Er lægst er á lofti sólin,
þá loksins koma jólin.
Við fögnum í friði og ró,
meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.
…það er bara þetta basic sem að þar í verkið:
- Amerískan gervisnjó, já takk
- Glimmer
- Glerkrukkur
- Samansafn af húsum og dýrum, eða hverju því sem þú villt stilla upp
…svo bæta við kertum og öðrum sem gleður hjartað, augað og hugann…
…ein krukkan geymir lítið hús og lille bambelingen…
…næsta er með stóru húsi og hreindýrapabbanum…
…ohhhh, lille íkornabossinn ásamt sveppum…
…bara hús, ekkert meir…
…ég var að spökulera að setja köngla eða annað dót með, og svo fannst mér þetta eitthvað skemmtilegt svona einfalt og plein…
…það má alltaf bæta við síðan, lokin eru ekkert föst á 😉
…stjakarnir eru hver úr sinni áttinni, en eins og þið sjáið þá er stærsta kertið eitt af þeim sem ég útbjó sjálf fyrir nokkru síðan…
…pappírinn mynda hólk utan um kertið, þannig að kertið brennur niður en ekki pappírinn…
…kózýheit par exelanz…
…en annars hvernig líst ykkur á svona krukkusafn?
Krukkuþorp?
…ég er ekki sannfærð um að þetta sé endanleg staðsetning, en í bili – alltaf sko bara í bili…
…ætlið þið að gera ykkur krukkuþorp? 🙂
Þið VERÐIÐ að vera með glimmerið, því að þegar þið sáldrið því yfir snjóinn þá “lifnar” hann við.
Ef þið viljið fá snjó á þökin eða dýrin, þá er bara að bleyta þau og sáldra síðan yfir þau. Þá er alltaf hægt að skola það af síðan…
Takk fyrir öll yndislegu kommentin í gær!
Þið eruð algjörlega uppáhalds klappstýrurnar mínar ♥
Svo glæsilegt eins og allt sem að þú gerir…….fékk fullt af hugmyndum við að skoða þetta.
Eigðu góðan dag
Bestu kveðjur
Guðrún
Mér finnst ég vera eins og biluð plata…en það er bara allt svo ofboðslega flott hjá þér að maður verður bara að segja það…þetta er ofboðslega flott!! 🙂
Væri alveg til í svona krukkuþorp en á hvorki krukkur né hús þannig að ég dáist bara að þessu hjá þér 🙂 Á heldur ekki ammrískan gervisnjó þannig að ég veit eiginlega ekki hvað ég er að tjá mig!!! :Þ
Takk fyrir að deila þessu með okkur 🙂
Frábær hugmynd, kemur svo flott út:)
Dásamlegt krukkuþorpið þitt eins og allt annað hjá þér 🙂
kær kv Guðríður
Flott eins og allt hjá þér, ég á slatta af húsum en engar svona stórar krukkur, verð að bæta mig á því sviði 😉 svo verð ég að fara að kaupa mér gerfisnjó, ég bara verð 🙂
Já! Hún slær um sig heilu snjóþorpi hahahaha snillingur….
ég á ekki krukkur en nota í staðinn glerhjálm og disk, og bambana 3 sem ég verslaði um daginn 🙂 …gleymdi að fá mér glimmer…hvaða lit af glimmeri notar þú??
Hohoho – kellan slær ávallt um sig!
Ég nota næstum alltaf hvítt glimmer, stundum silfur – en hvítt er uppáhalds! 🙂
Gaman að sjá frábærar hugmyndir hjá þér!
Þú ert algjört æði :*
Þetta er algjörlega æðislegt! Ég væri alveg til í að eiga svona fínar krukkur til að setja svona dúllerí í 🙂 kannski finn ég svoleiðis í ammeríkunni í næstu viku. Ég held að ég hafi rekið augun í gerfisnjó í Söstrene í morgun, en er ekki alveg viss… ætti kannski að kíkja betur.
Þetta er alveg málið keypti einmitt í gær snjó og glimmer svo nú er bara að byrja (jóla) vetrar eithvað.Takk fyrir að deila þessu öllu með okkur.
Sæl, veistu hvar maður fær svona glerkrúsir í bandaríkjunum? Veit þetta fæst þar en hef ekki hugmynd hvar.
Sæl Díana,
Þú færð þett bara útum allt í USA, í flestum stórverslunum. Ganga undir nafninu: apothecary jars og þú þarft bara að googla 🙂
Michaels, Sears og bara alls staðar!
kv.Soffia
Alltaf sama snilldin, omæomæ !!!
Kveðja Sigga
ÆÐI, ég myndi vilja vera inni í hausnum á þér í svona eina viku,, elska allt sem þú gerir 🙂 En ,, fær maður svona krukkur á Íslandinu???
Þetta er algjört æði! Fást þessar krukkur einhversstaðar á Íslandi ?
Bestu kveðjur 🙂
Þessar krukkur eru allar keyptar hérna heima. Sumar í Húsasmiðjunni, aðrar í Aff.is og enn aðrar fást t.d. í Ilva, Sirku, Púkó og Smart og á fleiri stöðum 🙂
Kær kveðja
Soffia
Krukkusafn / Krukkuþorp,,, mér finnst þetta æðislega fallegt hjá þér.
where did you get the houses please. thank you. barb
Hey Barb, the house are from various stores here in Iceland. Such as Pier1 – you might be able to find them there 🙂