Gleði, gleði, gleði…

…verður allsráðandi í þessum pósti.  Svona til þess að bæta fyrir röflið í frúnni í gær (abbsakið, smá meltdown) 🙂  En hjartanlegar þakkir fyrir öll fallegu orðin sem þið senduð mér, ég sver það mér leið eins og ég væri umvafin hópknúsi allan daginn, þar að auki stækkaði hausinn á mér svo við allt þetta hól að ef ég væri að útskrifast sem stúdent núna um helgina, þá þyrfti ég að fara í mælingu fyrir nýrri húfu í dag!

2013-08-26-183913

En yfir í póst dagsins, ég fór í Daz Gutez um daginn og fann þar, þið verðið að umbera orðalagið, ógeðslega skítugan skáp.  Ég sver, þetta er ekki vaninn þarna að sjá svona, en þessi var þannig að ég átti í smá vandræðum með að halda á honum að kassanum því ég vissi ekki hvar ég ætti helst að halda.  Eeeeen, ég vildi þennan skítuga skáp, og ég borgaði fyrir hann 500 spesíur…

2013-08-26-183916

….Paul átti þennan skáp, en Paul fannst greinilega leiðinlegt að þrífa – ég skil það svo sem alveg, en kommon Paul – ertu með ofnæmi fyrir blautum tuskum?  Blautklútum? Ajaxi?

En sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur?

Sjáið þið ekki möguleikann?

2013-08-26-183920

…ég skrúfaði hurðina af, og þreif hana, það var verk 1 – síðan þreif ég hana aftur og aftur, þannig að það var verk 2-11, skápnum sjálfum var hent.  Að því loknu þá spreyjaði ég hurðina gráa (með Montana spreyji frá Slippfélaginu), og síðan var blessaður sandpappírinn mundaður af miklum móð og krafti, og nett pússað yfir nýspreyjaða hurðina (rugludallur sem maður getur verið)…

2013-10-14-184712

…síðan var stokkið í prentarann (YES) og prentaðar út myndirnar í réttum stærðum, réttum fíling, og rétta litnum – allt þarf að koma heim og saman…

2013-10-14-184754

…og þá er það hið hefðbundna TAAAADAAAAAA-móment!

2013-10-15-172234

…ég veit ekki með ykkur en ég svo agalega mikið in luv af þessu ♥

Ég var svo kát þegar að þetta kom heim og saman að það ískraði í mér, það er eitthvað sem að gerist þegar að svona heppnast vel, það er eins og, mmmmmm, uppáhalds tónlistin á háréttum tíma, svona hitatilfinning inni í maganum.  500kr vel varið, að mínu mati 🙂

2013-10-15-172240

…ég ákvað að vera ekki með dýramyndir í öllum gluggum, heldur notaði ég þessa fallegu mynd af talnabandi á einum stað…

2013-10-15-172244

…vetrarfugl í öðrum glugga…

2013-10-15-172245

…síðan var hreindýr í öðrum stóra glugganum…

2013-10-15-172247

…og annað í þeim minni…

2013-10-15-172249

…krúttrassar niðri (hohoho), eins og krúttrassar eru alltaf…

2013-10-15-172253

…og svo demantar hangandi í neðra horninu…

2013-10-15-172254

…þetta er sem sé ekki flóknara en þetta.  Til þess að útbúa þetta þarf:

* Einn skítugan skáp sem Paul átti

*  Útprentaðar myndir (venjulegur A4 pappír)

* Ljósasería, glær með glærri snúru er fallegast að mínu mati

* Límband til þess að festa myndirnar

…þá er þetta útkoman!

2013-10-15-172326

…spegillinn er líka heimalagaður, en meira um hann síðar og almennar eldhúsuppraðanabreytingar 🙂

2013-10-15-172338

…ef þið eruð í einhverjum svipuðum pælingum og treystið ekki á að Paul sendi fleiri skápa í Góða, þá eru t.d. til svipaðar hurðar í Ikea (sjá hér) og ef þið eruð að leita að svona myndum á Google-frænda, þá er sniðugt að slá inn t.d. leitarorðin deer, winter, og smella á photos (sjá hér)….

2013-10-15-172354

…en svona í alvöru, eruð þið ekki skotin í hurðinni minni góðu (Like)?

Hvað voru margar sem að sáu þetta fyrir sér um leið og skáphurðin sást?

Starred Photos204

Póstur uppfærður 17:47 16.10 til þess að bæta myndunum inn í:

107030928615742247_eicrJWyH_c 224968943856879881_hhMfz2CE_c tumblr_lyphpfJyfL1rn7nflo1_400 tumblr_m3rkl79u5v1r1zmcwo1_500 tumblr_mdr71kAahd1rydqpho1_400 tumblr_mea08klg671rbllmfo1_500

Please note that I do not own the copywright to these photos, found via google – source unknown

Post navigation

74 comments for “Gleði, gleði, gleði…

  1. Anonymous
    16.10.2013 at 08:16

    Vel heppnað verkefni hjá þér stelpa 🙂 GLÆSILEGT!
    Mátt alveg segja okkur unnendum þínum hvaða pappír þú notaðir :)Takk.

    kv. Bogga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.10.2013 at 08:18

      Barasta þessi tíbískasti A4-pappír, eins og er í öllum prenturum landsins! 🙂

    • Anonymous
      14.10.2015 at 20:25

      Þú ert algjör snillíngur Soffía, æði að fá skítugan skáp frá pall og gera hann að þessari dásemd,dauðlangar að geta reddað mér svona😊

  2. Berglind bleika
    16.10.2013 at 08:20

    vá vá vá!! Ekkert smá flott hjá þér!!
    Þú ert nú barasta argasti snillingur! 🙂

  3. 16.10.2013 at 08:24

    VÁVÁVÁ, þvílík fegurð, ég er bara ástfanginn! Prentaðirðu myndirnar á venjulegan pappír? Þetta er svo fallegt hjá þér eins og allt sem þú gerir, þú er algjörlega mín fyrirmynd í skreytingum á heimilinu 😀

    kv Ásta

  4. 16.10.2013 at 08:24

    neineineinei……..nú fórstu alveg með þig stelpa !!

    Þvílík snilld ! Hann Paul veit sko ekki af því af hverju hann er að missa 🙂

    Nú eiga glerhurðirnar eftir að seljast upp í Ikea og allt blek í prenta verður uppurið á Íslandinu góða !

    knús í þitt fallega hús

  5. 16.10.2013 at 08:25

    Ohh þetta er bara dásemdin ein 🙂

  6. María
    16.10.2013 at 08:28

    Ég sá þetta sko alls ekki fyrir, ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Þetta er geggjað hjá þér.

  7. 16.10.2013 at 08:28

    Holy moly hvað þetta er fallegt!!!!!!!

  8. Kolbrún
    16.10.2013 at 08:34

    Æðislegur gluggi þetta sýnir bara hvað þú átt að vera stolt af þér. Það vantar sko ekki hugmyndaflugið, frábært.

  9. Greta
    16.10.2013 at 08:37

    Ómæ, þetta er dásemdin ein!

  10. Guðný Ruth
    16.10.2013 at 08:52

    ÓÓóó hvað þetta er fínt!! Þú toppaðir sjálfa þig næstum þarna, þetta er æðislegt!

  11. Gauja
    16.10.2013 at 08:54

    jahérna hér, þetta er dásamleg hurð…. vel gert Paul að henda skápnum

  12. Svava
    16.10.2013 at 08:56

    Vá!!! Æðislegt og frábær hugmynd:)

  13. Margrét Helga
    16.10.2013 at 09:04

    Veistu hvar Paul á heima þannig að maður geti skoppað til hans og rifið niður innréttinguna hjá honum? En glæsilegt hjá þér, eins og svo margt (ok, allt) annað!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:51

      Haha….grey Paul, hjörð af brjáluðum skreytukonum mæta að rífa niður skápana hans 😀

  14. Hjordis
    16.10.2013 at 09:11

    Geggjad! Tu ert snillingur.

    Kv.Hjordis

  15. Hugrún
    16.10.2013 at 09:15

    Æðislegt… og nei ég sá ekki þessa möguleika ….

  16. Silja Hanna Guðmundsdóttir
    16.10.2013 at 09:15

    Vá hvað þetta er ótrúlega flott! 😀
    Algjör dásemd hjá þér!
    Þú ert algjör snillingur og það er svooo ótrúlega gaman að fylgjast með síðunni þinni! Kíki á hverjum degi hingað inn að skoða! 🙂

  17. Birna
    16.10.2013 at 09:28

    VáVá! þetta er æði!
    Ertu til í að henda inn linkinum af sætu krúttunum sem eru neðst, því ég finn ekki myndina af þeim?! það væri æði.. TAKK

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:51

      Þau eru komin inn 🙂

  18. Ragnhildur Ragnarsdóttir
    16.10.2013 at 09:30

    Dásemdin ein. Takk fyrir að sýna okkur.
    Hvaða spraytegund finnst þér koma best út?

  19. Audur
    16.10.2013 at 09:34

    Snillingur 🙂

  20. Guðríður Kristjánsd
    16.10.2013 at 09:53

    Algjör snilld 🙂

  21. Hilda Karen
    16.10.2013 at 10:22

    Gordjöss!

  22. 16.10.2013 at 10:26

    Þetta er æði! Manni langar bara til að fara út og rífa næsta glugga af hjörunum og fara að föndra…snilld 🙂

  23. Svandís J
    16.10.2013 at 10:32

    BRAVÓ!

  24. Vala Dögg
    16.10.2013 at 10:34

    Æðislegt, ég sá fyrir mér eina stóra mynd undir allan gluggann en þetta kemur auðvitað miklu betur út!

    Mætti ég spyrja hvernig hurðin er aftan á, límdiru heilt blað yfir allt og spreyjaðir yfir kannski?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:54

      Aftan á mætast bara blöðin eins og þau eru klippt í gluggana, og fest með venjulegu teipi. Bara eins einfalt og það gerist 🙂

      Ekkert lím og ekkert sprey þar, bara límband. Vil geta skipt út eftir hentugleika.

  25. Edda Björk
    16.10.2013 at 10:46

    Told ya darling 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:56

      Bezzerwizzer 😉

  26. Gunnhildur
    16.10.2013 at 10:49

    Þetta er alveg hreint frábært. Svo flott hjá þér 🙂

  27. Jóna Björg
    16.10.2013 at 10:49

    Aldrei hefði ég séð notkunarmöguleika í svona skáp.. Þetta er svakalega fallegt og vetrar/jólalegt.

    Annars vil ég bara þakka fyrir frábæra síðu hjá þér, æðislegt að skoða allt það fallega sem þú gerir. 🙂

  28. Ída María
    16.10.2013 at 10:51

    algjör snilld allt sem þú gerir, er búin að fylgjast með þér óralengi en held ég hafi aldrei splæst í comment, og svo rekst ég á þig stökusinnum í hirðinum 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:56

      Takk fyrir að splæsa í kommentið, kann að meta það 🙂 og endilega segðu bara hæ næst í þeim Góða!

  29. Sigrún Arna
    16.10.2013 at 10:58

    Þvílík dásemd sem þetta er 🙂

  30. Guðrún H
    16.10.2013 at 11:00

    Jedúdda mía hvað þetta er fallegt hjá þér.

    Kveðja Gurðún H.

  31. Ása
    16.10.2013 at 11:02

    Þetta er æði…
    Ég verð bara að fara að láta verða af því að klára hurðirnar litlu þrjár sem ég hirti úr ruslinu um daginn…

  32. Lind
    16.10.2013 at 11:39

    Vá hvað þetta er glæsilegt! Ég vil eignast svona hurð!! 🙂
    Elska að skoða bloggið þitt 😉

  33. Guðrún
    16.10.2013 at 11:50

    Meiriháttar flott eins og þú sjálf og allt sem þú gerir held ég bara :-)Takk fyrir að deila.

  34. Sigrún
    16.10.2013 at 11:53

    Snilldin ein, þú ert ótrúleg 😉

  35. Berglind H
    16.10.2013 at 11:59

    Vá !!! Þú ert sannkallaður töframaður.. eða þú veist töfrakona 🙂

  36. 16.10.2013 at 12:12

    Nú er ég orðlaus, þessi hurð er hrein dásemd!

  37. Gurrý
    16.10.2013 at 13:01

    Ég heyrði tónlist í huganum þegar ég sá hurðina tilbúna, algjörlega gordjöss…ja ef hann Paul bara vissi 🙂 þá hefði hann kannski ekki hent skápnum hehe

  38. Fríða
    16.10.2013 at 13:10

    Algjör snilld. Takk fyrir yndislegt blogg. Hvaða lit notaðir þú á rammann?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:57

      Montana sprey, grátt að lit og heitir að mig minnir Cement!
      Fæst í Litalandi.

  39. Maggan
    16.10.2013 at 13:13

    Þetta er alveg snilld hjá þér að vanda 🙂

  40. Vaka
    16.10.2013 at 13:27

    Ótrúlega flott – takk fyrir skemmtilegt blogg 🙂

  41. Dóra
    16.10.2013 at 13:45

    Þú ert klárlaga þe’etta !…. þarf ekki fleiri orð um það !

    Tack så mycket 😉

    • Dóra
      16.10.2013 at 13:47

      klárlega með’etta átti þetta að vera 😉

      smá ADHD………:D

  42. Sigga Maja
    16.10.2013 at 14:01

    Glæsilegt. Oft verið að spá í svona glugga fyrir ramma en aldrei fattað að fara bara í Ikea og kaupa þá. Gegnum tíðina,röflað að það vanti svona “sölur með notaða gamla gugga og hurðir”. Mitt hugmyndaflug er s.s. ekki á flugi.

  43. Kristjana Henný Axelsdóttir
    16.10.2013 at 16:40

    Vá!!! Sjaldan séð aðra eins dýrð!! Algjört augnakonfekt ;o) Love it!!

  44. Kristín S
    16.10.2013 at 17:01

    Þvílík súpersnilld og nú fékk ég lausn á hugmynd sem ég er búin að vera að burðast með hvernig ég eigi að leysa 🙂
    Eins gott að rjúka í IKEA og redda hurð áður en að hún verður uppseld hehehe

    glæsilegt hjá þér og virkilega vel varinn “jón sigurðsson”

    kveðja
    Kristín S

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:58

      Ég vil sjá mynd þegar þú ert búin að útfæra þína hugmynd 😉 Spennó!

  45. Helena
    16.10.2013 at 17:08

    Geggjaðu eins og allt sem þú kemur nálægt 🙂

    Knús,
    Helena

  46. Gunnhildur Eymarsdóttir
    16.10.2013 at 17:22

    Geðveikt flott hjá þér!!!

  47. Inga Dögg
    16.10.2013 at 17:28

    Þvílík endalaus snilld 🙂 Love it

  48. Kolla
    16.10.2013 at 18:23

    Þvílíkt flott,þú ert snillingur. Eins og ég hef sagt áður,vildi að èg hefði helminginn af hugmyndafluginu þínu.

  49. Hrefna Björg Tryggvadóttir
    16.10.2013 at 18:52

    Þetta er gullfallegt! Þú ættir að fá gullmedalíu í gera DIY! Svo ótrúlega fallegt hjá þér þú þarna snillingur 🙂

  50. svava Þórey
    16.10.2013 at 19:00

    Jeminn eini ég er ástfangin af þessu hjá þér, og sé svosem alveg fyrir mér skápinn með hurðinni á. Algerlega væri ég til í að hitta þennan Paul og fá hjá honum skáp, jafnvel þó ég þyrfti að borga fyrir hann 1000 kr.
    Þetta er DÁSAMLEGT.

  51. Svava
    16.10.2013 at 19:37

    Vá mér finnst þú svo ótrúlega sniðug:) Þetta er rosalega flott og gefur manni alveg hlýju í hjartað 🙂

  52. Guðný Viðarsdóttir
    16.10.2013 at 20:02

    Snillingur ertu frænka 🙂
    Nei, mér datt ekki í hug hvað yrði úr þessum skáp hjá þér en hugmyndaflugið sem þú hefur er ótrúlegt og þetta er svo fallegt.
    Allt sem þú gerir er svo bjart og fallegt og ljósið umvefur þig <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2013 at 19:59

      Awwwww – takk fyrir <3

  53. Sigga
    16.10.2013 at 21:44

    Meiriháttar flott hjá þér, takk fyrir að sýna okkur 🙂

  54. Anonymous
    16.10.2013 at 21:49

    Dásamlegur pósturinn þinn og hugmyndaflugið hjá þér!! Stórkostlega flott:-)
    Kveðja GUÐRÙN

  55. Auður
    16.10.2013 at 22:01

    Vá, þetta er æðislegt hjá þér !!!

  56. Lóa
    17.10.2013 at 09:05

    Veistu að þetta er snilld þvílíkt sem þetta er flott og myndirnar eru ææææði til hamingju með enn eitt verkið elska að skoða hjá þér bloggið aldrei að hætta haha 😉

  57. Anonymous
    17.10.2013 at 13:38

    Já sæll,eru engin takmörk fyrir hugmyndum hjá ungu frúnni? Þetta er þvílíkt glæsilegt.

  58. Anna Kristín
    17.10.2013 at 17:55

    SNILLINGUR!

  59. Kristin Gunnarsdottir
    26.09.2014 at 08:37

    Þetta er bara geggjað hjá þér, vantar svo hreyndýramyndir en á ekki prentara, þarf að fá mér ymislegt gamalt og gera upp, þú ert algjör snillýngur stelpa, svo margt sem að ég vildi kaupa á 500 kr og laga 🙂

  60. Berglind
    02.11.2014 at 21:53

    Þetta er það fallegasta sem ég hef séð!!!! Kemur manni alveg í vetrar/jóla hamingjusamlega fílinginn

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.11.2014 at 23:26

      Awwwwwwww 🙂

      Gaman að heyra svona!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *