Kerti & texti – DIY…

…og það eru margar leiðir til þess að gera þetta.

2013-11-10-192123

Hér er ein, afar einföld aðferð sem hentaði mér vel og leit svona út þegar að blaðið kom úr prentaranum…

2013-11-10-174041

…fyrst notaði ég sömu aðferð og venjulega til að setja myndina á blaðið (sjá hér) og opnaði svo annað skjal og setti textann á það…

2013-11-10-174212

…ég notaði leturgerðina Vivaldi og stærð 48.  Fann textann sem mér líkaði og setti hann inn, ákvað að hafa þetta ekki of jólalegan texta, því að kerti af þessari stærð kemur ekki til með að klárast fyrir jól ;)…

2013-11-10-174218

…ég notaði svo bara augun og ca about-aði hvort að mér finndist þetta ekki ganga upp og byrjaði á að prenta út textann á blaðið, setti það svo aftur í prentarann og prentaði út myndina, auðvelt mál…

2013-11-10-174227

…og þetta var útkoman…

2013-11-10-174322

…en þar sem að blaðið var of stór á kertið þá ákvað ég að kippa það svona til þess að gera samskeytin skemmtilegri…

2013-11-10-174428

…og þetta er útkoman á kertinu sjálfu…

2013-11-10-191930

…eins væri skemmtilegt að leika sér með að setja 1, 2, 3 og 4 á kertin til þess að gera kerti í aðventukransinn…

2013-11-10-191951

…snjóuglan mín fína…

2013-11-10-191958

…og kertið er líka fallegt þar sem að textinn sést bara…

2013-11-10-192013

…svo er bara að kveikja og njóta…

2013-11-10-192110

…og eins og veðrið var í gær, þá er fullt tilefni til þess að kveikja á kertum…

2013-11-10-192117

…áttuð þið ekki annars bara góða helgi?

Allir hressir og kátir? 🙂

Eigið yndislega vinnuviku, og munið – bara 43 dagar til jóla ♥

2013-11-10-192123

10 comments for “Kerti & texti – DIY…

  1. Sigga Rósa
    11.11.2013 at 10:06

    Flott hugmynd hjá þér, er að gera aðventukerti með myndum, snilld að bæta texta á, gerir þau aðventulegri, svo þar sem þau brenna örugglega ekki upp þetta árið má nýta þau á næsta ári, breyta bara bakkaskreytingunni:)

  2. Berglind bleika
    11.11.2013 at 11:40

    Svakalega fínt og flott 🙂 takk fyrir frábært blogg og skemmtilegar hugmyndir.
    Klikkaði alveg á kertum um helgina enda fann ég fyrir miklu andleysi! Mun sko ekki klikka á þessu í kvöld 😉

  3. Anna
    11.11.2013 at 19:57

    Mér finnst þessi ugla æði hjá þér! Elska líka svona góðar leiðbeiningar.Ætlaði einmitt að prenta eina. Ég var annars að prufa að byrja að gera svona kerti og þá kom smá vandamál. Liturinn færðist smá til af myndinni eða leystist smá upp þegar ég bar límið á.Kannastu við það vandamál?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.11.2013 at 07:41

      Sæl Anna 🙂

      æji en fúlt að litirnir eru ekki að koma rétt út
      Eru þeir alveg í lagi þegar að blaðið kemur úr prentaranum?

      Þannig að myndin er allt í lagi áður en hún fer á prentarann?

      Ertu með lazer-prentara eða bleksprautuprentara?

      Kær kveðja
      Soffia

      • Anna
        12.11.2013 at 09:32

        Ég er með bleksprautu og virðist sem blekið leysist aðeins upp þegar málað er yfir myndina eða aftan á hana. Gerði eina svartprentaða mynd og það kom svona rauð slikja í kringum myndina.Það er bara eins og myndin blotni þegar ég ber límið á. Helst hún fín hjá þér? Kannski ætti ég bara að bera lím á kertið.

        • Jórunn
          18.11.2013 at 16:06

          Ég er að lenda í svipuðum vanda og Anna. Verður reyndar græn slikja hjá mér. Er búin að prófa að setja bara lím á kertið og það kemur engu að síður.

          Ætli þetta getið verið vegna mismunandi blekhylkja. Ég er með Hp

  4. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    12.11.2013 at 09:29

    Uglan er ÆÐI!
    Mér finnst svo gaman að öllu ugluæðinu þessa dagana enda hef ég safnað uglum í nærri 30 ár og á uglur í alls konar stærðum og gerðum frá flestum heimshornum!

    kveðja,
    Þorbjörg.

  5. Þorbjörg Karlsdóttir
    16.10.2014 at 17:38

    ég gerði nákvæmlega eins kerti nema enginn texti það er í uppáhaldi hjá mér og verður 1 af aðventukertunum mínum sem eiga að vera með dýramyndum 🙂
    kveðja
    Þorbjörg

  6. Bryndís Arnarsdóttir
    29.11.2014 at 20:33

    Sæl…hérna hvað geriru ef myndin virðast verða smá óskýr með því að stækka þær svona út í word? hvar fannstu myndina af uglunni á kertinu og hreindýrinu fyrir ofan? 😀
    …KV Bryndís Arnarsdóttir

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.11.2014 at 23:15

      Hæhæ – ef myndin verður óskýr þá er hún sennilegast bara of lítil, þannig að þá er betra að finna aðra. Allar myndirnir fundust bara á google: winter+nafnið á dýrinu er mjög fínt, og þú getur líka skrifað landscape til þess að fá myndir sem henta best á kertin 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *