…ok, ég er kannski ekki skarpast hnífurinn í skúffunni. En ef það er eitt sem ég kann, eitt sem ég er með meirapróf í og gæti gert prófessíonal – þá er það að versla! Ójá góða mín 🙂
Í raun má líta þannig á að móðir mín sæl hafi verið með mig í þjálfunarbúðum (haha – þjálfunar-búð) frá bernsku:
“koma svo stelpa, spottaðu dílinn”!
…og mér fannst þetta ekki leiðinlegt – en endilega gefið ykkur tíma til þess að dáðst að tískunni. Krumpugöllunum hennar mömmu, jújú, hún átti gulan og lillaðann – og btw líka einn bláann heima. Síðan má dáðst að Don Johnson jakkanum mínum og auðvitað þessum fínu buxum. Ég velti því líka fyrir mér hvort að mamma hafi virkilega straujað brot í buxurnar hans pabba, líka svona í útlandinu?…
…já sko, þarna er þessi blái, og sjáið þið gallann minn – maður minn! Ef þessi er ekki smart, þá er hárgreiðslan það, já ok hvítu sokkarnir og þá sérstaklega við þessa svörtu skó…
…en þegar að farið er til útlanda að versla, þá er hvergi skemmtilegra að versla en í Ammmmeríkunni.
Það er bara svoleiðis, það er svo mikið til og gott verð og bara gaman 🙂
Enda var þetta mikil upplifun að koma þarna í fyrsta sinn 1999 – það var bara ekki aftur snúið eftir það (nema með troðfullar töskur heim)…
Basic reglur fyrir ameríkusjopperísfyllerí:
1# Pantaðu fyrirfram á netinu.
Ef þú ert búin að ákveða eitthvað og það er enginn vafi, pantaðu.
Kannski beið þetta í Minneapolis, og kannski var bara ein manneskja sem að átti alla kassana!
HVAÐ? Ég sagði bara kannski!
2# Veldu vel!
Suma hluti er lítið mál að koma með sér heim, t.d. púða og allt svona mjúkt, þannig að ekki kaupa mikið að brothættri glervöru, nema þú ætlir með hana í handfarangur.
p.s. ekki drekkja ferðafélögunum í dóti!
3# Vertu með ákveðnar verlsnir í huga.
Þessar sem að þú veist að selja góssið sem þú fílar, en ekki gleyma að líta í kringum þig og uppgvöta nýjar.
#4, 5, 6 Góðar töskur!
Vertu með góðar töskur sem að taka (næstum) endalaust við. T.d. mjög gott ef hægt er að koma heilum forföllnum verslunarsjúklingi ofan í töskuna ( þessi sem er verið að troða mér ofan í, gengur undir nafninu líkpokinn – já mjög fallegt!).
En yfir í góssið úr seinustu ferð!
Ég er bara að fara yfir eitthvað af heimilisgóssinu, ekkert föt eða skó (og það er mikilvægt að fá sér í það minnsta 6 pör í hverri USA-ferð)…
…glerdunkurinn góði. Ég var alveg búin að ákveða fyrir lifandis löngu að panta mér svona frá Pottery Barn. En hins vegar ákvað ég að hinkra aðeins og var það sérstaklega útaf stærðinni á þeim, og þeirri staðreynd að þetta er stórt gler til að reyna að koma heim. Það var ágætt að ég beið, því að svona dunkar voru til út um allt, og kostuðu ansi hreint mikið minna en í PB. Ég keypti minn að lokum í Target og hann kostaði að mig minnir $27.
…síðan fann ég þennan bakka. Það var í “nýrri” búð, eða sem sé búð sem ég var að uppgvöta heimilisdeildina í og heitir hún Ross. Þetta er sem sé svona afsláttarbúð, er með hluti sem fást annars staðar líka en á ódýrara verði. Bakkinn var held ég á $5,99…
…þennan hér poka fékkst ég hins vegar í Marshalls, og óh boy, þar voru mikið af gullum og á góðu verði. Þessi poki $5,99 líka…
…ég fékk líka þessa tvo ramma þar…
…sá stærri á $7,99…
…en sá minni á $4,99…
…litlu gínurnar fengust líka þar, og kostuðu $9.99 að mig minnir…
…Parisartýpan…
…og Scripttýpan, en það voru til alls konar…
…frekar stór geymslubók, líka úr Marshalls…
…og á fyrirtaks verði…
…eitt sem er alltaf auðvelt að koma með sér heim eru gardínur, þessar voru frá Ross og kostuðu tveir vængir $9.99…
…ferlega flottir og góðir geymslupokar, sem að verða að engu í ferðatösku, þú bara þjappar þá niður…
…fílaði litinn og munstrið í ræmur…
…stærri á $16.99 en sá minni á held ég $6.99…
…svona er hægt að kaupa í flestum svona afmælisbúðum, þær eru víða…
…aðrar gardínur úr Ross, þessar voru á $16.99…
…geymslubox úr Target í herbergi litla mannsins…
…lítið uglusett úr Marshalls, svo sætt!
…og í Target var gott að kaupa líka síð lök á rúmin…
…í Target fékk ég líka þessa litlu glerhnúða á skúffur/skápa, kostuðu að mig minnir $14.99 fyrir pakkann…
…sætar teiknibólur er alltaf hægt að nota…
…stór Family Rules vegglímmiði úr Ross…
…og ef þið viljið spes hnúða í USA þá er Anthropologie rétta búðin fyrir ykkur, ekki ódýr, en full af flottu og spennandi hlutum…
….þessir voru mjög stórir og kostuðu $8 stykkið…
…en þessir á útsölu voru á $2.95 stykkið…
…svona fæst svo t.d. í Target – nema stjörnurnar voru í einhverri annari búð í SFO, sem seldi svona pappírsdót…
…þar með er þetta að megninu upptalið. Aðrar búðir sem að ég reyni alltaf að fara í eru:
*Crate and Barrel, var að draga mig æpandi út úr henni, mig langaði í svo mikið gler.
* Pottery Barn og Pottery Barn Kids, segir sig sjálft
* Home Goods, ef maður kemst í hana
*Babies R Us, ef þú ert að fara að versla fyrir kríli.
Maður kemst síðan alltaf að einhverju nýju, ég hef stundum farið í Target og fundið þar svipað og fæst í Pottery Barn nema á betra verði, en Ross og Marshalls slógu Target út í þessari ferð.
Ef þig langar að fara í einhverja ákveðna búð, þá er bara að fara inn á vefsíðuna, skoða Store Locator og setja inn svæðisnúmerið á hótelinu og þá færðu þá verslun sem að er næst hótelinu 🙂
Annars gæti ég röflað í allan dag um USA þannig að ég læt staðar numið, bendi ykkur á að kvitta á Gjafaleiks-bloggið.
Þannig að góða helgi krúttin mín, og takk fyrir að líta við!
♥ knúsar ♥
OMG þetta er gjöðveikt erað fara til amerikunnar i nov 😉
Oh My God……allt svo fallegt og fínt….
Ekkert smá fallegir hlutir sem þú hefur fjárfest í, í henni Ameríku
Frábært að fá svona must -do lista fyrir komandi ameríuför 🙂 Þarf að fara undirbúa mig 😉
kveðja,
Halla
Ég er sko að fara eftir ár til USA í brúðkaup og er nú þegar byrjuð að plana innkaupin. Búin að tilkynna eiginmanninum að við þurfum MIKINN gjaldeyri.
Kolla
Gaman að fá hugmyndir að flottum búðum í Usa;) er á leiðinni eftir helgi 🙂
Já Marshalls Klikkar ekki,hefur þú prófað TJ MAX? Það er svipað gullabúðaroutlet og Marshalls. Annars ferlega flott allt sem þú keyptir. Dóttir mín flutti til Texas í ágústlok svo ég er byrjuð að láta mig dreyma;)
Sko-sá þennan lampa á pinterest og datt bara þú í hug-New York,New York:)
http://www.timorousbeasties.com/shop/lampshades/1560/new-york-city-toile/#.UFGiMyvkqxc.pinterest
Þetta er dásamlegt góss sem þú hefur komið með heim, nú hlakka ég enn meira til minnar væntanlegrar USA ferðar, má ég koma með eitt tips í viðbót?
Ekki pakka öllu fallega góssinu í eina tösku, það er afskaplega svekkjandi ef hún myndi týnast, ég tala af mjööööög sárri reynslu!
Fott að fá svona “manual” fyrir ferðina sem ég er að fara í 🙂
Kveðja, Guðrún H.
ohh verðum að fara fljótlega í skvísuferð út 🙂 Þessar myndir eru æði og nú er ég veik í það að komast út.
Langar líka í allt nýja fína dótið þitt 😉