…ó ró! eða bara óró!
Í það minnsta var ég kosinn yfirmaður órólegu deildarinnar, þar sem að blessaður eldhúsglugginn fékk ekki einu sinni að standa í friði í sólarhring…
…hins vegar er hann í raun blessaður í dag, glugginn góði þar sem að Maríu-styttan mín guðdómlega fallega, úr Húsi Friðrildanna, stendur núna í glugganum…
…nema ég setti á hana smá svona krans, í tilefni árstíðarinnar – sko vetursins…
…og hún fékk að halda á talnabandi…
…bakkinn minn, sem fékk spreymeðferð í sumar (sjá hér) fékk að deila glugganum með henni Maríu…
…en bakkanum stendur hitt og þetta, svona bland í poka…
…hreindýr…
…kertastjakar…
…og itsíbitsítínívíní ljónaskálar sem hafa bæst við í safnið mitt, eru þær ekki miklar dúllur?
…síðan fékk ég þessi æðislegu kramarhús í Litlu Garðbúðinni, svo mikið mikið falleg…
…mæli með því að þið farið þangað og skoðið fallegu jólin þeirra…
…litla krulliþorpið mitt fór í ferðalag og flutti til Paul, sem tók þeim með opnum örmum…
…og krukkuþorpin urðu fallegri þegar að ljósið var komið á bakvið þau og lýsti þau upp…
…ekki sammála?
Mér finnst ljósið gera svo mikið fyrir þau…
…annars er ég nánast á því að allt verður fallegra með hvítri ljósaseríu, og ég reyni alltaf að kaupa þessar með glæru snúrunum þegar að ég er að nota þær svona á borð…
…awwwwww – sjá íkorna krúttið…
…þannig var þessi litli póstur!
Ég óska þess bara að þið eigið yndislega helgi og njótið þess að vera saman ♥
Yndislegt 🙂 Hvar er best að finna hvítar ljósaseríur með glærri snúru? Virðist bara finna þessar með grænu snúrunni….
Kristín, ég hef séð þær í Garðheimum og Blómaval. Eru oftast í rauðum kössum að því að mér minnir 🙂
Æðislegt. Krukkuþorpið er alveg jafn flott eftir flutninga.
Snilld 🙂 Krukkuþorpið kemur miklu betur út þarna hjá honum Paul með seríuna á bakvið…kannski hann eigi bara heima þar???!
Hvar fékkstu þessar krukkur ?
Stærsta krukkan er frá Blómavali, en hinar eru frá Aff.is og þú getur séð opnunartímann hjá þeim hér: https://www.facebook.com/pages/AFF-concept
Hvar fékkstu brúna hreindýr ?
Guðrún Ó, þetta hreindýr er úr Pier, síðan í fyrra eða árið áður 🙂
Enn og aftur þú ert snillingur hlakka til á hverjum degi hvað kemur frá þér :*
Ó þú hugmyndaríka kona. Takk fyrir mig! 🙂
sæl, veistu hvar maður fær svona fallegar glerkrúsir í bandaríkjunum?
Sæl Díana,
Þú færð þett bara útum allt í USA, í flestum stórverslunum. Ganga undir nafninu: apothecary jars og þú þarft bara að googla
Michaels, Sears og bara alls staðar!
t.d. http://www.save-on-crafts.com/apothecary.html?utm_expid=1045951-6.o2p_grgxQCG-2RhlzR1BFQ.0&utm_referrer=http%3A%2F%2Fwww.save-on-crafts.com%2Fapothecary2.html
kv.Soffia