…í bland við það nýja!
Vitið þið hvað ég gerði? Ég breytti inni hjá dótturinni, enn og aftur 🙂
Mig langaði svo að bæta nokkrum svona vintage hlutum inn í rýmið, eins og t.d myndinni sem hangir á vegginum núna og hékk áður uppi á vegg á æskuheimili mömmu minnar…
…og þessum dásemdardúkkuvagni, sem að Daz Gutez fleytti í átt að mér um daginn…
…rúmið komið afur á upprunalegan stað…
…og jú svissaði yfir í teppi sem ég hef áður notað fyrir utan hjá okkur, svo fallegt…
…talandi um vintage þá setti ég líka inn þessa gömlu ferðatösku, og í henni eru dúkkuföt…
…og eins breytti ég aðeins myndagrúbbunni…
…önnur ástæða fyrir breytingunni var sú að ég gaf gömlu hilluna inni á Facebook, þessa hér…
…af því að ég fann þessa hérna, einnig í gamla Góða. Þessi er mun stærri og mig vantaði að koma betur fyrir Pet Shop húsunum og dóterí-i…
…smá svona detail-ar í hillunum…
…eins og þessi krúttaralegi litli fugl…
…og töskurnar geyma alls konar smádót…
…það fyndna er að ég fattaði bara að ég er búin að snúa einu sinni áður inni í herberginu, án þess að sýna það – en þið getið séð þessa mynd til að reyna að átta ykkur á þessu öllu saman 🙂
…en í dag þá erum við hér…
…bætti litlum glerfiðrildum á vegginn…
…liltum vængjum, af því að þeir eru bara sætir…
…ungbarnaskór af litlu ungfrúnni bundnir saman og hengdir yfir nagla, og hann síðan falinn með hárblómi sem ég festi í bandið – einfalt en fallegt…
…annað hárblóm notað sem skraut…
…og fleiri hárblóm skreyta skerminn – um að gera að nýta það sem til er…
…krúttaralegasta perluarmband í heimi með litlum sveppi á…
…og stórir sveppir með engum perluarmböndum…
…awww #1…
…þegar að stúlkur eiga svona gordjöss kjóla, þá er bara ólöglegt að setja þá inn í skáp, það er bara þannig…
…awww #2 bambahálsmen…
…þessa bjó hún sjálf til í skólanum, stúlkan er smekkmanneskja á fugla…
…pokarnir góðu standa alltaf fyrir sínu, og geyma endalaust af böngsum…
…nei sko, þetta er á sínum stað og óhreyft – sko, ég get alveg verið til friðs…
…gamla prentarahillan mín fékk að koma í heimsókn…
…og nærmynd af gömlu, gömlu myndinni…
…en dúkkuvagninn er mikið uppáhalds, hvað finnst ykkur?
…ég vona að þið eigið yndælis dag, í þessu leiðinda veðri sem er núna. Það er um að gera að kveikja á kertum, kúra sig í sófahorni og breiða teppi yfir sig, svona um leið og færi gefst til 🙂
p.s. Eruð þið alveg búnar að gefast upp á rugluðu konunni sem að breytir herberginu hjá dóttur sinni 4 sinnum á ári, að lágmarki!
Jiii hvað þetta er allt saman yndislegt 🙂 Ég er löngu hætt að reyna að breyta inni hjá stelpunum mínum, enda bara ekki hægt…lítið herbergi, stór koja og enginn veggur heill (2 gluggar, 2 hurðir og stór ofn). En á meðan nýt ég þess bara að kíkja á dásamlegheitin hjá þér !
Þarf alveg að fá þennan vagn einhverntíman lánaðan sem props í myndatöku 😉
knúseríhús….NY á eftir !!
Kristín krútt
Þetta er draumastelpuherbergi!! Æðislegt!
Má ég spyrja þig hvar þú komst yfir ferðatöskuna, èg er nefninlega einmitt að leita að svona gamalli ferðatösku fyrir smá verkefni?
Takk fyrir Kristín, og takk María!
Þessa tösku, ásamt 2 öðrum, gaf vinkona mín mér. Var að taka til á háalofti hjá tengdaforeldrum sínum. En ég hef líka fundið gamlar töskur, af og til, í Góða Hirðinum 🙂
Vá ædi! Alltaf svo fvel heppnadar breytingar hja ter. Dukkuvagninn er bara geggjadur.
Kv.Hjordis
Vá hvað herbergi hjá dóttlunni er fallegt 🙂 heppin hún að eiga mömmu sem nennir að breyta 4 sinnum á ári 🙂 Alltaf svo dásamlegt að skoða þessa síðu hjá þér.
Alltaf jafn gaman að skoða hjá þér, bara yndislegt 🙂
yndislegt herbergi… og dúkkuvagninn er mjög fallegur
Alltaf jafn gaman að sjá hvað þú ert að bralla verð alltaf jafn heilluð og langar að fara að breyta til.
Hver lætur frá sér aðra eins fegurð eins og þessi dúkkuvagn er. Heppni að hann komst í hendurnar á þér, þar sem hann fær að njóta sín 🙂
Fallegt herbergi, vagninn er æðislegur og gamla myndin líka. Margir fallegir hlutir, sérstaklega hrifin af skrifborðinu. Væri nú gaman að fá þig til að gera svona final touch á herbergi stelpna minna, þær eiga mjög stór herbergi, vantar þessi kósýheit.
Bara senda skiló mín kæra 😉
Fallegt herbergi 🙂 Hvar fékkstu skrifborðið? Vantar hrikalega svona eitt lítið og nett.
Takk Agata, skrifborðið fékkst í Húsi Fiðrildanna, yndisleg búð <3 kíktu bara á þær á Facebook - https://www.facebook.com/pages/H%C3%BAs-Fi%C3%B0rildanna/104071719685553?ref=br_tf
Mikið er gaman að sjá myndirnar. Flott herbergi.
Váá….flott eins og alltaf…get ekki breytt svona oft hjá syni minum…en þegar hann fær stærra herbergið þá veit ég hvert ég leita til að fa hugmyndir 😉
Kv As
Fallegt,fallegt og fallegt
Leyfi mér að segja að þetta sé fallegasta stelpuherbergí norðan Alpafjalla… og ég meinaða!
Dásamlega fallegt og dúkkuvagninn yndisfagur 🙂
hvar fékkstu pífulakið ?
Hæ Harpa,
Þetta pífulak er úr Target og dúkkustóllinn er frá USA, þannig að þetta er víst bæði útlendisdóterí 🙂
og dúkku matarstólinn?
Herbergið er dásamlegt, finnst vera svo mikið værð yfir því þegar maður skoðar það 🙂 Má ég forvitnast hvaða litur er á veggjunum og eins hvaðan bangsapokarnir eru?
Kærar þakkir Helga,
Mosagrænn í dömuherbergi:
Kópal innimálning gljástig 10, S2010-G50Y
Pokarnir eru síðan frá Pottery Barn Kids og þar er hægt að láta sauma svona texta í þá..
http://www.potterybarnkids.com/search/results.html?words=harper+canvas&cm_sp=OnsiteSearch-_-GlobalNav-_-Button&type-ahead-viewset=ecom
kv.Soffia
Sæl Dossa, mig langar svo til að vita hvar þú fékkst skrautið sem er framan á bókahillunni, blómið og krúsídúllurnar? Er að gera upp skáp og langar svo til að skreyta hann aðeins 🙂
Sæl Sigga Rósa 🙂
Þetta er bara svona pappamassi úr Föndru á Dalveginum: http://www.skreytumhus.is/?p=17043
Sæl stelpuherbergin hjá þér eru hreint æðisleg, LOVE IT !!! Langar svo að vita hvar fékkstu pífulök á rúmin úr IKEA ???? Kveðja Ágústa
Sæl Ágústa og takk fyrir hrósið 🙂
Pífulakið er frá Target í USA, það er í fullri stærð en ég bara “feika” það undir lakinu 😉 Hljómar eitthvað illa, en svona er það víst!