…því það má alltaf bæta, breyta og skreyta – ekki satt?
Ég fór með vinkonu minni í bæinn núna í vikunni og við spókuðum okkur um. Fórum náttúrulega í þann Góða, en líka Smáralindina og þar tókum við hinn hefðbundna hring í Söstrene Grenes. Hafið þið kíkt þangað nýlega?
Búðin er alveg smekkfull af undursamlegu góssi, eins og boxin sem ég sýndi ykkur í gær…
…síðan var meir!
Viljið þið sjá meira?
…ég fékk þessar æðislegu körfur þar líka. Mér finnst þær frábærar í barnaherbergi, sérstaklega í strákaherbergin…
…þær voru líka til í svörtu og í gráu, væru líka flottar hangandi á snögum í strákaherbergi.
Svo flott handföngin á pokunum…
…en það var ekki allt!
Í Söstrene Grene fékk ég líka þennan krúttaralega broddgaltapúða, svoddan dúllurass….
…þið náttúrulega sjáið bara, hann er ómótstæðilegur…
…passar fínt með þvottabjarnapúðanum sem kemur frá Land of Nod, og svo fékk litli maðurinn fyrr í sumar, frá útlönfum, þennanyndislega þvottabjarnabangsa, og ber hann nafnið Kúri Þvottabjörn – og það þarf alltaf að segja fullt nafn, Kúri Þvottabjörn…
…eins og þið sjáið þá er bara eins og litli kallinn minn búi út í skógi 🙂
…og allir saman nú: awwwwwww…
…ég fékk mér líka eins svona kröfu í þvottahúsið, og hún tekur á móti einstæðum sokkum sem að syrgja félaga sinn…
…annars er ég aðeins að breyta inni hjá litla manninum…
…meira um það síðar.
En á morgun ætla ég að sýna ykkur restina af góssinu úr Grenes!
Va geggjad! Held ad madur turfi ad gera ser ferd tangad vid fyrsta tækifæri 😉
Kv.Hjordis
Váa þetta er æði! En hvar fékkstu fánalengjurnar sem hanga í glugganum 🙂
Telma, fánalengjan er frá Land of Nod:
http://www.landofnod.com/patterned-pennants-fabric-garland/s420568
Awww hvað púðinn er sætur, en þvottabjörninn…ég á bara ekki orð…langar svoooo í hann 😉
Söstrene eru flottar, sniðug lausnin fyrir staka sokka, er nýbyrjuð að upplifa það vandamál, þó hefur fækkað um 2 börn á heimilinu 🙁
Boxin finnst mér æði 🙂
Og snillingur að finna skreytirí fyrir einstæða sokka…only you my dear 😉
Sæl
Hvað heitir liturinn þessi grábrúni á veggnum finnst hann æði.
kv Ursula