…eru þau orð sem að brúður og brúðgumi fara með á brúðkaupsdaginn.
Hjúskaparheitin:
Nú spyr ég þig, brúðgumi _______________________ er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga ________________________ sem hjá þér stendur? JÁ.
Vilt þú með Guðs hjálp vera henni trúr, elska hana og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera? JÁ.
En ég held að í sumum tilfellum væri það ef til vill rétt að bæta við:
Lofar þú að fara með henni í óteljandi Ikeaferðir, tuðlaust, gegn því að fá pyslu við útganginn. Að bera saman púða og hlusta á “hvort finnst þér þessi flottari eða hinn?”. Að þola breytingar á stíl, skoðunum og mála veggi þegar að þess er óskað! Að jánka breytingum en helst ekki hafa skoðanir á þeim. Amen!
Ok, þetta þarf kannski ekki á öllum heimilum, en Guð veit að þetta þyrfti á sumum heimilum.
Þetta er nefnilega svo mikill línudans oft. Ég veit vel, geri mér fulla grein fyrir, og játa hérmeð að ég breyti oftar en góðu hófi gegnir. En þetta er líka mitt “thing”, þetta er það sem að mér finnst skemmtilegast og er líka bara hobby-ið mitt, sem þýðir að þegar að ég tæmi eldhúsið og byrja upp á neitt, þá er það eins og að golfari taki einn hring (eða hvað sem að golfarar gera).
Ég geri samt ekkert allt sem ég vil, svona skreytingarlega séð! Við erum auðvitað tvö þessu, plús auðvitað krakkar og hundur. Þannig að hjónaherbergið fær t.d. ekki að vera eins mikil blúnda og mér þætti alveg gaman að hafa það (í smá tíma) – hann dregur t.d. mörkin við bleikan lit og mikið blómamynstur…
En þess í stað fæ ég smá útrás fyrir þessa blúndulöngun í herbergi dótturinnar…
…í eldhúsinu fékk ég tækifæri til þess að hvítta smá húsgögn og vera rómó…
…í stofunni er smá svona industrial fílingur með hillunum og því…
…og gangurinn er smá svona rustic…
…þannig að stundum þarf maður ekkert endilega að niðurnjörfa sig við einn stíl og það er um að gera að leika sér 🙂
Ég vona líka að ég sé að ná að láta þetta samt haldast í hendur – því þó að þetta sé ekki eins þá passar það saman.
Svona eins og hjónabandið er, þetta snýst víst allt um málamiðlanir.
Þannig að með þessum pósti langaði mig bara að hvetja ykkur til þess að leika ykkur með stemminguna og “dekorinn” heima hjá ykkur – þetta á nefnilega bara að vera alveg eins og þið viljið hafa það. Það er nefnilega ykkar álit, sem er það eina sem skiptir máli, þegar að upp er staðið!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Vá hvað þessi Ikea klausa þyrfti a.m.k. að vera í hjúskaparsáttmála…kannski má sleppa þeim úr heitunum sjálfum enda líklega erfitt að breyta einhverju svoleiðis…þó má alltaf reyna!