…jæja, here we go!
Vetrarskreytingar eru mál málanna og því ekki eftir neinu að bíða.
Ég fór í smá leiðangur um helgina og kíkti á hvað var komið í búðir, sérstaklega tók ég smá ferð upp í Baushaus þar sem að elskulegur lesandi var búin að benda mér að sérlega Dossu-legir hlutir fengust. Tjaaa, það var engu logið um það og ég gekk út með þessi krútt í poka.
Ég meina það!
Hversu krúttaralegir eru þessir tveir?
…ég held að þessi heiti Vilhjálmur – ekki spyrja mig af hverju, ég bara held það…
…þessi aftari, hmmmm Berti?
…það var meira sem datt í poka í Blómavali.
Ég bara gat ekki skilið þennan eftir þarna, hann var bara svo einmanna og leiddist…
…tók því hann og tvíburabróður hans og ætla að veita þeim báðum gott heimili hérna hjá okkur…
…enda er þetta sætasti kálfur…
…stendur við ný hús en það er seinni tíma póstur…
…en yfir í vetrarskraut…
* tómur bakki
* sæta jólatré síðan 1700 og súrkál
* kertastjakar við hæfi
(afsakið myndgæðin á þessum myndum)
* bæta smá skrauti, sem minnir reyndar smá á jólin, á stjakann
* “dash” af sveppum – líka úr Bauhaus
* gott er að hafa í huga, þegar er verið að raða á svona bakka að setja líka aftar en hæstu hlutina á bakkanum, þá verður viss þrívídd á bakkanum og uppröðunin verður skemmtilegri
* setja smá börk með, og auðvitað bæta við Vilhjálmi og Berta
* setja síðan smá af könglum, og smá snæri
* og krúttukallarnir mínir eru að verða happy með heimili sitt
* þeir eru svo sætir að ég verð svona mússí mússí inni í mér
* ást mín á könglum helst óbreytt á milli ára
…og af því að það vantar eitthvað – eitthvað svona Je ne sais quoi…
* hvítar stjörnur
…og þannig varð til vetrarbakki, smá skreyting til að hafa á borðstofuborðinu…
…krökkunum finnst þessi æðisleg, þau eru heilluð af mjúku íkornunum…
…og þannig var það – á að fá sér íkorn?
Frekar íkorn en líkþorn, ekki satt?
Teir eru ædi! Adeins of kruttlegir 🙂
æði 🙂
Dásamlegt hjá þér eins og alltaf og ég sé að bambaluktin hefur fengið góðan félagsskap
Kveðja Adda
Dossa, ekki drepa mig úr krúttheitum! Þú ert algjörlega með’etta! Ég er farin að búa til eitthvað sem líkist næstum því mögulega því sem þú ert að gera …. með áherzlu á “mögulega”.
Kv, Rannveig Ása
Þetta var sko alveg þess virði að bíða eftir!! Hrikalega flott hjá þér! Verð greinilega að kíkja í Bauhaus og versla mér sveppi og líkþorna…nei ég meina íkorna! 😉
Heldur betur sætir þessir. Hvernig gengur annars fyrir litla fólkið á heimilinu þínu að hemja sig með svona krúttpunt? Á mínu heimili er allt puntið mitt komið í miðjan leik með minni 4ra ára rétt þegar ég hef fundið því góðan stað á sætum bökkum eða hillum 😉
Finnst það reyndar bara krúttlegt og gaman 🙂
ÆÐI… JÁ æði…..
En sætt. Nú langar mig í leiðangur í Bauhaus, sérstaklega til að versla sveppi.
íkornarnir eru æðislegir og bambarnir líka 🙂
Ó þeir eru dásemd. Þeir eru búnir að eignast leikfélaga á nesinu, en ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þá annað en að krútta þá, ég þarf greinilega að kaupa mér bakka…… og trékertastjaka….. og sveppi….. og jólatré…. og köngla….. og snæri…… og hvíta stjörnu 🙂
Æðslegir íkornar og sveppir dreif mig upp í Bauhaus og náði mér í tvo og viti menn sá þar aðra konu líka með íkorna og svepp svo það eru greinilega margir að nýta sér hugmyndina þína bara flottast.
Jemundur minn hvað þetta er krúttaralegt!
Gleður augað og vekur góðar tilfinningar að lesa bloggið þitt. Takk!
Ótrúlega gaman að skoða bloggið þitt. Svo frábærar og fallegar hugmyndir. Annars þá er hálf óhugnalegt hvað við höfum svipaðan stíl! Hrátt, gróft, gamaldags og fallegt og kósý i bland. Elska þetta. Ekkert svart og hvítt æði hér. 🙂