…oh men! Það er ekki eins og það hafi vantað ástæður til þess að fá mig til þess að fara í Ikea. Ég fer þangað algjörlega ótilneydd 🙂
Í seinustu ferð minni var ég á hraðleið út, komin í gegnum Skreytingadeildina og ætlaði að stökkva í gegnum lagerinn og hlaupa út, þegar að ég snarstöðvaðist. Ímyndið ykkur svo bara manneskju sem stendur og starir, með munninn opinn – mjög fínt!
Haldið ekki að það sé komin pappírsdeild í Ikea-ð mitt, jemundur minn og hvílík fegurð!
Ég átti pínu erfitt með mig, að velja ekki allt, skiljiði!
Best að deila því sem datt í körfuna mína, alveg óvart elskan mín, þetta voru bara helstu nauðsynjar!
Gjafapappír!
…ég meina það sko, hafið þið séð krúttaralegri pappír?
Það sem meira er, hann er þykkur og og það eru 5m á rúllunni…
…síðan er líka til svona dásemdar LOVE-pappír, og alls konar fleiri týpur og litir…
…þessi gæti til dæmis verið geggjaður í bakhlið á skáp eða hillu í unglingaherbergi…
…nú svo er auðvitað alls konar flott teip, þessi þunni flottu skrautteip…
…og merkimiðar, maður minn, hvað þeir eru flottir…
…hér sést aftan á Love-miðana…
…þessir eru uppáhalds, 115kr fyrir 10 stk.
Frábærir til þess að merkja t.d. kassa í skrifstofum eða krakkaherbergi…
…og svo má fá þetta í alls konar fallegum litum, ég fór beint í blámann minn…
…mér fannst þessi krassblöð æði, maður þarf alltaf svona og þessir eru sætastir í heimi…
…sko sjáið bara…
…ohhhh…svo voru þessir gjafapokar – þrír saman á 695kr …
…og svo endalaust fallegir…
…og minnisbækur – UGLA!
…litirnir eru svo flottir…
…og ég þurfti nauðsynlega báðar því að þær eru ekki jafnstórar, jú sí…
…og þessi fyrir uppskriftir til dæmis…
…minnismiðar með segli á bakinu, til að festa á ísskápinn…
…þessir eru líka snilld, geta staðið á borði og tekið við daglegum listaverkum barnanna…
…en svo er líka hægt að hengja þetta á veggi í barnaherbergjum og þá er hægt að skipta reglulega út…
…svo flottar bréfaklemmur…
…litlir pompoms…
…til að skreyta pakka og þessar háttar 🙂
…og pompoms í glugga…
…en þið hélduð ekkert að ég hefði bara verið að kaupa og ekkert meir?
T.d. límbandið fallega, geggjað á kerti…
…og ef við bætum við merkimiðunum og notum alls konar stjaka…
…þá er þetta bara “aðventukrans”…
…og kertin verða bara sæt með smá svona skrauterí-i…
…LOVE it…
…og eins og áður sagði, þá eru þessir miðar bara snilld!
…ég sagði ykkur að pappírinn væri sætur í ramma…
…endalaust krúttaralegur…
…Lilli Klifurmúr og Bangsapabbi…
…Mikki Refur og uglan…
…ekki bara sætt? Vissuð þið af pappírshorninu?
Síðan á ég eftir að gera alls konar skemmtilegt meira, og leyfi ykkur að fylgjast með 🙂
Nú ef þið viljið kíkja í pappírshornið hjá Ikea, þá smellið þið hér!
Vá hvað er mikið sniðugt og flott!
Æði 🙂
Þau hjá IKEA eru alveg með þetta 😉
Vá þetta eru æðislegar vörur og þú auðvitað bara snillingur að nota þær 😉
Ég ætla að vona að þú sért komin með prósentudíl hjá Ikea því honey … ég get lofað þér því að þetta sem þú ert að sýna hér verður orðið uppselt fyrir helgi 😉
Ég er aðeins búin að kíkja í hornið hjá þeim og það var svo margt fínt en ég ákvað að mig vantaði ekkert þarna.
Hefðir þú keypt þetta allt ef þú hefðir ekki bloggið?
Hmmm….ég hefði alltaf keypt merkimiðana. Þeir eru snilld! Pappírinn, þessi með dýrunum, kæmi með mér heim sama hvað – það er bara gott að eiga gjafapappír fyrir krakkaafmæli sem eru alltaf að skella á. Pompoms í loftið, því að mér fannst litirnir æðislegir.
Borðar eru alltaf í notkun.
Þessir hlutir hefðu komið með heim, blogg eða blogglaus 🙂
OK, komin með bíllyklanna í hendina og er farin í Ikea.
Kv.
Sigga Maja
Nenniru að fá þér eina pylsu fyrir mig, og kók, og ís 🙂
æðislegt
farin í IKEA……. bæ
Össss…þú þarft ekki að kaupa fyrir mig pyslu, ég er södd 🙂
hahaha