…og stjarnan þín!
Sem er í glugganum í skrifstofunni okkar…
…til að byrja með, þá setti ég nýjar gardýnur fyrir gluggann. Svona aðeins hlýrri og meira kósý, fyrir þennan árstíma…
…gamli kassinn er fluttur inn í skrifstofuna, og bíður þess nú að fá hjól…
…og tekur dágott magn af bókum og meððí…
…annars er skrifstofan að mestu leiti óbreytt, en ef þið viljið lesa um tilurð hennar þá getið þið lesið hér…
…diskarnir góðu eru nýttir undir alls konar góss, einhversstaðar verða vondir að vera, ekki satt?
…um að gera nýta krukkur í að geyma pensla og annað slíkt…
…þarf bara að skreyta þær örlítið (eins og hér)…
…þarna sést script-stimpillinn minn góði…
…hillan geymir hitt og þetta…
…t.d. glerboxið sem ég fékk í Púkó og Smart…
…og inn í það setti ég litlu barnaskóna mína, voðalega krúttaralegt…
…geymslubox er góð og nauðsynleg í skrifstofuherbergjum…
…sitt lítið af hverju, og doltið af ýmsu…
…litli kallinn minn og Big Ben/Peter Pan-sparibaukurinn gamli…
…þarna sést “saumaskapur” lötu konunnar, ég tímdi ekki að stytta gardínurnar, heldur skellti ég smá hnút á þær og la voila – styttri gardínur…
…í gluggann setti ég síðan gamla Ikea stjörnu sem að ég átti…
…sem er búin að fá smá yfirhalningu…
…með litla script-stimplinum mínum…
…sem sé, áður var hún bara hvít…
…stimplað bara hægri vinstri og út um allt…
…og þessi notaður í verkið…
…er hún ekki bara sæt, þessi elska? ♥
*knúzar*
Mér líður dálítið eins og “stalker”…kommenta alltaf og er fyrst í 2 skipti!!
En vá! Þetta er draumaskrifstofan mín…vonandi næ ég að gera þetta einhverntímann svona fínt 🙂
Flott hjá þér, ji snilld að skreyta stjörnuna hún er miklu flottari svona 🙂
knús á þig
Anna Kristín
Snilldarhugmynd að skreyta stjörnuna svona og mikið öfunda ég þig af þessari fínu skrifstofu 🙂
Dreymir um að vera með svona skrifstofu fyrir hluti sem eru á eilífu flakki um íbúðina og finnast svo aldrei. Skipulagsfegurð 🙂
hvar fékkstu script stimpilinn?
Margrét,
hér er póstur um stimpilinn:
http://www.skreytumhus.is/?p=2992
En svo fást líka flottir script-stimplar í Föndurlist og svoleiðis föndurbúðum!
Kær kveðja
Soffia
Takk fyrir þetta
vá! þetta er æði. Elska svona pósta um að nota það sem maður á og poppa það upp ♥
á svona flottan og fínan script stimpil eins og þú og læt mig dreyma um að eignast svona flotta og fína skrifstofu, það hlýtur að hafast fyrst við eigum einst stimpil 😉
kv. Kristín S
Virkilega flott, spyr eins og fleiri hvaðan kemur stimpillinn, stjarnan er allt önnur og miklu flottari 🙂
Margrét,
hér er póstur um stimpilinn:
http://www.skreytumhus.is/?p=2992
En svo fást líka flottir script-stimplar í Föndurlist og svoleiðis föndurbúðum!
Kær kveðja
Soffia
Snilld !! Svona stimpil þurfa allar húsmæður að eiga!! ;o)
Hi there, I just put together a post of HOW TO DECORATE WITH CRATES and I used a picture of your gorgeous crate for inspiration with a blog link back to you provided. I hope that is ok, if not please advise and I will delete the pics on my blog. Love your style!!!! Greetings from Christine from Little Brags
http://littlebrags.blogspot.com/2015/05/decorating-with-crates.html