Gigi and Rose…

…í San Francisco rakst ég af tilviljun á dulitla dúllubúð sem að sprengdi alveg krúttskalann!

Ég fékk leyfi til þess að taka nokkrar myndir þarna hjá þeim og deila með ykkur 🙂

Búðin heitir Gigi and Rose, og þið komist á heimasíðuna með því að smella á nafnið…

2013-06-25-012305

…þessi búð var sem sé stútfull af alls konar dúllerí-i, litlu og smáu…

2013-06-25-012014

…þetta var allt svona bráðnauðsynlegur óþarfi, t.d. voru blómin í skálinni pennar…

2013-06-25-012017

…svo krúttaðar sápur…

2013-06-25-012020

…ég sagði ykkur að þetta væri dúlló, bollakökur og hjörtu…

2013-06-25-012024

…og liturinn minn fallegi, mikið langaði mig að taka litla kollinnmeð mér heim – en nei því miður það var víst ekki hægt…

2013-06-25-012027

…þarna voru líka svo margar skemmtilega hugmyndir sem hægt er að nota…

2013-06-25-012031

…greinar sem búið er að mála og festa á lítil blóm úr silkipappír…

2013-06-25-012036

…litlu uglurnar voru varasalvi…

2013-06-25-012039

…mér fannst líka yndislegir litlu kökudiskarnir…

2013-06-25-012041

…fullt af fallegum litum tinboxum, það er reyndar hægt að  kaupa þessi hérna heima á I am happy

2013-06-25-012044

…og þessi box eru alveg sérlega sæt…

2013-06-25-012050

…mér fannst þessar bókastoðir líka dásamlegar…

2013-06-25-012059

…ohhhhhhh bambabuddur <3

2013-06-25-012107

…og fleiri uglur…

2013-06-25-012110

…ég skil ekkert í sjálfri mér að hafa ekki keypt svona bók eða svona kort eða svona….

2013-06-25-012113

…þar sem að þrír karlmenn voru í för með mér, stóðu þeir allir fyrir utan bleiku búðina – skil ekkert í þeim 😉

2013-06-25-012116

…en eiginmaðurinn smellti af þessari mynd, af konunni í gleði/krútt/dúllerískasti – sjáið bara, þetta var allt svo sætt að ég fékk bara í herðarnar…

2013-06-25-010836

…nóg af hárskrauti og glingri í hárið…

2013-06-25-012119

…svo sætt lítið snyrtiborð, og enn fleiri blóm í hárið…

2013-06-25-012125 2013-06-25-012131

…awwwwww…

2013-06-25-012134

…mér fannst þessir líka yndislegir, svo einfaldir og flottir…

2013-06-25-012152

…flott að veggfóðra svona innan í hillu/skrifborði…

2013-06-25-012211

…og hreindýr á veggjum eru til margs nýtileg…

2013-06-25-012218

…glerkrukkur með nammi eru krúttlegasta hilluskraut, og síðan finnst mér prófílmyndirnar æðislegar!

Hvernig líst ykkur á Gigi and Rose, ekki bara dúlló?

Á morgun er síðan New York, og á föstudag þá fáið þið að sjá sitthvað sem datt, alveg óvart, ofan í töskuna mína!

2013-06-25-012226

3 comments for “Gigi and Rose…

  1. Svandís J
    04.09.2013 at 10:37

    ahhhh… fallegt 🙂 Held að þetta gæti verið minn “happy place”

  2. AnnaSigga
    04.09.2013 at 13:48

    Ahh ég sá ýmislegt sem mig langaði í 🙂 en eitthvað er nú til á íslandi 😉 td ugluvarasalvi og fuglapúðar og krúttlegur köku diskar…. Segi bara sona…..gaman að fá að sjá inn í búðina samt 🙂
    Hlakka til að sjá NY 😉

    Kv AS

  3. 04.09.2013 at 20:12

    3 words…Oh My Gawd!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *