…kæri lesandi!
Ég er búin að vera að hugsa, og pæla, og spá í þessum með gluggann minn.
Eða hurðina hans Paul – fer eftir hvernig við horfum á þetta 🙂
Málið er að mér fannst leiðinlegt hversu mörgum langaði í svona, en gátu ekki fengið. Því settist ég, rétt eins og Bangsímon, bankaði í hausinn minn og sagði: “hugs, hugs, hugs”…
Þá datt mér þessi hérna í hug, sem ég gerði einu sinni (sjá hér), þegar að ég notaði einagrunarlímband til þess að útbúa “franskan” spegil. Það eru liðin 2 ár síðan og sér ekki á límbandinu og spegillinn er enn í uppáhaldi hjá mér…
…því ekki að nota sömu aðferð til þess að útbúa “glugga”?
Eruð þið að sjá hvernig þetta fer?
….jú jú elskurnar mínar, með einangrunarteipi – þá getið þið breytt hvaða ramma sem er í glugga.
Pínu sniðugt, ekki satt?
…þið getið að sjálfsögðu notað ramma sem þið eigið heima hjá ykkur, en ég notast við Virserum rammana frá Ikea (þeir eru mínir uppáhalds þessa dagana), ég notaði stærðina 21x30cm og 40x50cm…
…hinum megin á borðinu hefur bambafamelían loks sameinast, krúttin á þeim…
…einnig finnst mér gaman að stinga ljósaseríunum líka innan í húsin, þá þarf ekki að kveikja á kertum inni í þeim og maður nýtur þeirra enn betur ♥
…sjá þessi krútt!
…en yfir í “glugga” dagsins, þá einfaldlega sneri ég rammanum við þannig að ég horfði aftan á hann. Setti málband á glerið og merkti með smá pennastriki akkurat í miðjuna. Síðan var bara að gæta þess að láta límbandið hitta rétt og þá var þetta komið…
Síðan er auðvitað sleppt að nota bakhliðina og myndirnar eru límdar í köntunum, og í “krossinum”…
…ég var mikið að spá í að setja öðruvísi myndir, einhverjar gamaldags – en ákvað svo að hafa þær í stíl við hinar svo þið ættuð betra með að sjá þetta fyrir ykkur, svona að þetta virkaði allt saman eins…
…ég veit að hinn glugginn er meira fansí og alvöru, en svona á meðan þið leitið – og sérstaklega ef þetta á að vera jólaskraut – þá finnst mér þetta bara fyrirtakslausn, ekki satt..?…ég ætlaði fyrst að “krossa” þennan ramma líka, en fannst hann of lítill í það – þannig að ég brá á það ráð að breikka kantinn með því að setja límbandið allan hringinn, finnst það koma vel út…
…myndirnar eru héðan og þaðan rétt eins og seinast…
…lítill snjóbambi…
…grey rabbinn sér varla út…
…parið saman í skóginum…
…og yndisleg ugla í tré…
…þið sjáið hérna nærmynd af límbandinu þar sem það krossast, og ég verð að segja að ég er alveg sátt við þetta svona…
…hér sést betur hvernig kanturinn er breikkaður…
…þetta er bara vetrar ekki satt?
Ekkert svo jóló?
…kannski smá jóló!
…svo virðuleg þessi elska…
…og könglar eru alltaf velkomnir um leið og hausta tekur , eins og þið kannski munið skv. reglubókinni:
“en skv. 147 grein í Skreytum Hús-skreytingarreglubókinni þá segir:
…og auðvitað kertaljós líka…
…er svo ánægð með að hafa sett myndina ofan í glerboxið með kartoninu á, mér finnst það koma töff út…
…ekki sammála?
…en svona er það þá – við erum ekki með Paul, en kannski bara John og Ringo litla?
…og svo í rökkrinu, þá verður þetta dásamlega kózy ♥
…stemmningin í litla vetrarlandinu…
Ég vildi að ég gæti gefið ykkur öllum hurð, alveg eins og hurðin hans Paul. En þar sem það er ekki hægt þá hugsaði ég í það minnsta upp leið til þess að hver og einn getur útbúið sína týpu.
Þess vegna er þetta handa þér kæri lesandi, því að ég ♥ þig!
Ég er verkjuð! 🙂 Þetta er GEGGJAÐ SMART hjá þér stelpa! Takk fyrir skemmtilegan póst.
kv. Bogga
Þetta er algjört æðii! Nú fer ég að Skoða svolítið sem ég á hérna 🙂 kannski get ég notað það 😀
Takk takk takk takk fyrir frábæra hugmynd 🙂
Kv as
Ég ætla að gera svonaþ Þegar þú segir límband áttu þá við “einangrunarteip” eða ????
Júbbs, einangrunarteip – nema kannski til að líma þetta aftan á, þá má nota bara venjulegt 🙂
Ótrúlega sniðug hugmynd. Ég hef einmitt notað svona hvítt tape til að búa til franska glugga í eldhúsið mitt og í hurðina út á pall. Ég spreyja svo jólamyndir í þá glugga á hverju ári – virkilega kósí og lítið mál 🙂
Þú ert bara snillingur 😉
Algjor snilld! Takk fyrir þetta 🙂
snillingur 😉
Og af hverju var manni ekki búið að detta þetta í hug??? Maður þarf greinilega að hugsa út fyrir kassann…eða hurðina, og inn í rammann 😉
En þá ertu komin með Paul, John og Ringo, en hvað með George???? Hann hlýtur að verða Georgeous 😉
Auðvita, aldrei hefði mér dottið þetta til hugar. Þvílík fallegt hjá þér 🙂
Vá ekkert smá fallegt og hugmyndaflugið maður minn. Takk fyrir að deila með okkur.
Dossa,Dossa,Dossa
þvílík snilld, segi eins og fleiri “af hverju hugsar maður aldrei út fyrir kassann og inn í rammann” 🙂
og að auki ertu að “bjóða” okkur í IKEA ferð 🙂 Getur ekki verið betra
kveðja
Kristín S
p.s. og já ég mun svo sannarlega senda þér póst og myndir þegar að ég er búin að framkvæma verkefnið mitt “inspired by you” 🙂
ohhh ég kemst í svo mikið jólaskap að skoða bloggið þitt… bara yndislegt… kveðja lasarusinn
Þú ert snillingur, ættir að fá medalíu fyrir þetta;-D
Kv. Hrefna.
Glæsilegt!
Snilld, takk fyrir
Algjör snilld
Þú ert alger snillingur. Ég er hér með Billy bókaskáp og á honum er hurð með ramma. Ég geymi matarstell og glös í þessum skáp. Ég er búin að vera að brjóta heilann á mér yfir því hvernig ég geti breytt glerinu þannig að ég komi myndum og ljósum inn í skápinn.
Þarna kom hugmyndin algerlega fullbúin upp í hendurnar á mér.
Takk kærlega fyrir meiriháttar síðu.
Ég hlakka til að sjá meira skemmtilegt frá þér fyrir jólin.
Svakalega ertu sniðug! Mjög sæt rebbamyndin finnst mér. Var annars að velta fyrir mér hvernig þetta lítur út aftan frá. Límirðu myndirnar á glerið eða….?
Lími á glerið, þar sem ekki sést. Undir krossinum og á kantinum.
þetta er frábær hugmynd! takk kærlega 🙂 ætla sko að nýta mér þetta!
Snillinn sem þú ert mín kæra. Sé fyrir mér smá svona herm í náinni framtíð. Knúsar 🙂
Algjört æði hjá þér 🙂
Frábært, TAKK!!!
Glæsilegt 🙂
Ógeðslega sniðugt hjá þér. Kannski maður fari bara að föndra.
En zinc húsin, hvenær ætlar þú að segja okkur frá þeim?
Þarna komstu með það! Þú ert uppáhalds snillingurinn minn í dag 🙂 Mikið hlakka ég til að fara heim og föndra, er með kommóðu í holinu sem má sko alveg punta upp með einhverju skrauti og mér hefur bara ekki dottið neitt í hug. En ég heppin að þér skuli hafa dottið þetta í hug og deilt því með okkur hinum.
Luuuuuv you!
snild snild og aftur snild
Ekkert smá sniðugt að nota teipið til að búa til glugga 😀
HREINASTA SNILLD!!
Glæsilegt…..
Dossa … ÉG ELSKA ÞIG !!!!!
æðislegt!! En hvar færðu þessar fallegu myndir sem þú notar í þetta??
Þú ert algjör snillingur! Ég er strax búin að taka út úr skápnum gamlann ramma sem ég var ekki að nota og gera hann “vetrarlegan” 😉 Takk fyrir að deila þessu 🙂
Í alvöru þú ert alger snillingur kona !
Og það sem Meira er ég hlæ við að lesa föndrið þitt og allt sem þú skrifar:)
Ég er farinn niður í bílskúr með góð ràð í huga!
Þökk sé þér
Kv. Sigga sem þú þekkir ekki neitt 🙂
Takk fyrir Sigga-sem-ég þekki-ekki-neitt-en-kann-svona-asskoti-vel-við 😉