Föndurstofan…

…eða Föndurlist, er staðsett í Holtagörðum 10 (Ikea frá því í gamla daga 😉 ).

2013-11-15-143138

Ég fór þangað um daginn til þess að ná mér í vistir, enda er ég í miklum föndurgír þessa dagana, og svei mér þá ef mér fannst ég ekki bara vera komin til Ammeríkunnar.  Þetta er er sko enginn smá búð, þetta er risabúð!

Athugið síðan vel, að það sem er feitletrað eru hlekkir á fyrri verkefni sem að ég hef gert, þannig að pósturinn er stútfullur af hugmyndum…

2013-11-15-144230

…og úrvalið er nú eftir því.  Hér á veggnum sjást t.d. stimplar, alls konar stimplar…

2013-11-15-143011

…mér fannst t.d. þessi með nótunum æðislegir!  Væru kjörnir í verkefni, eins og þessi bakki (sjá hér)

2013-11-15-143017

…og þessi með trjánum, lovit!

2013-11-15-143025

…og þessi er með script, og litum fugli – þetta er bara win win…

2013-11-15-143031

…ég er náttúrulega veik fyrir fiðrildum (sjá hér)…

2013-11-15-143036

…of tölustimplar eru snilld í verkefni (eins og þetta)…

2013-11-15-143042

…ooowwwwwwl…

2013-11-15-143052

…perlupinnar og blúnduborðar (kjörið í svona verkefni)…

2013-11-15-143104

…og svona perlulímmiðar (eins og ég skreytti kerti með hér)…

2013-11-15-143107

…búðin er líka uppfull af sniðugum hugmyndum, eins og þessi kerti sem skreytt eru með myndum.
Prentuðum á silkipappír og brædd/hituð inn í kertin…

2013-11-15-143149

…alls konar límmiða-tölustafir, sem væri hægt að nota í t.d. svona aðventu”krans”

2013-11-15-143154

….ruuuuuuuuubonský, eða svona “lím”miðar sem maður getur nuddað á hluti, eins þetta hér

2013-11-15-143224 2013-11-15-143239

…glimmer, glimmer, glimmer 🙂

2013-11-15-143253

…í öllum regnbogans litum…

2013-11-15-143316

…og stimpilpúðar, líka í öllum mögulegum litum…

2013-11-15-143324 2013-11-15-143329

…þarna eru líka alls konar efni…

2013-11-15-143349

…og borðar…

2013-11-15-143353

…skrapppappír, sem við vitum að er hægt að nota til margs annars en að skrappa (sjá hér)…

2013-11-15-143404 2013-11-15-143419

…þessi með gamalsdags myndnum er í uppáhaldi hjá mér, væri t.d. æðislegur að klippa bara niður og nota sem merkimiða á jólapakka…

2013-11-15-143431

…uglusparibaukar, sem hægt væri að mála í hvaða lit sem er…

2013-11-15-143503

…og líka litli bróðir hans…

2013-11-15-143506

…langir, mjóir fölir sveinar, sem bíða eftir að fá smá lit…

2013-11-15-143518

…og jólatré, sé jafnvel fyrir mér að mála þau í kalklitum, gera þau svona antíkleg…

2013-11-15-143521

…kúlur og keilur, t.d. hægt að gera mosakúlur

2013-11-15-143529

…alls konar stenslar, eins og eru notaðir í tölustafina hér

2013-11-15-143545

…stafir sem hægt er að mála og skreyta, eins og hér

2013-11-15-143608

…og þessir eru svona litlir, og væru sætir til þess að hengja á jólasokka, eins og hér

2013-11-15-143613

…ég get málað allan heiminn elsku mamma…

2013-11-15-143638

…skreyttir púðar…

2013-11-15-143655

…og skreyttir lampar…

2013-11-15-143710

…ef ég kynni að sauma, þá gæti ég keypt dóterí í það hér…

2013-11-15-143722 2013-11-15-143733

…hohoho – snilld, hægt að útbúa stjörnusokka…

2013-11-15-143743 2013-11-15-143806

…eins og áður sagði, endalausar hugmyndir þarna innanhús…

2013-11-15-143827

…ofsalega falleg Maríukerti…

2013-11-15-143904

…og hér er búið að útbúa svona hólk utan um kerti…

2013-11-15-143909 2013-11-15-143914

…krúttaralegar skreyttar krukkur…

2013-11-15-143933 2013-11-15-143950

…og meiri krukkur – yndislegar jólagjafir með heimbökuðum smákökum (eða bara keyptum og við segjum engum)…

2013-11-15-144005

…vínglösum breytt í litla “lampa” með því að prenta skerma á þá…

2013-11-15-144037

…og alls konar góss í skartgripagerð…

2013-11-15-144156

…síðan eru litlir krossar, og alls konar fylgihlutir í skartgripagerð, líka æðislegir til þess að skreyta kerti…

2013-11-15-144204

…eins og þið sjáið þá er sko mikið til af öllu, og margt af ýmsu 😉

Í það minnsta fékk ég fullt af nýjum hugmyndum af þessu rölti mínu þarna og mæli því óhikað með heimsókn!

2013-11-15-144210

2 comments for “Föndurstofan…

  1. Margrét Helga
    26.11.2013 at 10:43

    Þetta er náttúrulega snilldarbúð…þarf svoooo að komast þangað! Þetta getur ekki annað en verið gott fyrst að IKEA var þarna áður 😉

  2. Vala Sig
    26.11.2013 at 22:10

    Uss þetta er ekkert smá, vissi ekki að þessi glæsilega búð væri til 🙂 Þarf að þramma þangað

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *