…í San Francisco rakst ég af tilviljun á dulitla dúllubúð sem að sprengdi alveg krúttskalann!
Ég fékk leyfi til þess að taka nokkrar myndir þarna hjá þeim og deila með ykkur
Búðin heitir Gigi and Rose, og þið komist á heimasíðuna með því að smella á nafnið…
…þessi búð var sem sé stútfull af alls konar dúllerí-i, litlu og smáu…
…þetta var allt svona bráðnauðsynlegur óþarfi, t.d. voru blómin í skálinni pennar…
…svo krúttaðar sápur…
…ég sagði ykkur að þetta væri dúlló, bollakökur og hjörtu…
…og liturinn minn fallegi, mikið langaði mig að taka litla kollinnmeð mér heim – en nei því miður það var víst ekki hægt…
…þarna voru líka svo margar skemmtilega hugmyndir sem hægt er að nota…
…greinar sem búið er að mála og festa á lítil blóm úr silkipappír…
…litlu uglurnar voru varasalvi…
…mér fannst líka yndislegir litlu kökudiskarnir…
…fullt af fallegum litum tinboxum, það er reyndar hægt að kaupa þessi hérna heima á I am happy…
…og þessi box eru alveg sérlega sæt…
…mér fannst þessar bókastoðir líka dásamlegar…
…ohhhhhhh bambabuddur <3
…og fleiri uglur…
…ég skil ekkert í sjálfri mér að hafa ekki keypt svona bók eða svona kort eða svona….
…þar sem að þrír karlmenn voru í för með mér, stóðu þeir allir fyrir utan bleiku búðina – skil ekkert í þeim
…en eiginmaðurinn smellti af þessari mynd, af konunni í gleði/krútt/dúllerískasti – sjáið bara, þetta var allt svo sætt að ég fékk bara í herðarnar…
…nóg af hárskrauti og glingri í hárið…
…svo sætt lítið snyrtiborð, og enn fleiri blóm í hárið…
…awwwwww…
…mér fannst þessir líka yndislegir, svo einfaldir og flottir…
…flott að veggfóðra svona innan í hillu/skrifborði…
…og hreindýr á veggjum eru til margs nýtileg…
…glerkrukkur með nammi eru krúttlegasta hilluskraut, og síðan finnst mér prófílmyndirnar æðislegar!
Hvernig líst ykkur á Gigi and Rose, ekki bara dúlló?
Á morgun er síðan New York, og á föstudag þá fáið þið að sjá sitthvað sem datt, alveg óvart, ofan í töskuna mína!
ahhhh… fallegt
Held að þetta gæti verið minn “happy place”
Ahh ég sá ýmislegt sem mig langaði í
en eitthvað er nú til á íslandi
td ugluvarasalvi og fuglapúðar og krúttlegur köku diskar…. Segi bara sona…..gaman að fá að sjá inn í búðina samt 

Hlakka til að sjá NY
Kv AS
3 words…Oh My Gawd!