…það hefur reyndar áður komið inn (sjá hér) en hins vegar má alltaf endurtaka sinn endrum og sinnum, ekki satt?
Þar sem að ein algengasta spurningin sem að ég fæ, enn í dag, er hvernig ég finn myndirnar þá koma þær upplýsingar hér aftur!
Fyrst og fremst er að finna myndirnar á blessuð kertin. Ég fer bara inn á google, og vel photos, og þar slæ ég inn því sem ég er að leita að, í þessu tilfelli deer winter…
…smelltu hér fyrir vetrarhreindýr….
…smelltu hér fyrir vetraruglur…
…smelltu hér fyrir vetraríkorna…
Síðan þarf að undirbúa myndirnar á kertin…
…sko, ég veit alveg að flestir vita/kunna allt um svona mál. En það er alltaf einhver sem ekki veit og þetta er fyrir þann. Þannig að þú sem ert svo klár í þessu mátt alveg hoppa yfir næstu 10 myndir, díll?
1. Mér finnst þæginlegast að nota bara Word til þess að gera myndirnar tilbúnar á kertin…
2. Síðan er myndin einfaldlega dregin yfir í forritið (eða sótt)…
3. En þá er myndin ekki nógu stór fyrir kertaprentun, þannig að þú smellir á myndina sjálfa og þá sérðu Bleikan flipa efst sem heitir Picture Tools…
4. Þessi mynd sýnir hvernig þú snýrð myndinni, en það er líka hægt að smella á litla græna hringinn sem er fastur við myndina, og draga hana til…
5. Svo með því að setja þetta í Behind Text, þá geturu dregið myndina alveg út í horn, án þess að hafa spássíður…
6. Síðan smelliru á hornið og dregur myndina út þannig að hún fylli upp í blaðið…
7. …og þá lýtur hún svona út…
8. Þá er að fara í File – Print, og velja síðan Printer Properties…
9. Venjulega er valið Text&Image en mér finnst betra að hafa þetta á Photo því þá er betri gæði á myndinni…
10. Svo er bara að ok-a þetta og bíða eftir að hreindýrakrúttið renni úr prentaranum og beint í fangið á þér 🙂
Nota bara venjulegan pappír, ljósritunarpappír og er með Epson bleksprautuprentara (YES-póstur)…
…þið sjáið hérna á blaðinu hvíta rönd allan hringinn…
…ég brýt hana inn og ríf hana svo varlega af, þannig að það kemur svona hrjúfur kanntur allan hringinn, síðan þarft að mæla pappírinn utan um kertið og klippa/rífa af ca 3cm…
…Ég nota Kerzen Potch til þess að líma pappírinn á (keypti í Föndru), og nota litlu svampana og klippi þá í ca 3 hluta. Síðan er að setja vel á allt kertið, og strjúka líka yfir bakhlutann á blaðinu. Eftir að þú ert búin að festa pappírinn á kertið, þá er gott að strjúka nokkrum sinnum yfir pappírinn og kertið með Kerzen Potch…
…kertin hef ég keypt í Ikea, en þar kosta þessi 25cm kerti sem ég notaði í þetta 595kr,
og ég er nokk viss um að það er besta verðið (sjá hér)…
…síðan hef ég bara fundið eitthvað fallegt til þess að skreyta kertið neðst. Það er auðvitað nauðsynlegt að passa upp á eldhættu, en þessi kerti eru stór og því fannst mér öruggt að vera með skraut neðst á þeim…
…og þetta er útkoman…
…fjögur mismunandi kerti, sem að þó eiga saman…
…eins og þið kannski sjáið þá var þetta ójafnt að ofan, óhapp reyndar en ég var alveg að fíla það og leyfði því að standa bara svoleiðis…
…einföld blúnda, demanta/perluprjónn og smá silfurskraut…
…séð nánar…
….blúna, demantaprjónn, og silfurskraut…
…séð nánar…
…gervigrein og demantaprjónn…
…silfurskraut allan hringinn og smá gervigrenigreinn sem ég bætti við, fest með demantaprjónum…
…ég á eftir að prufa að stilla þessu upp á ýmsa vegu, en mér fannst þessi maraþonpóstur vera orðin nógu langur…
…enda er ég komin með þriggja daga skegg að skrifa hann…
…hvernig líst ykkur á svona kerti annars?
