…er eiginlega bara það eina sem ég get sagt eftir dásamlegt Makkarónunámskeið hjá Salt Eldhúsi.
Ég var alveg þvílíkt spennt fyrir þessu, búin að hlakka mikið til, sérstaklega af því að ég var búin að sjá svo margar myndir úr þessu fallega eldhúsi. Ég get bara sagt ykkur að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þvílík fegurð – veisla fyrir augað!
…við vorum tvær vinkonur sem fórum saman, en ég held að það sé líka mjög skemmtilegt að fara í stærri hópum…
…það er allt þarna til staðar, og þetta gengur eins og vel smurð vél hjá henni Auði, eigandanum,
og aðstoðarstúlkunni sem var með henni þarna…
…og umhverfið er þannig að maður má varla vera að því að gera nokkuð annað en að dáðst að því…
…ljósin þarna inni voru eitt af mörgu sem heillaði, þetta eru gömul kökuform, algerlega yndisleg!
…og eins og áður sagði, þá er fegurðin í hverju horni…
…og sjáið þær þarna, þessar tvær! Standa og svoleiðis heilla mann upp úr skónum, svona líka fallegar á litinn…
…helló lovah…
… ég fékk sterka löngun til þess að endurskipuleggja allt eldhúsið mitt…
…á meðan makkarónurnar bakast þá er boðið upp á dásamlega súpu og nýbakað brauð sem fær þig til þess að kikna í hnjánum, og á meðan við vorum að hefjast handa þá var lagt á borð…
…ég gat ekki annað en dáðst að hugmyndaauðginni, en þarna eru notaðir þessir klassísku jólaplattar sem til voru á öllum heimilum, sem undirdiskar…
…og ofan á voru síðan settar súpuskálar, sem eru núna komnar á möst-have listann minn…
…síðan skyndilega mundu ég eftir, jááááá ég var komin til þess að búa til makkarónur.
Það lá við að það hefði dugað mér að fá bara að koma þarna inn og dáðst að umhverfinu…
…maður fær afhenta mjög svo flotta möppu með uppskriftum, upplýsingum og alls konar nauðsynjum…
…og hún Auður er frábærlega skemmtilegur kennari, segir vel frá og leiðir mann áfram (og ekki veitir af þegar að ég er annars vegar)…
…allir fylgjast með af athygli, enda er þetta mikið ferli að útbúa þessar fallegu köku-dívur…
…það þarf að handþeyta þessar elskur, og alveg rétt sko, ekki of mikið, ekki of lítið, og það var svo mikið að gera við þetta að ég mátti ekkert vera að því að taka myndir…
…fyrr en að Auður sýndi okkur hvernig á að sprauta þeim á sérstakar silikonplötur (getur nálgast þær hér)…
…og súkkulaði…
…síðan af því að ég er greinilega Dóra úr Nemó,
þá dett ég úr gír og fer að taka myndir af því sem finnst vera fallegt inn á milli 🙂
…eins og þessir ❤
….awww, ef þessi er ekki alsæl með afraksturinn…
… á meðan fór Dóra að stara á eitthvað annað…
…komið að hálfleik, súpa og brauð – dásemd…
…og svo var tekið til að baka seinni skammtinn af kökum…
…og ég fékk uppáhaldslitinn, víííííííí…
…setja kremið á…
…og svona líka fullkomnar litlar makkarónur…
…og allir hafa gaman af 🙂
…verið að útbúa kremin…
…alls konar fallegir litir á kökunum…
…og svo hafist handa við að raða þeim í fallegar umbúðir sem að hver og ein fékk að taka með sér heim…
…Dóra reyndar úti á plani að taka myndir…
…á meðan allir aðrir eru voðalega þægir og duglegir…
…þessar kökur eru ekki bara guðdómlega fallegar, heldur bragðast þær eins og ogglítill dropi af himnaríki, svona alveg án þess að ýkja 😉
…ég bara get ekki mælt næganlega með þessu námskeiði. Segi bara eins og vinkona mín, þetta er svo mikil upplifun!
Finnst að sem flestar eigi að taka sig saman og fara, vinkonur, mæðgur, systur eða vinnufélagar, og upplifa alveg hreint yndislegt kvöld ❤
vá bjútífúlllll! mig langar svo í bláa eða gula kitchenaid!!
Fór á Indverskt námskeið í Salt eldhúsi í fyrra, og þvílík veisla, fyrir braglaukana, augað og heilann 🙂 Auður er snillingur. Mæli með svona námskeið ekki bara fyrir vinkonur, heldur líka bara fyrir rómó par sem langar út að borða og er til í smá ævintýri í leiðinni.
jiminn…Pétur og María…þetta er allt svo bjútífúll ! Virðist hafa verið töfrandi kvöld 🙂
Alla Malla! Eg elska thetta eldhus… Eg fer a namskeid tharna…ekki spurning
Brynja
Girnó nammilaði og bjútífúl aðstaða 🙂
Úfff….speakless 🙂 hihihihihihi
Þetta var geggjað gaman! -og kökurnar dí-lis-íus!! ;o)