Once more…

…with feeling ♥

2013-11-13-081730

Ég er kannski farin að hljóma eins og biluð platan, en látum það vaða.

Fallegi glerstjakinn minn, sem ég fékk í jólagjöf í fyrra (fæst t.d. í Garðheimum, Púkó og Smart og Tekk) fær hér pínu skreytingu í sig……á sig……við sig.  Tja….í það minnsta skreytti ég hann 🙂

2013-11-08-172411

…þegar glerstjaki er skreyttur stjaki, fyrst af öllu tekur tvö hreindýr og þú setur beina leið hér ofan íííííííííí…

2013-11-08-172445

…setur síðan lengju af greni…

2013-11-08-172603

…sem þú sveigir smá og beygir…

2013-11-08-172608

…svo er næst að láta snjóa, bara dash og dash og dash…

2013-11-08-172633

…og í tilefni dagsins, meira til…

2013-11-08-172644

…í þetta sinn notaði ég reyndar grófan gervisnjó í poka, sem að segir manni að allur gervisnjór er góður snjór – þetta er svona eins og ís, hann er alltaf góður…

2013-11-08-172727

…og svona er þetta þegar að snjókomu lýkur…

2013-11-08-172724

…svo setur maður ogguponsu bita af berki…

2013-11-08-172757

…og pínu litla, krúttaralega köngla, bara oggulitlir…

2013-11-08-172806

…og settir hér og þar í kringum parið…

2013-11-08-172817

…og hér sést vel hvernig glimmer töfrarnir virka.

Sko, fyrir glimmer…

2013-11-08-172848

…ahhhhhhhhhhh!

Eftir glimmer…

2013-11-08-172904

…allt er betra með glimmeri.  Miklu glimmeri!!

Ég held að ég hafi verið dragdrottning í fyrra lífi! 🙂

2013-11-08-172911

…og þannig fór það!

2013-11-08-172928

…svo er bara að planta stjakanum á góðan stað.

En sjáið þið hann?

2013-11-13-081702

…elsku nýji fíni púðinn minn.

Fór nefnilega og kíkti “Í Sveit og Bæ” og þar fékkst þessi dásemdarpúði, sem ég ♥ mjög mikið,

reyndar á ég eftir að sýna ykkur fleiri fallega hluti þaðan, en púðinn er svona til að væta kverkarnar…

2013-11-13-081547

…en svona er þetta þá!

Einfalt og allir geta, ekki satt?

2013-11-13-081632

…púðaverin eru líka sérlega flott í jólagjafir að mínu mati, því að jafnvel þeir sem eiga mikið af öllu – koma fyrir einu og einu púðaveri 🙂

Hvað segið þið annars gott?

Farið líka varlega í snjónum og slabbinu í dag!

2013-11-13-081855

15 comments for “Once more…

  1. Sigga Dóra
    13.11.2013 at 08:55

    Æðislega fallegt hjá þér eins og alltaf,er einmitt nýbúin að vera löðursveitt í Reykjavíkurferð og m.a var leitað að svona kertakassastjaka.

  2. Berglind Magnúsdóttir
    13.11.2013 at 09:04

    Dásemdin ein alltaf hjá þér ! ég get ekki beðið á því að byrja að dúllast 🙂

  3. Bryndís
    13.11.2013 at 09:17

    Alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt og fá eða meira svona stela hugmyndum frá þér! 🙂

    Hvar færðu öll þessi dásemdar hreindýr?

    Kv. ein með hreindýrablæti

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.11.2013 at 09:20

      Þetta eru House Doctor hreindýrin, fást í Púkó og Smart, Sirku, Tekk og t.d. Gullabúðinni. Þannig að þau eru bara út um allt 🙂

  4. Ása
    13.11.2013 at 09:36

    Yndislegt…. Ég er að kíkja á marga pósta hjá þér í dag, þar sem ég hef ekki verið viðlátin undanfarna viku…
    Skrapp í borgarferð og varð á orði í gær að eldhúsglugginn minn væri að verða pínu “Dossu-legur” með öllu nýja góssinu mínu!!

  5. Guðný Ruth
    13.11.2013 at 09:39

    Fallegt! Merkilegt hvað snjór og glimmer geta oft gert gæfumuninn. Verst að ég get ekki stráð þeim yfir eldhúsinnréttinguna mína til að fegra hana aðeins!
    Elska stjakann, elska púðann meira og mögulega hreindýrin mest.

  6. María
    13.11.2013 at 09:58

    Mjög fínt hjá þér.

  7. 13.11.2013 at 11:47

    Bara draumur! Langar svo í svona kertastjaka 🙂

  8. Margrét Helga
    13.11.2013 at 11:57

    Frábært hjá þér! Söng meira að segja í huganum skreytilagið þitt 😀 Er alveg að sjá þörfina á svona kertastjaka…og grenilengju, að ekki sé minnst á hreindýr og snjó og glimmer og..og ….og!!! 😀

  9. 13.11.2013 at 13:10

    Huggulegt!

  10. Ósk Trausta
    13.11.2013 at 16:57

    Gæsilegt hjá þér eins og allt sem ég hef séð

  11. 13.11.2013 at 19:22

    svo dásamelga fallegt, elska svoan vetrarskraut með snjó og smá nátturu. og bakkinn sem þau standa á finst mér algjört yndis.

    knús á þig frábæra frú
    kv Stína

  12. 20.11.2013 at 23:33

    nú er ég komin með lagið þegar piparkökur bakast á heilann, það er greinilega blastað í botni enn hjá ykkur…. sem er reyndar mun skárra en ávaxtakarfan sem er blöstuð á þessu heimili

  13. Linda
    30.10.2014 at 21:10

    Stílhreint og virkilega fallegt ! 🙂 Hvar fékkstu könglana og snjóinn ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.10.2014 at 21:15

      Snjó og köngla færðu í: Blómaval, Garðheimum, Bauhaus og öllum þessum stöðum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *