Einu sinni smakkað…

…þú getur ekki hætt!  Var það ekki annars svoleiðis?

2013-08-14-112415

Ekki það að ég sé að mæla með því að smakka málninguna, en hins vegar þegar að maður er farin að mála eitthvað og lýkur því, þá starir maður í kringum sig í leit að næsta “fórnarlambi”.

…og ég fann það!

2013-07-21-193608

elsku hliðarborðið mitt góða, ójá.  Upp með pensilinn og svo ofan í fötu og máli máli mál…
2013-09-04-090555

…en að þessu sinni, eftir að hafa málað borðið fór ég yfir það með sandpappír á köntunum…
2013-09-04-090600

…og skúffubrúnunum, svona til að gera það meira “rustic”…

2013-09-04-091258

…fór líka gróflega yfir borðplötuna með sandpappír, til þess að hún virkaði aðeins veðruð…

2013-09-04-093418

…sér í lagi á brúnunum…

2013-09-04-093423

…og útkoman varð svona…

2013-09-11-115309

…það er nefnilega þannig að maður sér hitt borðið í stofunni…

2013-09-11-115323

…svo vel þegar að inn kemur, þannig að núna eiga þau saman, eiga hvort annað að, eins og skepti og blað, í lífsins skúraveðrum, hanski og hönd, hafið og strönd, þau eiga samleið hér og nú, eins og vind og vindubrú 🙂

2013-09-11-115339

…sama málningin frá Litalandi og áður…

2013-08-13-215906

…og eins ánægð og ég var með borðið áður, þá er ég enn kátari núna.
Veit ekki, en mér finnst eins og allar línur njóti sín betur núna og það verður eitthvað “stílhreinna” – sammála?

2013-09-11-115421

…er líka mjög sátt við slitin á köntunum…

2013-09-11-115432

…hversu grófar skúffurnar og kanturinn er núna…

2013-09-11-115435

…ég meina, sjáið bara þessa leggi *fídddfíjú*….

2013-09-11-115449

…Æ lofit…

2013-09-11-115454

…mér finnst eins og borðið virki eldra núna, og meira svona massíft…

2013-09-11-115509

…er jafnvel að spökulera í að setja meira sandpappír á toppstykkið – ekki á mér – sko á borðinu…

2013-09-11-115515

…en hvað segið þið, spilun eða bilun?
Mér finnst þau eiga saman núna, og er alveg að fíl´aða!

Er að segja ykkur, ég er farin að halda framhjá stofuborðinu og á núna nýjan kærasta – Hr. Hliðarborð, með gróft toppstykki, svoldið rustic, og þvílíka leggi, úje ♥

2013-09-11-133426

19 comments for “Einu sinni smakkað…

  1. Svava
    12.09.2013 at 08:36

    Geggjað 🙂 Finnst þetta mikið flottara og nýtur sín betur, líka svolítið “ammerískt” look á því núna sem er svo flott 😉

  2. Vaka
    12.09.2013 at 08:37

    Þetta er rosalega flott, þú ert algjör snilli 🙂

  3. Sigga Rósa
    12.09.2013 at 08:46

    Borðin koma vel út, alltaf jafn gaman að sjá hjá þér breytingar,koma sífellt á óvart:)

  4. Margrét Helga
    12.09.2013 at 09:07

    Hrikalega flott! Fyndið samt, mér finnst málningin á hliðarborðinu vera dökkgrá en ekki svört…var að velta fyrir mér (þangað til ég sá að þú hafðir notað sömu málningu) af hverju þú hefðir notað dökkgráa á hliðarborðið! Svona getur birtan blekkt mann!

  5. Svandís J
    12.09.2013 at 09:12

    Pörfekt!

  6. Óla
    12.09.2013 at 09:49

    æði æði 🙂

  7. Sólveig Ara
    12.09.2013 at 10:30

    Það verður ekki frá þér tekið að þú ert mikil smekkmanneskja og alger snillingur.

    Bestu kveðjur.

  8. Gurrý
    12.09.2013 at 11:02

    Ótrúlega flott borðið svona!!

  9. Sigga Maja
    12.09.2013 at 11:03

    Top nice

  10. Vala Sig
    12.09.2013 at 11:29

    Æði hjá þér,nú verður farið að mála á þessu heimili 🙂

  11. Guðrún H
    12.09.2013 at 11:34

    Mjög fallegt, dregur fram litinn í veggnum og myndinni fyrir ofan 🙂

    Kveðja Guðrún H.

  12. Sigríður Helga Sigfúsdóttir
    12.09.2013 at 11:59

    BIK LIKE á þetta 😉

  13. María
    12.09.2013 at 13:13

    Þetta kemur skemmtilega á óvart og kemur vel út.

  14. Helga Eir
    12.09.2013 at 13:32

    Vá æðisleg breyting – sammála með litinn, það er eins og hann sé dekkri á stofuborðinu en á hliðarboðrinu 🙂 Ótrúlega flott!

  15. Bogga
    12.09.2013 at 13:41

    Glæsilegt! 🙂

  16. Anna Sigga
    12.09.2013 at 15:13

    Hahaha nú hló ég upphátt…..þú ert ekki bara frábær í því að breyta og stílesera hjá þér heldur ertu lika skemmtilegur penni 😀 ….takk fyrir 🙂

  17. 12.09.2013 at 21:23

    þetta kemur hreint ansi vel út, svo ekki sé meira sagt! Til hamingju með “nýja” borðið þitt! 🙂

  18. Helena
    12.09.2013 at 22:39

    Lovitt!!!

    Kv. Helena

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *