Yndisleg endurvinnsla…

….eða hvað haldið þið?

Ég setti inn póstinn með myndum úr Góða á föstudaginn.
Á föstudagskvöld berst mér síðan póstur frá henni Sunnu.
Ég fékk góðfúslegt leyfi frá henni til þess að birta póstinn hennar:

2013-09-19-161434

Sæl Soffía og takk fyrir frábæra síðu 🙂

Langaði bara að sýna þér áhrifin sem þú hefur 🙂 Ég fór í Góða í gær og kom tómhent út (eins og alltaf), kíkti svo á síðuna þína í dag og hvað bíður mín…mynd af eldhúsborði eins og ég er búin að vera að leita að, og það á spottprís í Góða!

Hér er það komið með nýjan samastað heima hjá mér (á eftir að lakka það samt) 🙂

securedownload

Takk fyrir að deila hugmyndum með okkur!!

Kveðja, 
Sunna

Er þetta ekki brillijant 🙂  Ég get bara sagt ykkur að ég brosti svo breitt, að það var eins og ég hafði sofið með herðatré í munninum, eftir að lesa póstinn og fékk bara hlýtt í hjartað!

Síðan fékk ég skilaboð á Facebook frá henni Álfadís (sjá síðuna hennar hér),
um að hún hefði keypt einn tréstólinn sem að ég sýndi mynd af…

Fyrir:

2013-09-19-160336

Eftir:

1234169_521604421248228_1930900112_n

…erum við ekki kátar með þetta allt saman 🙂

Að lokum var það krúttið hún Svala, sem að sendi mér myndir af því sem hún keypti, en það var einmitt þessi hér…

2013-09-19-161115

…en hún er í því þessa dagana að búa sér til nálapúða…

20130922_125216

…og ekki nóg með það, heldur er hún líka að sér til þessar fallegu skrautnálar…

20130922_124420

…ég barasta sé þetta fyrir mér á náttborðum hjá dömum um víðann völl…

20130922_124956

…er þetta ekki bara yndislegt?

Það er svo gaman að sjá hvernig endurvinnslan úr Daz Gutez er að skila sér í gordjöss munum sem eru að fá fallegan samastað ♥

20130922_125017

6 comments for “Yndisleg endurvinnsla…

  1. Vala Sig
    24.09.2013 at 08:53

    Ohh hvað þetta er fallegt allt,dásamlegt þegar hlutirnir fá nýtt líf
    Kveðja
    Vala

  2. anna sigga
    24.09.2013 at 13:05

    Frábært!

  3. Helga Eir
    24.09.2013 at 13:17

    Æðislegt!

  4. Hulda
    24.09.2013 at 17:38

    Frábært, gaman að svona pósti, ég væri til í að sjá fleiri svona endurvinnslumyndir 🙂

  5. 24.09.2013 at 21:26

    frábær samvinna- svona á að gera þetta! Æðislegt allt saman 🙂

  6. asthildue
    25.09.2013 at 18:30

    stelpur viljið vera memm þið eruð með svo frábærar hugmyndir eg er reyndar búi að ákveða að gera nokkrar ,en spurning hvenær er með nó að hugmyndum en erfitt að framvæma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *