…haldið ekki bara að ég hafi klikkað á fyrir-myndinni í þetta sinn. Klúður!
Þannig er mál með vexti að þegar ég gerði herbergi M þá fannst bróður hennar illa að sér vegið, hvar var hans meikóver? 😉
Þannig að við gerum litlar breytingar, færa rúm – hengja upp myndir og raða, svona rétt til þess að “klára” hans herbergi.
…þið sem lesið bloggið reglulega kannist kannski við gardínurnar úr strákaherbergi B, en þær eru alveg jafnflottar hérna…
…rúmið var áður við vegginn, en ekki undir glugganum. Við færðum það og fengum þá meira gólfpláss til þess að leika sér á…
…hillurnar voru festar á vegginn, áður en ég kom á svæðið, til þess að hafa pláss fyrir dótakassa undir þeim. Sniðug lausn!
…síðan er alltaf spurning um að raða svoldið fallega upp og leyfa hlutunum sem til eru að njóta sín…
…þessar Burken glerkrukkur úr eldhúsdeildinni í Ikea eru snilld fyrir litla menn sem að safna að sér alls konar góssi sem þarf að koma fyrir 🙂
…fyrir var á veggnum þessi flotti tígrisdýrahaus, en við bættum við römmum, svona til þess að mynda smá grúbbu – auðvitað!
…þessi er í uppáhaldi hjá mér, ég tók blaðsíðu úr gamalli landakortabók og prentaði beint á síðuna nafn unga mannsins…
…við keyptum sæta poka í Söstrene Grenes fyrir bangsa eða annað smá dót…
…yndislega skemmtileg hugmynd!
Þetta er bók um litla manninn sem að amma hans útbjó og gaf honum í jólagjöf, þvílíkt sætt!
…við endann á rúminu komum við fyrir dótakassa með öllu stóra dótinu, sem að ekki kemst fyrir annar staðar, t.d. sverð og aðrar slíkar nauðsynjar…
…höfrungurinn að hvíla sig, en takið eftir risaeðluhausnum sem gægjist á bakvið gardínuna…
…pokarnir eru snilld fyrir litla góssið – flokka flokka flokka – um það snýst þetta til að ná stjórn á krakkaherbergjum…
…babúskan kominn á heiðurssess…
…um að gera að hengja um smá skraut í gluggum, nota eitthvað sem til er…
…þetta flotta listaverk, þarna í horninu, er dreki. Bara ef þið skilduð ekki sjá það í hvelli 🙂
…svona fór það þá 🙂
Annað strákaherbergi í vikunni og spennandi nýjung á morgun!
Takk kærlega fyrir öll like-in á seinasta póst, 79 like í stað þess að stundum eru þau bara 2.
Hjartans þakkir, ég kann að meta ykkur ♥
Glæsilegt! Er einmitt að sanka að mér hugmyndum um strákaherbergi. Stefnir í flutninga eftir tæpt ár (má maður skipuleggja 😉 ) og þá langar mig að gera eitthvað sniðugt fyrir gaurana mína. Annað herbergið er reyndar langt og frekar mjótt og þar að auki undir súð, þannig að það væri áskorun 😉 Ef þú hefur einhverjar hugmyndir eða ráð varðandi svoleiðis herbergi þá máttu láta mig vita 😉
Flott hjá þér 🙂
Fallegt herbergi,þessar gardínur er hrikalega fallegar og gera mjög mikið. Verður gaman að sjá nýjungar á morgun og fer svo ekki að koma jól á að snjóa á okkur á morgun svo það má nú fara að jóla er það ekki 😉
Flott herbergi!
Hvar fékkstu þessar gardínur? Þær yrðu flottar í herbergin hjá gaurunum mínum!
Varðandi gardínurnar, þá er hér copy/paste úr strákaherbergi B, sem linkað er í:
…þetta dásemdarefni fékkst í Z-brautir og Gluggatjöld, það er svo flott að það ætti næstum að vera ólöglegt!
Litirnir eru geggjaðir og þar sem að það er ekki einfalt að finna eitthvað flott sem hentar í strákaherbergi þá var það bara eins og himnarnir hefðu opnast, englakór hóf upp raust sína og efnið var sent niður, í sérpöntun fyrir okkur, í fangi feitra básúnuengla……með krullur og spékoppa í rasskinnunum.
Way to go mom!!! Það sem meira er, húsmóðirin saumaði sjálf þessa dásemd, og sagði það vera sérlega einfalt og skemmtilegt að sauma efni sem eru með lengdarbaugum á hohoho!
Vá – langar að vita hvaðan gardínurnar eru og þetta undursamlega flugvélaljós?!? 🙂
…þetta dásemdarefni fékkst í Z-brautir og Gluggatjöld, það er svo flott að það ætti næstum að vera ólöglegt!
Skal kanna með ljósið og láta vita 🙂
Birna, ljósið er úr Ilva.
Aldrei þessu vant sé ég ekkert sem ég heillast af
Snild, þarf einmitt að fara græja tvö strákaherbergi og er í vandræðum með það. Ég fílaði þetta herbergi. það er takmarkað krúttað hægt að gera þegar töffarinn er orðin 4 ára hjá mér 🙂
Flott, eins og við er að búast af þér. Gardínurnar eru æðis 🙂
Mig minnir að í leiðbeiningunum með þessari hillu sem var hengd þarna uppá vegg, standi að það megi ekki. En hvernig gerðuð þið það? Mér finnst þetta mega sniðugt og langar að gera svona í herberginu hjá mínum peyja 😉 Væri til í að vita hvernig væri best að gera það…
Þetta er allt voða smart, eins og venjulega! 😉 Snilli!
Við fórum bara og fengum festingar í IKEA. Æðislegt að geta hengt hillurnar upp og fá gólfpláss fyrir dótakassa í svona litlu herbergi 🙂
Rosa flott alltaf hjá þér, en veistu hvar þau keyptu þennan tígrisdýrahaus?? 🙂
Tígrishausinn er úr ólátagarði 🙂
Hvar fær maður Flugvélaljós?
Sæl Guðbjörg,
ég hef því miður ekki séð þau neins staðar undanfarið 🙂
kv.Soffia