Voru þetta ekki ágætis leiðbeiningar?
ps. bætti inn í póstinn myndinni af hreindýrinu:
Takk kærlega fyrir kennsluna,ég er 1 af þeim sem kunna þetta ekki;-( …. Takk fyrir,kíki inn til þín á hverjum degi;-)
Ofboðslega falleg kerti hjá þér ….verð að fara koma prentara í húsið,ég hef verið að nota servíettur….Ég þarf klárlega að græja svona nokkur kerti núna áður en myrkrið tekur alveg yfir 🙂
Algjörlega gekkt !! 😉
Frábært að fá svona idiot-proof leiðbeiningar 🙂 en ertu að nota bara venjulegana ljósritunarpappír ? eða er þetta spes kertapappír ?
Hilsen,
Halla
Bara ljóstritunarpappír, venjulegan 🙂
Takk takk – keypti einmitt svona kerti í síðusut ikea bæjarferð og nú verð ég bara að fara verða mér út um kerta-límið 🙂
Hlakka til að prufa 🙂
Hvar fást svona kerti á besta verðinu?
Ég held að Ikea eigi vinninginn!
http://www.ikea.is/search?utf8=%E2%9C%93&search=fenomen
Hrikalega flott hjá þér 🙂
hvernig prentara ertu með ? ætli það sé betra að vera með Lazerprentar ?
kv Munda
Nú veit ég ekki, ég er bara að nota venjulegan bleksprautuprentara!
þetta er æðislegar leiðbeiningar…. eru þetta kerti úr ikea ?
25cm Fenomen kerti úr Ikea 🙂
Flott kerti og takk fyrir að nenna að gera svona fínar leiðbeiningar.
Þegar þù notar venjulegan pappìr er hann ekki að brenna,ég hef bara notað einhvern spes pappìr
Ég hef bara notað venjulegan pappír en það þarf að setja mjög vel af efninu, Kerzen Potch. Síðan þarf að sjálfsögðu alltaf að vera meðvitaður um þetta allt saman, rétt eins og með öll kerti 🙂
Takk fyrir daling .. ég er ein af þessum tölvufötluðu sem þurfa svona “dummies” leiðbeiningar. En yfir í allt annað … er þetta hvítt fuglabúr sem ég sé þarna í speglinum ???
Elskan mín, þetta er eeeeeeldgamalt 🙂
http://www.skreytumhus.is/?p=2970
Takk fyrir fínar leiðbeiningar! Þá þarf að fara að koma sér í þetta. Mjög flott kerti hjá þér. Brenna þau svo niður og myndin stendur eftir?
Pappírinn myndar hólk sem stendur eftir 🙂
Akkúrat það sem ég þurfti (var samt búin að kíkja á eldri póstinn sem þú bentir mér á) 🙂 Takk fyrir að vera svona yndisleg að deila þessu með okkur!
Ein spurning með Kerzen Potch…ef maður er bara með litla mynd, þarf þá nokkuð að setja það allan hringinn?? Eða er það betra fyrir kertið?
Kv. Margrét Helga
Ef þú settur bara eina litla mynd, þá losnar hún af þegar að kertið fer að brenna að henni. Ég prufaði þetta sjálf og hún bara flagnar af, það er náttúrulega allur pappinn sem að myndar hólk utan um kertið, en ef það er enginn hólkur þá losnar myndin af með tímanum!
Ah…ok…ætla nefnilega að fara að gera svona aðventukransakerti og tölustafirnir sem ég ætla að setja á þau eru náttúrulega ekkert stórir. En minnsta málið að setja allan hringinn 🙂 Takk fyrir þetta!
