19. Greta
    28.11.2013 at 20:06

    Alltaf svo spennó að sjá hvað kemur frá þér 🙂

  20. Íris Grímsdóttir
    28.11.2013 at 21:05

    Æði 🙂

  21. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir
    28.11.2013 at 21:31

    Ég er daglegur gestur á blogginu þínu og tek jafnan andköf af hrifningu! Takk fyrir að deila öllum hugmyndunum.
    Fyrir síðustu jól hengdi ég skauta á snaga sem er utan á húsinu og setti greni með. Það var svo fallegt.

  22. Gudrun H
    28.11.2013 at 23:24

    Þetta er lekkert, ég þarf að fara í skautaleit í geymslunni minni.

  23. Sigga Dóra
    28.11.2013 at 23:33

    Elska hreindýrapúðann,á líka svoleiðis og skautarnir eru æði.Vil endilega fá 2 pósta á morgun

  24. Óla
    29.11.2013 at 09:38

    Æði kona góð 🙂

  25. Anna Jónsdóttir
    29.11.2013 at 12:13

    Alltaf gaman að fara inn á síðuna þína,þú ert stútfull af hugmyndum og gefur góð ráð.
    Langar að vita hvar þú fékkst kransinn sem þú ert með í skautaskreytingunni.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.12.2013 at 01:33

      Fjúfff….hann er sennilega 10 ára gamall, en er frá Sia merkinu. Fékkst í einhverri blómabúð!

  26. 18.12.2013 at 18:02

    Så masse lekkert du har, mange gode idèer! Fant deg på Pinterest. Ha en fin kveld!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.12.2013 at 22:11

      Takk Anne Lise, og velkommen 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *