…er önnur síða sem ég hef mjög gaman af því að kíkja inn á.
Að miklu leiti byggist hún upp á “mood-boards” sem að gerð eru fyrir barnaherbergi, en svo eru líka sýnd barnaherbergi inn á milli.
…í það minnsta er þetta síða sem gaman er að fylgjast með og njóta þess að skoða fallegar myndir úr barnabergjum og auðvitað fá frábærar hugmyndir, og fá smá gremjukast yfir því að eiga t.d. ekki svona gammel leðurpullur…
…og dáðst að fallegum litum og grúbbum…
…t.d. ofsaleg fallegt herbergi sem að systur deila, alltaf gaman að sjá þegar að svoleiðis tekst vel til…
…og gaman að sjá hvernig mottan kemur svona “óvænt” þarna inn og hvað hún gerir mikið fyrir rýmið…
…geggjuð ljósakróna…
…flottir óróar sem auðvelt væri að DIY-a….
…og alltaf að raða fallega, dótið er skrautið í barnaherbergjunum…
…æðislegt að hengja svona upp gömlu skátatöskuna á ör, og svo auðvitað litla bókasafnið…
…svo sætir púðar að maður bráðnar bara!
…þessi póstur er einn af mörgum þar sem að ég ætla að kynna fyrir ykkur blogg sem að mér finnast skemmtileg eða eru að gera hluti sem að mig langar að deila með ykkur.
Til að heimsækja Lay Baby Lay, smellið hér!
…All photos via http://laybabylay.com/
Ég er ekki að djóka en ég starði á fyrsta moodboardiðí ca 10 min, hvílík fegurð. Stofan hjá mér er í þessa átt.. ætla að prófa að taka hana aðeins lengra og sjá hvort ég nái heildarlúkki líkt þessu 🙂
Frábært! Spennandi ef þetta leiðir þig lengra í “rétta” átt 🙂