…eru skemmtileg!
Munið eftir þegar að ég sýndi ykkur þessi hérna frá Söstrene Greenes, og þessi hér frá Ikea…
…jæja, ég ákvað að gera eitthvað skemmtilegt með þessi fallegu teip frá Söstrene.
Eins og t.d. þetta sem er eins og málband (sem er alveg uppáhalds)…
…mér finnst þetta gera svoldið mikið fyrir Ribba-hilluna og gera hana aðeins meira svona spes…
…ótrúlega einfalt og auðvelt að breyta…
…og ég gætti þess að láta teipið ná fyrir endann á hillunni svona til þess að það losni síður…
…inni í herberginu hjá dömunni er þessi Bekvam-kryddhilla úr Ikea, sem á sínum tíma var spreyjuð hvít og ég límdi þetta bláa blúnduteip á hana, en núna þá bætti ég við þessu hvíta með gylltu stjörnunum…
…svo ótrúlega fallegt og mér finnst svo gaman að blanda smá gulli inn í herbergið hennar…
…ekki bara kjút?
…þetta er líka svo frábær breyting sem að kostar vel undir 300 kr hvert límband…
…og sjáið bara stóru hilluna?
…auðvelt að setja á, auðvelt að taka af og gefur mikinn svip – sérstaklega í herbergjum sem er mikið af hvítum húsgögnum…
…notaði tvær mismunandi týpur af límbandi á hilluna…
…og skellti svo einni rönd á spegilinn 🙂
…einfaldar lausnir eru oft svo skemmtilegar (eins og þessi hjá YHL – snilld!)
Hafið þið verið að skreyta skemmtilega með svona Washi-teipi, ef svo er þá megið þið endilega deila inni á Facebook eða senda mér myndir á soffiadogg@yahoo.com og ég skal deila með ykkur hinum!
Eigið yndislegan dag ♥
Vá, en sniðugt !! Aldrei myndi mér detta svona í hug 🙂
Þetta er sniðugt og skreytir mikið, ég var einmitt að dunda mér við að setja svona bleikt límband úr Söstrene á glerflöskur undan Starbucks kaffi, flöskurnar á að nota undir perlur í barnaherbergi 🙂
Kveðja Guðrún H.
🙂 Bara skemmtilegt!
Mér finnst mynsturlímbönd ÆÐISLEG, og er með hálfgert æði fyrir þeim! Kemur skemmtilega út að lífga upp á hillurnar með límböndunum 🙂
Sniðug. Uppáhaldið mitt er hillan með málbandslímbandinu.
Bara snild….
Hæ hæ, frábær síða…má ég spyrja hvar þú fékkst lampaseríuna með skermunum sem hangir á speglinum?
Tiger 🙂
Æðislega sniðugt !
Gott að hafa bloggið hjá þér til aðstoðar, er með 2 barnaherbergi og annað er fyrir systur sem eru 5 og 7 ára og ég er alveg hugmyndalaus með hvað ég á að gera fyrir þær 🙂
Svo takk fyrir gott blogg og góðar hugmyndir !
Gott að þetta hjálpar 🙂