Rólegheit og flottheit…

…rólegheitin eru frá mér, því að það geta ekki allir póstar verið “stórkostlegar” leiðbeiningar fyrir kerti eða glugga/hurðar.

Ég var að mynda eitthvað annað heima þegar að mér var litið á arinhilluna…

2013-10-21-143209

…birtan var eitthvað svo falleg og svo mikið ró yfir…

2013-10-21-143218

…síðan fannst mér skemmtilegt að nánast allt á hillunni er “ófullkomið”, gamalt eða snjáð – sést á því að það hefur staðið sína plikt í gegnum tímana tvenna…

2013-10-21-143223

…sem gerir hlutina bara fallegri og elskulegri í mínum augum…

2013-10-21-143228

…það væri nefnilega stundum gaman að eiga tímavél…

2013-10-21-143235

…fara aftur og kanna liðna tíð…

2013-10-21-143243

…þegar að ég væri búin að kanna alls konar skemmtilegheit, þá held ég að ég mynda stoppa við hjá 13 ára gömlu mér – og hvísla því að mér að með tímanum myndi maður læra að meta það sem er ekki fullkomið og elska hlutina fyrir gallana sem þeir bera.

Væri það ekki góður boðskapur?

2013-10-21-143251

…en svona voru rólegheitin hjá mér…

2013-10-21-143203

…ég er hins vegar búin að fá fleiri myndir frá lesendum, og þar koma flottheitin 🙂

T.d. þessi hérna geggjaða mynd sem Guðleif Sunna sendi mér af sínum “glugga”, innblásin af  Gleði, gleði, gleði-póstinum…

702666_10200861235645745_2052928194_n

…og það sem meira er, þá gerði hún sér líka þennan fallega lampa, eftir innblæstri frá Vetur mættur-póstinum…

1396503_10200861235685746_558294785_n

…og svo er það fallegur gluggi frá henni Ingu Rut 🙂

1384381_10201873302167115_32552888_n

…ég sá líka á blogginu Hvítar Rósir og Rómantík að hún bjó til sinn fallega glugga…

IMG_1629

Glæsilegt, takk fyrir að deila þessu með okkur dömur mínar, ég kann virkilega vel að meta það  ♥

4 comments for “Rólegheit og flottheit…

  1. Anna Sigga
    30.10.2013 at 15:01

    Vá hvað gluggarnir eru flottir 🙂 þarf að sparka í rassinn minn …..ég er nebbilega með “aðra hugmynd inspíruð af þessari” 🙂

  2. Anonymous
    30.10.2013 at 15:13

    Yndislegt að fylgjast með því sem þú ert að bardúsa. Allt svo fallegt.
    Kv GUÐRÚN

  3. Anonymous
    01.11.2013 at 16:40

    Alveg frábært að þú ert að safna svona “gömlum” hlutum og líka uppsetningin sem er svo skemmtileg hjá þér (“,)
    Gordjöss innsendu myndirnar, þarf einmitt að fara vinda mér í svona DIY verkefni með innblástur frá þér

  4. Kristjana Henný Axelsdóttir
    04.11.2013 at 21:50

    Yndislegt!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *