…er komið, því er ekki að neita. Ég stóð hér við eldhúsgluggann og starði út í garðinn, þar sem að öll laufin á trjánum eru að reyna að fjúka af í sömu andrá og ákveð að nú væri rétti tíminn til þess að taka haustið föstum tökum. Sjáið til, ég keypti aldrei nein sumarblóm af viti í sumar því að ég var alltaf að bíða eftir sumrinu, en nú þarf ekkert að bíða lengur því haustið er svo sannarlega komið og því ber að fagna, og skreyta!
Eldhúsið skyldi taka smá stakkaskiptum…
…en var ég búin að sýna ykkur nýjustu útifærsluna á kökudiskinum tvöfalda, hann er orðinn að bökkum…
…síðan var öllu m
okað úr eldhúsinu…
…grey eldhúsborðið fékk að kenna á því, alveg að sligast undan kertastjakahernum…
…og þegar að ég horfði út á borðið fyrir utan, þá var greinilegt að það þyrfti að breyta til þar…
Því ákvað ég að leggja leið mín í Garðheima og Erikka mig svoldið upp, svona í tilefni af þessu góða veðri 😉
…og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þegar að heim kom sótti ég fallegu vírkörfuna sem að ég notaði í aðventukransinn í fyrra…
…lagði ofan á hann smá striga…
…og setti síðan nokkrar erikkur, silfurkamb og meððí í kröfuna og la voila…
…ég ákvað líka að breyta aðeins uppröðuninni á húsgögnunum fyrir utan hús, ekki praktísk uppröðun ef ég þyrfti að nota grillið en þar sem að það er ekki á döfinni, þá er þetta allt í gúddí…
…síðan fékk ég mér líka lítil tré í pottana fyrir utan, ásamt því að vera með ericur og silfurkamb, skellti síðan smá svona trjátrumbum með, bæði stórum og smáum…
…gamli kallinn var sáttur við þetta…
…og séð yfir að “nýja” útisvæðinu okkar…
…mér fannst æðislegt að fá þessa skærgrænu með, hún gaf svo skemmtilegan lit…
…taka gler úr luktum og fylla með könglum, það er ein leið, eins er einfalt að breyta þeim með smá snærisspotta og binda í slaufur…
…svo má alltaf nota köngla!
…það eru svo fallegir litirnir í haustinu mínu núna…
…ekki sammála?
…það er líka ótrúlegt hvað ljósgræni liturinn gerir mikið fyrir þetta, hann setur alveg nýja dýpt í…
…bara nokkuð kósý…
…ekki satt?
…en ég lét ekki þar við sitja, heldur fékk ég mér líka ericur og vírkamb inn í eldhúsið. Keypti bara sæta glæra, einfalda potta, tók blómin úr plastpottunum og potaði ofan í, breytti síðan bakkanum góða í haustturn 🙂
…og útkoman er svona…
…eins og sést þá fengu hreindýrin meira að segja að koma út að leika…
…og svona er eldhúsið í morgunsólinni, eftir þetta mini haustmeikóver…
…orkídeurnar fengu nú að vera með líka…
…og nýjar uppstillingar að njóta sín…
…þó einstaka hlutur fái að vera áfram á “sínum” stað…
…en erickurnar, þær gleðja mig mikið…
…og fyrst að ég var komin inn í Garðheima þá stóðst ég ekki mátið og rölti aðeins um og rakst á þessi krútt, alveg óstjórnlega sæt kertaglös, og algerlega perfektó fyrir ilmkertin litlu…
…jájá, hér er hreindýraverktíðin að hefjast…
…en sjáið bara litinn í blómunum, dásemd!
…litlar grúbbur hér og þar…
…litlar grúbbur alls staðar…
…en vitið þið hvað! Í dag eru einmitt liðin þrjú ár síðan að fyrsta bloggfærslan mín fór í loftið! Ótrúlegt hvað tíminn líður.
Ég er ekki viss um að ég hafi átt von á því að vera enn að þessu þremur árum seinna, en hér er ég 🙂
…og já, þarna er hann. Óvenju mikil lognmolla í kringum Storminn okkar á þessari mynd…
…en sá gamli er alltaf rólegur þessa dagana…
…en svona fór þessi póstur.
Eldhúsbreytingar, blóm úr Garðheimum, nýjir litlir kertastjakar (sem bættust við hina 5,689,656 sem fyrir voru) og rólegheit.
Hverjir ætla að fá sér haustblómin núna um helgina? Þú eða þú eða þú? 🙂
ohhhh…..ef ég hefði bara brotabrot af orkunni þinni og framkvæmdagleði !! Bara yndislegt hjá þér og haustið er svo
sannarlega komið. Verð að skunda í garðbúð og kaupa mér Erikur
og með því !
Góða helgi elskan
Kristín krútt
Það er svo gaman að “hausta” heimilið upp!
ooooohh ég elska breytingar og gleðst yfir að það eru fleiri en ég sem eru með þann “veikleika”… 😉
kveðja Gunna
Er búin að vera á leiðinni að “kíkja á þig” en búin að vera ansi bissy þar sem ég gifti mig sl helgi 7.9.13 🙂 En mikið er nú gott að vera komin í rútínuna aftur og skoða yndislega bloggið þitt….nú ætla ég að fara að gera eitthvað sjálf hérna heima við – btw fallegar Erikurnar…
gordíös eins og allt sem þú gerir mín kæra:-)
Vildi að ég hefði bara helminginn af hugmyndafluginu þínu … og plássinu líka reyndar 🙂 Dásamlega fallegt allt hjá þér.
Alltaf svo geggjað flott hjá þér
Virkilega flottar haust breytingar:) Fór í Eriku leiðangur í dag og keypti 3stk til að hafa meira til að skreyta með 😉
Taka fram alla könglana sem ég safnað að mér í sumar/haust og koma þeim í skreytingu. Ekki seinna en á morgun.
Flott hjá þér, eins og alltaf
kv.
Sigga Maja
Svo fallegt allt 🙂 Ég er svo hrifin að brúna litnum í eldhúsinu hef verið að leita mér af svona brúnum !!! Fæ ég að vita hvað hann heitir? Með kveðju takk fyrir þessa yndislegu síðu 🙂