…er ein af þessum fallegu búðum á Selfossi. Þið vitið þessum búðum sem láta mann langa í barasta allt sem er í hillunum. Ég átti þarna leið hjá í ágúst, og var alltaf á leiðinni að setja inn myndir en einhvern veginn þá hljóp tíminn frá mér, þið vitið hvernig þetta er! En í það minnsta, hér fáið þið að sjá myndir og ef þið viljið sjá það nýjasta hjá þeim þá er Facebook-síðan hér og heimasíðan hér.
Hættum nú þessu masi og leyfum myndunum að tala…
…enda sýna þær svo ekki sé um að villast að þarna er nóg af alls konar fallegu góssi…
…litlum og stórum tinhúsum…
…alls konar hengiluktir…
…love is all you need – yes indeed…
…María mætt á svæðið, eða einhver náskyld frænka hennar…
…þessar fannst mér æði…
…litlar sætar könnur…
…awwwww, þessi þyrfti að vera með gömlum brjóstsykri…
…æðislega sprittkertaglös, og gætu orðið dásamlegir eggjabikarar t.d. á páskum…
…smjööööööööööör…
…þessar eru líka æðislegar…
…nóg úrval af snögum…
…gordjöss…
…já takk, ein af hverri gerð…
…glerbox…
…alls konar fallegar flöskur…
…ég þekki nokkrar blúndukonur sem myndu kunna að meta þetta…
…bakkar…
…1-2 skilti…
…svo fallegir…
…þessar fannst mér ótrúlega fallegar…
…hey, ég á svona…
…og litlar gínur…
…þið vitið það þá! Ef þið eigið leið um Selfoss, þá er þetta án vafa einn af stöðum sem að þið þurfið að koma við á.
Annars segi ég bara, eigið góðan dag og knúsar 🙂
Aldeilis Dossuleg búð!! Mjög flott 🙂
Elska þessa búð og sakna hennar úr höfuðborginni, veit samt að kortið mitt er pínu fegið að hún flutti svona “langt” í burtu. Keyrði hringinn í kringum landið í sumar og hlakkaði mest til að koma við þarna, byrjaði ferðina í þessari búð á Selfossi og hringinn í kringum landið drösslaði ég alls kyns brothættri dásemd, samferðamönnum mínum til mikilla ama hahahaha.
Hef svo oft skoðað netsíðuna þeirra…þessar myndir hjá þér sýna mér bara enn betur fram á það að mig langar í þessa búð!!! (og helst að tæma hana)…skyldustopp þegar maður fer á Selfoss…
Veistu ég dvaldi lengi við sumar myndirnar….grúska aðeins í þeim…sé mjög eftir því að hafa ekki rennt þarna við þegar eg var í borginni í sumar 🙁
Maður þarf lika góðan tima og vera helst einn a ferð…meina engin börn, ekki satt? 🙂
Kv AS
Oohh mæhh geggjud bud! Ta veit eg hvert eg tarf ad kikja I næstu klakaheimsokn 😉
Meiriháttar flott búð 🙂
Tengdasonur minn er ekki enn búin að komast yfir sjokkið sem hann fékk í sumar, þegar ég bauð honum og börnunum mínum í bíltúr austur fyrir fjall og skaust inn í Elvítu í klukkutíma í leiðinni. Að keyra langar leiðir til að kaupa dót!!! ha ha