…er mál málanna í dag.
Sjáið til, um daginn fann ég í einum af hinum alþekktu design Samhjálparbúðum þennan eðal kertabakka, held að hann sé úr Blómaval – þeir hafa í það minnsta fengist þar…
…nú ástæðan fyrir að ég keypti þennan, er að ég stenst ekki góðan díl. Skvo, ég á einn svona bakka fyrir, nema að hann er töluvert stærri. En samt keypti ég þennan! Hjálp! Ég á við vandamál að stríða!
En vandamálin eru til þess að leysa þau og því gerum við bara skreytingu í bakkann/á bakkann/við bakkann og eiginmaður veit aldrei að þetta er ekki sami bakkinn og ég átti – húrra málið er leyst!
Fyrst ætlaði ég að taka þennan dóna og skreyjann í drasl, en eftir smá pælingar þá datt mér í hug að gaman væri að hafa hann bara svarbrúnan áfram og leysa málið með smá límbandi. Því allt er hægt að leysa með límbandi, eða svona næstum. Þá er bara að velja A, B eða C..
…ég valdi kost B, sem er gasalega lekkert og skemmtilegt límband sem ég keypti í Púkó og Smart endur fyrir löngu…
…gaman að þessu, ekki satt?
Breytir bakkanum töluvert!
…síðan átti ég þessa líka fínu gervigrein…
…og fagmannlega troddaði ég henni á bakkann, gætti þess að láta hana koma báðum megin með því að sveigja hana og beygja eftir kúnstarinnar reglum…
…vel gert kona góð! Klapp á bakið!
…hvað svo?
Hvernig spyrðu? AUÐVITAÐ JÓLASNJÓR! Húrra!
Allt verður betra með dass af snjó 🙂
..og í raun er þetta nóg! Þú ert komin með sætann grunn fyrir kertin. En haldið þið að ég hafi getað hætt bara sí svona?
Ó nei Hemmi minn…
…könglum okkur upp og hendum þeim tvist og bast…
…og svo glimmer! Húrra!
Meira glimmer, takk! Aðeins meira! Hmmmm, örlítið enn!
Ahhhhhhhhh, næs!
…nei sko, er ekki bara dúllurassabossinn frá Bauhaus mættur á svæðið, enn svona sætur!
…smá stjörnur, og oggulítil glimmergaddajólakúluthingy, og annar innflytjandi úr Bauhaus, hinum meginn á bakkann…
…öllu blandað saman á fagmannlegann hátt…
…enda er ég enginn ruglurass í þessu sko!
…og svoddan! Jóla, nei Vetrarskreyting!!!
…byrjum á að henda henni upp á arininn, með smá svona rustic trjám…
…sko við erum alveg þarna á jólamörkunum, en samt, þetta er bara vetrar ennþá 🙂
…er hún ekki bara oggulítið sæt!
…þið sjáið samt hvað það þarf í raun lítið efni í svona skreytingu, aðallega bara snjó og köngla…
…kertin éta aðeins skreytinguna, en þar sem að mér vantar enn pláss fyrir þau þá leyfi ég þeim að standa, í bili…
…eruð þið sátt?
…búin að fá ykkur snjó og innflytjanda?
…eða gera kerti?
…þessi sem sneri í hina áttina gerir það áfram og speglast svona sætt …
…en svona var þetta í dag!
…ég vona að þið eigið yndislegan dag!
Stefni á að gera slíkt hið sama 🙂
*knúsar*
Þú ert stórkostleg .Ég er nýbúin að uppgötva þig og það er bara dásamlegt að fylgjast með .
Kristín
ohh flott… sammála þér, þetta er vetrar en ef þú hendir nokkrum rauðum berjum eða eitthvað með ertu kominn með jólaskreytingu 🙂
Ferlega sniðugt!
Þetta er æði, ohh glimmer og könglar dásamlegt
Æði, hvar fèkkstu snjóinn og glimmerið?
Fæst t.d. í Garðheimum, og bara í flestum blómabúðum 🙂
Fagmannlegt er sko orðið!!!
Þú ert yndisleg. Það er frábært að fá að sjá svona skreytingu verða til.
Falleeeeegt!
Jólaskreyting!!
Meira Meira takk 😀
VáVáVá hvað þetta er ofboðslega flott hjá þér! 😀
Ég keypti mér einmitt síðustu helgi svona kertabakka í Blómaval, eini munurinn er að hann er örlítið stærri og er dökkbrúnn á litinn 🙂
Takk kærlega fyrir frábært blogg, kíki hérna inn á hverjum degi, er alveg húkkt! 😉
Ofboðslega flott!!
Er búin að gera kerti (reyndar öðruvísi), á ekki gervisnjó en örugglega glimmer og ætlaði að fá mér svona innflytjanda (-endur) í Bauhaus um daginn en barasta sá þá ekki! Á reyndar svona svipaðan bakka nema hvað ég er búin að spreyja hann hvítan 🙂
Love it!
Dásemdin ein 🙂
Ég hef sagt það áður og segi það enn þú ert SNILLINGUR ! Dossa mín
Þú ert náttúrulega bara með töfra í puttunum.Æðislegt
Snillingur. Er einhver hlutur sem þú getur ekki gert fallegan??
Tjaaaa….toppurinn á mér er stundum ómögulegur 🙂
Kona góð, ég held vart vatni yfir þessum póstum þínum.
You make my day.
<3
Sigga Maja
Er ekkert sérstakt jólabarn en komst í létt jólaskap við að sjá þessi flottheit.
Ég veit að þessir kertastjakar fást líka í Rúmfatalagernum, ég sá þá þar um daginn! 🙂
Æðislega flott hjá þér!
Virkilega hlýlegt og vetrarlegt, elska þessa íkorna ;o)
Negldir það enn og aftur 😉
ég kemst bara í jólagírinn við að lesa bloggið þitt 😀
Mjög flott 🙂
Rosalega flott skreyting og ég get ekki beðið eftir að byrja að föndra fyrir jólin 🙂
Geggjað svo frábærar hugmyndir 😉
Jemundur minn hvað þessi skreyting er æðisleg!
Þessi kerti eru dásemdin ein…langar í og langar í :)))
You did it again!
Love it 🙂
Mikið er ég glöð að eiga snjó og alveg eins kertastjaka (hann er úr RL búðinni). Nú held ég bara svei mér þá að ég þurfi að herma alveg ofsa mikið og græja svona ógó fína vetrar(jóla)skreytingu!
Takk æðislega, þú ert best (eins og ávallt).
Vááá þetta er allt svo flott hjá þér, þú ert sannkallaður fagurkeri.
Og það besta er að maður hefur trú á að geta útbúið svona sjálfur. Góðar leiðbeiningar. Húrra fyrir þér!
Rosalega flott! Mig vantar hugmyndaflug í svona 😉
Vá en ótrúlega flott !! En hvernig geriru kertin? Prentar út myndirnar og hvað svo? Notaru eitthvað spes lím/efni? 🙂