Salt…

…er ekki bara í grautinn!

Ónei góða mín, það er líka til smá leyndó í bakhúsi á Laugarveginum sem að ber heitið Salt Eldhús.

Fullscreen capture 10.9.2013 093712

Tekið af heimasíðunni:

Alveg frá því að ég man eftir mér hefur lífið snúist um mat og matargerð og ekki minnkaði áhuginn eftir 2 ára dvöl í Frakklandi í lok níunda áratugarins.  Salt Eldhús sprettur upp af brennandi áhuga mínum á matargerð og þeirri staðreynd að mér fannst vanta í íslensku flóruna stað sem þennan. Mig langar að skapa vettvang fyrir hinn almenna sælkera, þar sem áhugamenn og konur um matargerð geta komið saman og sinnt áhugamáli sínu, hist, spjallað, kokkað og að lokum deilt þeim dýrindis máltíðum sem eldaðar voru, yfir glasi af góðu víni.
 
Mér finnst mikilvægt að þessi vettvangur höfði til allra, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir, sé vel tækjum búinn, sé í fallegu umhverfi og hafi góða kennara á sínum snærum. Sjálfri finnst mér það hafa tekist og vona að þér finnist það líka.
 
Bon appétit,
Auður Ögn Árnadóttir

Fullscreen capture 10.9.2013 093720

Hvers vegna er ég að segja frá þessu?

Nú vegna þess að ég er á leiðinni þangað á námskeið í makkarónugerð – já takk fyrir sæll!
Frúin ætlar svoleiðis að massa þetta, nú verður ekki bara skreytt og breytt, það verður líka bakað.

Fullscreen capture 10.9.2013 094726

Ég frétti fyrst af Salt Eldhúsi í gegnum Facebook þegar að einhver vinur like-aði mynd sem að Salt setti inn, og viti menn, ég svo forvitin að ég varð að kíkja og fékk skyndilega þvílíka eldhúsöfund.

Fullscreen capture 10.9.2013 093736

Ég meina, hafið þið séð eldhúsið og alla fegurðina þar.  Eigum við svo eitthvað ræða um Kitchen Aid vélina? **öfund**

Fullscreen capture 10.9.2013 093700

…ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að berja þetta augum…

Fullscreen capture 10.9.2013 093728

…svo er náttúrulega hægt að láta sér dreyma um að einn góðan veðurdag eignist maður svona fallega græjur…

Fullscreen capture 10.9.2013 093818 Fullscreen capture 10.9.2013 093903.bmp

…svo flottir litir…

Fullscreen capture 10.9.2013 093910.bmp

…það er spurningin!

Fullscreen capture 10.9.2013 093927.bmp

…eru einhverjar/ir hér á leiðinni á námskeið þarna núna á næstunni?

Fullscreen capture 10.9.2013 094740

…þetta er nú eitthvað til að láta sér hlakka til 🙂

Þið komist á síðuna hjá Salt Eldhúsi með því að smella hér!

Fullscreen capture 10.9.2013 094841

Myndir fengnar að láni af heimasíðu Salt Eldhús, með góðfúslegu leyfi!

4 comments for “Salt…

  1. Sæunn Stefánsdóttir
    10.09.2013 at 12:07

    Ekkert smá flott. Ég er einmitt alltaf á leiðinni á svona makrónunámskeið. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með.

    kv. Sæunn

  2. Helga Eir
    10.09.2013 at 12:52

    En spennandi… og fallegt!

  3. Sigurborg
    11.09.2013 at 15:07

    Ég skellti mér einmitt á svona makkarónunámskeið. Þetta var algjört æði og gaman að bæta þessu við í kunnáttubankann. Þú átt eftir að massa þetta með stæl !

  4. Anonymous
    12.09.2013 at 01:01

    Ohhh þetta lúkkar svo “pró”, eitthvað svo ekta og huggulegt allt saman (“,) Búin að dreyma lengi um að ráðast í makkarónubakstur, aldrei að vita nema maður skelli sér á eitt námskeið hjá þeim fyrir jólin (“,) Hlakka til að heyra um afraksturinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *