…er alveg ferlega flottur veitingastaður í Hafnarstræti 1-3 í miðbæ Reykjavíkur.
Húsið er oftast nefnt Fálkahúsið og var reist í þremur hlutum ( Miðhluti 1868, austurhluti 1885 og vesturhluti 1907).
Húsið sjálft var friðað 1991.
Ég mæli með því að þið smellið hér, og skoðið myndir af veitingastaðnum sjálfum en í dag langar mig að sýna ykkur efri hæðina…
…ég fékk aðeins að aðstoða við að skreyta smávegis, en þetta er svo fallegt rými að það var lítið sem að þurfti að gera…
…þetta var aðallega að finna nokkra skemmtilega fylgihluti sem að hæfði karakter staðarins og hússins…
…reyndar bættum við líka við þessum æðislega “arinn” en hann skapar rosalega skemmtilega stemmingu í þessu annars gullfallega rými sem nefnist borðstofan…
…við settum líka upp nýjar gardínur…
…og karakter hússins er bara svo fallegur, þessir stóru bitar í loftinu, fallegu ljósin…
…viðarpanillinn á veggjunum…
…blaðsíður úr gamalli bók prýða bakið á skápunum…
…borðstofan er að taka um 24 manns í sæti, og það kostar ekkert að fá salinn – það er bara að kaupa veitingar. Þannig að þetta er alger snilld fyrir hópa…
…ég veit að ég væri t.d. vel til í vinkonuhitting þarna, því að borða góðan mat í svona fallegu umhverfi er veisla fyrir augað og bragðlaukana…
…sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur með dekkuðu borði og hlaðið kræsingum?
…nóg af kertum…
…gefa réttu stemminguna…
…séð inn í borðstofuna…
…og þessir endalaust fallegu gluggar (í miðhlutanum)…
….ohhhhh – endalaust fallegt…
…ég í það minnsta get mælt með þessum stað af öllu hjarta…
…ég meina góður matur og fallegt umhverfi, hvað getur klikkað? 🙂
Eigið yndislegan dag ♥
…og á morgun…
…og jafnvel þessi 🙂
Vá! Geggjað!! Þú hittir í mark eins og svo oft…ok, alltaf 😉
Hlakka svo til að sjá póst morgundagsins, er búin að bíða eftir einhverju vetrar/jóló síðan ég sá myndina frá þér af íkornakrúttunum 🙂
rosa flott 🙂 Hvar fékkstu arininn ? Knúz Edda
Gríðarlega flott allt saman 🙂 ……
Ertu búín að fá þér nýjan lítinn bamba? 😉 hihihi
Kv AS
Dásamlegt og ég mæli líka með því að borða á Uno æðislegur matur þar
Fólk er búið að dásama þessar breytingar út í eitt! Þetta er svo kósý og notalegt 🙂 takk elsku Dossa
Glæsilegt allt saman, virkilegar flottar skreytingar, sérstaklega arininn sem er afskaplega smekklegur. Uno verður klárlega fyrir valinu þegar farið verður á hina árlegu jólatónleika (“,) enda lengi viljað taka út staðinn.