Takk kærlega fyrir þessar leiðbeiningar, mig hefur lengi langað að prófa þetta en hafði ekki hugmynd um hvernig átti að gera svona. Nú er bara að redda sér efnivið, finna myndir og hefjast handa 🙂
Vá geggjað flott!! Takk fyrir leiðbeiningarnar. Ég er einmitt ein af þeim sem hef ekki prufað þetta en alltaf langað 😉 Nú læt ég verða af því.
Takk fyrir snilldar síðu, hlakka alltaf til að sjá eitthvað nýtt og flott hjá þér
Kærar þakkir fyrir svona frábærar leiðbeiningar, þetta verður framkvæmt i næsta fönduklúbbi, tilvalið til gjafa:) Og síðan alltaf jafn flott hjá þér:)
Frábærar leiðbeiningar hjá þér þetta er bara æði 🙂
Geggjuð kertin hjá þér eins og annað sem þú gerir. Ein spurning, hvar færðu svona “demantaprjóna ?
Kveðja Sigga 🙂
Kærar þakkir fyrir leiðbeiningarnar, alltaf langað að gera svona en ekki vitað hvernig 😉
Kveðja Margrét
Æðislegar leiðbeiningar. Ég sé að ég þarf að fara að fjárfesta í prentara, alveg ómögulegt að eiga ekki einn svoleiðis!
Geggjað að fá svona “for dummies” leiðbeiningar ;o) Sniðugt þetta með pappírinn, hélt maður þyrfti spes pappír í þetta. Hef reyndar notað servíettur og brætt þær á kertin, kemur ágætlega út en líst vel á þessa hugmynd!
Takk æðislegar fyrir þessar leiðbeiningar ! akkúrat sem ég þurfti 😉
Hvar væri ég án ” skreytum hús ” segi ég nú bara :Þ
Alltaf jafn flott hjá þér.
Takk fyrir þetta 🙂
Takk takk fyrir hugulsemina, mjög gagnlegar og flottar leðbeiningar 😉
Ég rakst á smá vandamál þegar ég var að stækka myndir fyrir kertaskreytingu. Það er ágætt að það komi fram að hægt er að velja um mismunandi stórar myndir inn á Google: fara í myndir, ýta á leitarverkfæri og þar undir er hægt að velja td stærð, liti, gerð og fl. Sumar myndir er erftt og/eða ekki hægt að stækka á A-4 blað svo vel fari, til að mynda fallegan hólk utan um kerti. Vona að þessar upplýsingar komi að gagni:)
Takk kærlega fyrir þessar leiðbeiningar. Það er nú alltaf gott að fá svona góðar leiðbeiningar því minnstu smáatriði geta verið flókin!
Enn og aftur TAKK.
Æðislegar leiðbeiningar 🙂 En hefur þú lent í því að blekið renni eitthvað til á myndinni þar sem þú notar blekprentara en ekki laserprentara? Eða skiptir það kannski ekki máli?
Sæl, ég rakst inn á síðuna þína fyrir tilviljun. Æðisleg síða og allt svo dásamlega flott. Ég er með bleksprautuprentara en alltaf þegar ég set límið utan á myndina þá lendi ég í tómum vandræðum því blekið lekur út um allt, og myndin verður einhvern veginn alltaf miklu dekkri. Hvernig gerir þú þetta ef ég má spyrja? Og hvar fær maður svona demantaprjóna og gervigreni til að að setja neðst á kertin? 🙂
þú ert alveg einstök kona takk æðislega fyrir þetta 🙂
Kærar þakkir fyrir góðar leiðbeiningar. 🙂
Takk – ég kunni þetta ekki, frábærar leiðbeiningar!
Frábært hjá þér að setja þessar upplýsíngar inn, geri þetta þegar að ég eignast prentara, Takk 🙂
hvernig breytir þú stærð á myn svo hún passi á kertið ?
hvernig kemur þú í veg fyrir að pappírinn krumpidt þega þú límir þetta á fer alltaf þannig hjá mér er soddan klaufi 🙂