…er ein af þessum litlu, ofsalega fallegu búðum sem fá hjartað til þess að slá hraðar þegar maður kemur inn í hana ♥
Hún er staðsett í Eikjuvogi 29, í Reykjavík…
…í búðinni fæst mikið af fallegum kvenfötum og skóm, en þið vitið hvernig ég er og dett beint í allt glingrið og gullið sem gleður augað…
…eins og þessi dásemdar gamaldags hús sem að ég barasta féll eins og steinn fyrir, minna mig svo á jólahúsið í innliti hjá vinkonu minni hérna um árið (sjá hér)…
…svo voru það þessar uglur. Ég get svo svarið það að þær er hver sinn persónuleiki, og ég er sannfærð um að um leið og maður fer út úr herberginu þá tala þær og spjalla, eins og í Disney-mynd…
….þvílíku dúlludúskarnir…
…ég sá þessa alveg fyrir mér á jólapakka heimasætunnar…
…lítið krúttuleg, rustic jóla/vetrarhús…
…könglahús! Ætti ég ekki að eiga heima í könglahúsi?
Væri það ekki bara viðeigandi?
…endalaus fegurð…
…hér er smá texti um búðina tekinn af heimasíðunni:
Anna Sigríður leggur mikla áherslu á perónulega og góða þjónustu við viðskiptavini sína í versluninni og hún nýtur þess að stjana við þá í einu og öllu.
Mikil áhersla er lögð á gæði og vöruúrval og að fólk geti fundið í versluninni vöru sem er öðruvísi, skemmtileg og spennandi.
…hreindýrakertaglös…
…svo einstakir hlutir, spes…
…og ég er næsta viss um að allir finna eitthvað þarna inni við sitt hæfi…
…elsk´essar uglur…
…MIHO vörurmar eru svo flottar (sjá hér)…
…og eins og áður sagði, sjón er sögu ríkari…
…gjööööööööðveikar luktir, á fæti meira að segja…
…og flottu vörurnar frá VAN ASCH (sjá hér)…
…Ipad-hulstur…
…og púðar með strútsfjöðrum, legg ekki meira á ykkur…
…en það er ekki öfsögum sagt, að þessi hús áttu hug minn allan…
…enda eru þau einstök dásemd…
…líka til í svona mini-útgáfu…
…það er svo sannarlega margt fallegt fyrir augað…
,,,krúttulegur krans…
…og nei sko, sjáið hvað er þarna á arinsyllunni…
…svo hrikalega krúttulegur sokkahaldari…
…fyrir utan að kerran er full af gullfallegum púðum, þá langaði mig í kerruna sjálfa…
…ég verð í það minnsta að mæla með að þið kíkjið í heimsókn, og skoðið dýrðina með eigin augum…
…því að ég er sannfærð um að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum…
…ef ykkur vantar oggu lítil og sæt gjafabox…
…nú eða bjútifúl blómabox…
…þarna er öll krúttaralega ugluættin, og mig langar í margar 🙂
…ég sagði ykkur það, allt er fallegra á bakka og með kertaljósi – ekki að það vanti upp á fegurðina á hlutunum sjálfum…
…kórónur eru bara fallegar!
…blúnduborðar í alls konar litum…
…og þá efri…
…lítil hreindýr…
…og auðvitað stór líka…
…ein krúttaralegast búðin á landinu, engin spurning…
…hlakka til að sýna ykkur hvað ég fékk mér, innan skamms…
…ef þið viljið kíkja á heimasíðuna, þá smellið þið hér, og til þess að komast á Facebook – smellið hér…
…í öðrum fréttum er þetta helst að kassarnir með jóladótinu er komnir niður af háaloftinu – það er allt að gerast heillin mín!
Wóóóó…… ég þurfti að loka tölvunni þegar ég var hálfnuð að skoða því hjartað ætlaði að poppa út, ég var svo spennt! 🙂
Vá, ekkert smá flott búð!
Takk fyrir að sýna okkur svona vel geymda fjársjóði, eins og t.d. allar þessar litlu, krúttlegu búðir. Bara snilld! Hlakka til að sjá hvað þú keyptir þér 🙂
Alveg rosalega falleg búð
djííí … svona verður í mínu herbergi þegar ég fer til himnaríkis ( ef ég fer ekki beinustu leið niður það er að segja ;-). En það var nú meira en allt góssið sem ég rak augun í … Almáttugur hvað húsgögnin eru falleg. Hvaðan er t.d. þætta hvíta borðstofuborð ? og ílanga veggborðið ? Veist þú það frú Soffía?
ég algjörlega “neyðist” náttúrulega til að kíkja í þessa búð við tækifæri. Knúz Edda
Ótrúlega fallegt.
Mjög fallegt 🙂