I wanna be a part of it…

…New York, NEEEEEEW YORK!
I wanna wake up in a city that doesnt sleep – nei stopp núna!

En svona alveg í alvöru, ég varð ástfangin af borginni í þessari fyrstu heimsókn minni 🙂

Ég held að borgin sé einn af þessum stöðum sem að þú annað hvort elskar eða fílar bara alls ekki.
Ég elskaði hana 

Við gistum á hóteli í Soho og borguðum extra fyrir city view.  Það var vel þess virði því að þetta var útsýnið út um gluggann okkar.  Stóra byggingin sem þið sjáið tróna þarna er Empire State…

2013-07-01-164046

…fyrsta daginn fórum við niður að Ground Zero og sáum nýja turninn sem er nánast tilbúinn…2013-06-30-175440

…við hliðina á Ground Zero er þessi gamla kirkja St.Pauls Capel sem er elsta kirkjan á Manhattan, síðan 1766…

2013-06-30-165352

…ótrúlega fallegur staður og falleg kirkja, og síðan er eitthvað heillandi við svona gamla legsteina og maður er að reyna að ímynda sér lífið sem að viðkomandi lifði, svona endur fyrir löngu.

Síðan fannst mér vera svo fallega skrifað á steinana:
Í minningu Irsis Bowcon, sem skildi við þetta líf 16.ágúst 1807, 14 ára og 5 mánaða.

2013-06-30-165522

…það er líka einstakur friður í kirkjugörðum, jafnvel á Manhattan…

2013-06-30-165658

…kirkjan gengdi líka mikilvægu hlutverki þegar að árásin var gerð á tvíburaturnana, því hún var í raun bækistöð fyrir mikið af björgunarliðinu sem var á svæðinu, og í 8 mánuði var hún notuð sem slík.  Þarna sést hún kúra í skugga turnanna tveggja…

2013-06-30-170533

…og þessi mynd sýnir vel hversu nálægt kirkjan stendur…

2013-06-30-170306

…St. Paul´s Chapel er í dag minnisvarði um 9/11.  Þegar að árásin var gerð þá fóru aðstandendur, og aðrir, að hengja upp myndir, bangsa, blóm og sitthvað  fleira til minningar um ástvini á grindverkið í kringum kirkjugarðinn.  Eftir að grindverkið fylltist voru sett upp 15 hlið til viðbótar sem fólk gat hengt á, en að lokum þurfti að setja yfir 200 hlið og öll fylltust.  Mikið af þessu er geymt í kirkjunni og er til sýnis í dag…

2013-06-30-1704262013-06-30-170435

…mikið af miðunum og skilaboðunum voru líka ætluð til björgunarfólksins, og komu alls staðar að úr heiminum…

2013-06-30-170345

…einföld skilaboð, en segja allt…

2013-06-30-170401

…í fótsporum turnanna tveggja eru síðan komin þessi risastóru minnismerki, fossar sem að falla niður og drekkja út niði borgarinnar, og umhverfis þá eru nöfn þeirra sem að fórust…

2013-06-30-175755

…mér finnast þessi minnismerki mjög vel heppnuð og áhrifamikil…

2013-06-30-175455

…eftir að hafa skoðað 9/11 memorial tókum við Subway-inn upp að Central Park.  Það sem ég hef hlakkað til að komast loks í þennan fræga garð, og hann stóð svo sannarlega undir væntingum…
2013-06-30-180637

…ég held að við höfum eytt 4 eða 5 tímum bara í að rölta um garðinn.  Það var smá rigningarúði inn á milli, en það kom ekki að sök (nema bara fluffy hár)…

2013-06-30-192909

…en garðurinn er svo fallegur og svo margt að sjá í honum…

2013-06-30-200758

…allir bekkirnir eru merktir, og maður getur eytt þónokkrum tíma í að lesa bara á bekki…

Starred Photos186

…þegar við gengum undir eina brú sem í garðinum var þá var maður að spila á saxafón, algerlega klassísk “New York” lög og gaf manni stemminguna beint í æð, gæsahúð.is…

2013-06-30-200359 2013-06-30-195937

…gróðurinn er svo mikill og fallegur…

2013-06-30-200339

…og maður verður næstum hissa að líta svo aðeins til hliðar og sjá bara háhýsin gæjast upp úr trjákrónunum…

2013-06-30-205049

2013-06-30-201058

…eins og sést þarna er nýr skýjakljúfur að rísa, en það sem heillaði mig mest voru gömlu háhýsin, þetta eru svo fallegar byggingar…

2013-06-30-202731

…jájá, hættið að troða ykkur inn á myndirnar…

2013-06-30-202840

…ég er að segja ykkur, ég hefði sennilegast getað rölt þarna um svo dögum skipti – eins og að vera í ævintýraheimi…

2013-06-30-203921

…svo tekuru nokkur skref í viðbót og já ha, fullt af húsum…

2013-06-30-204010

…dásamlegi Central Park 

2013-06-30-205049

…í Central Park er líka dýragarður og ég reyndi að sannfæra bóndann um að þessi þyrfti nauðsynlega að koma með okkur heim – en ekkert gekk.  Þessi eiginmaður er svo strangur…

2013-06-30-194818

…síðan var farið niður á Times Square, og þar er eins og allir vita frumskógur ljósaskilta, og held ég eini staðurinn sem var frekar yfirþyrmandi…

2013-07-01-001739

…og þá fer maður bara í Disney-búðina…

2013-07-01-005548 2013-07-01-002131

…aftur útsýnið úr glugganum okkar að kvöldi til.  Mystur úti og rétt sést í Empire State, sem var í regnbogafánalitunum því Pride var í borginni þessa helgina…

2013-07-01-020618

…daginn eftir var gengið á 5th avenue og þar er urmull af fallegum byggingum, og það sem mér þótti svo skemmtilegt er hversu margar byggingar og kennileiti maður þekkir.  Allt í einu er maður komin á stað og bara:
jaáaaa, hér er Rockefeller Center.

Hver segir svo að maður læri ekkert af amerísku sjónvarpi og bíómyndum! 😉

2013-07-02-000713 2013-07-02-001019

…síðan sá ég loks The Flatiron Building, sem ég er búin að hlakka þvílíkt til að sjá…

2013-07-02-001835

…mér bara finnst þetta svo flott hús, og þessi mynd hérna fyrir neðan – hún er bara New York…

2013-07-02-001842

…götulíf…

2013-07-02-001911

…Empire State…

2013-07-02-002011

…í hádeginu seinasta daginn þá heyrðum við í dótturinni sem að þráði ekkert heitar en að fá Build-a-bear-kanínu, og hvað gera foreldrar þá?  Þeir fara í heiiiiiiilllangan leiðangur til þess að láta drauma rætast, dugar ekkert minna…

2013-07-02-181621

…úfinn og þreytt móðir en komin með bangsa fyrir krílin sín og þá er allt gott í heiminum, ekki satt?

2013-07-02-180024

…seinasta daginn tókum við síðan ferjuna yfir til Staten Island.  Það kostar ekki neitt og maður fær æðislegt útsýni yfir borgina og frelsisstyttuna…

2013-07-02-220253 2013-07-02-220550

…sko þarna er hún…

2013-07-02-220731 2013-07-02-222325 2013-07-02-225308

…ótrúlegt hvað borgin virkar lítil svona úr fjarlægð…

2013-07-02-225755

…og þarna sést líka vel munurinn á gömlu New York, og nýju New York.  En það  er kannski einmitt þessi samsuða sem er svo heillandi…

2013-07-02-225849

…eftir að hafa tekið ferjuna var rölt meðfram Hudson ánni og upp að Brooklyn Bridge…

2013-07-02-231440

…þar sést svo vel hversu mikið er af frábærum svæðum fyrir fólk til þess að njóta lífsins…

2013-07-02-233412

…þessi bryggjugarður er af mannavöldum, á tveimur hæðum og bæði með grasi og sólpöllum…

2013-07-02-232918

…alger snilld!

2013-07-02-232943

…og útsýni til þess að njóta…

2013-07-02-232903 2013-07-02-232730

…einnig eru svæði undir hraðbrautunum með t.d. hundagörðum, þar sem hægt er að fara og sleppa þeim lausum…

2013-07-02-232323

…og bara bekkir og borð…

2013-07-02-232217

…var ég búin að segja ykkur:  I ♥ NYC!

Get ekki beðið eftir að komast þarna aftur 🙂

2013-07-02-233328

9 comments for “I wanna be a part of it…

  1. Halla
    05.09.2013 at 12:07

    Hef bara 1x komið þarna í mýflugumynd svo þetta það er á todo listanum að fara þarna innan skamms – og þessi póstur ýtti svo sannarlega á það 🙂
    kv.
    Halla

  2. Sigríður Aðalbergsd.
    05.09.2013 at 19:07

    Dásamlegar myndir af dásamlegri borg 🙂
    Kv Sigga

  3. Svandís J
    05.09.2013 at 20:13

    Takk fyrir að taka okkur með til NY. Þú hefur hér með selt mér að heimsækja þessa borg 😉

  4. Sigga Rósa
    05.09.2013 at 21:02

    Flottar myndir, er sammála Svandísi J 😉

  5. AnnaSigga
    05.09.2013 at 22:37

    Vaaá maður!

    Takk fyrir að útskýra staðinn þar sem tvíbura turnarnir voru….ég er búin að heyra ýmislegt en allt of ruglingslegt eða óljóst…kannski staðurinn hafi þau áhrif á fólk ?? Hmm

    Flottar myndir af ykkur 😉

    Kv AS

  6. 05.09.2013 at 23:15

    Takk fyrir þennan upphitunartúr Dossa mín ! Bara 3 vikur þangað til ég fer út í dýrðina og ég hlakka svoooooo til 🙂

  7. Kristín S
    06.09.2013 at 09:15

    Fór í fyrsta skipti til NY í sumar og er alveg jafn heilluð og þú 🙂 Við höfum greinilega verið að hluta til a sömu slóðum en að hluta til ekki og nú er ég komin með hugmyndir fyrir næstu ferð, því það verður svo sannarlega næsta ferð 🙂
    kveðja
    Kristín S

  8. Anna María
    06.09.2013 at 15:10

    Skemmtilegur póstur, segi eins og fyrri ræðumenn, nú langar mig virkilega að fara !

  9. Elva T
    06.09.2013 at 22:39

    Fær mann til að dreyma um ferð þangað 🙂
    Skemmtilegar myndir.
    kv. ET

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *