…sem þýðir bara eitt!
Haustið er í raun og veru komið – skrítið!
Krakkarnir komnir í leikskólann og skólann, rútínan tekur yfir
og alveg að koma jól (okokok, ég skal ekki tala um jól strax)…
…nú þegar að skólinn er byrjaður þá þarf mamman að hætta að “þræla” út börnunum við DIY-verkefni í bílskúrnum….hohoho
…og litlir menn eru gjörsamlega örmagna þegar að þeir fá að kúra smá í sófa eftir leikskólann…
…þessi póstur er eiginlega svona samansafn af myndum seinustu ca 10 daga.
Til dæmis fékk ég alveg óvart þennan bakka – það er að segja, ég keypti mér hann alveg óvart en er svo hrifin af honum…
…og ekki spillir fyrir að vera með kertastjakann og gömlu myndavélina á honum…
…og ótvíræður kostur við haustið, er kertaljósið – það er bara fátt eitt notalegra en að kveikja á kertum…
…inni í glerskáp bíða síðan hreindýrin mín, spennt eftir að vera hleypt út á nýjan leik…
…þessi kom inn á heimilið og fær nýjan tilgang fljótlega…
…og hér er annað verkefni í gangi, eins og ég sagði það er allt að ske…
…hér sést gamli, besti minn vera að hvíla sig, en eins sjáið þið dótakörfuna í baksýn. Ég er sem sé ekki ein af þeim sem að passar að það sjáist ekkert í leikföng krakkana. Mér finnst alveg nauðsynlegt að vera með körfu fyrir dótið hans litla manns, því að hann er í því að bera það fram í alrýmið – þá er fínt að geta hent þessu bara í kröfu
…gangurinn, sem áður var svona…
…er orðin skáplaus og nýmálaður og bíður frekari framkvæmda…
…tímabundið ástand indeed – hlakka til að sýna ykkur þegar að þetta klárast…
…þegar afmælið var framundan, þýddi lítið annað en að þvo glerið…
…jájá, svona hefnist manni fyrir að sanka að sér öllu þessu glerdóterí-i
…gömlu trúlofunarglösin frá mömmu og pabba, sennilegast 52-3 ára gömul. Verð að fara að drekka meira til þess að geta notað þetta góss eitthvað…
…glerkrukkublæti á háu stigi, svona lýsir það sér…
….hreiður sem að lenti tímabundið á kökudiskinum, á meðan á þessum stórþvotti stóð…
…horfði lengi vel inn í skápinn minn og ákvað að þessir hveiti og sykur dunkar væru ekki að gera sig lengur – stílbrot og allt það…
…þannig að við tóku þessir tveir – mikið sætari – húrra!
….og glerkúplar eru góðir til geymslu á borðum og snærum, bara smá svona upplýsingar fyrir ykkur
…farið í göngu með lítinn mann…
…og þegar ég horfi á þessa mynd finnst mér ég næstum geta ímyndað mér hann þegar hann verður stór ♥
…í veiðiferð um Daz Gutez í gær lentu tveir kertastjakar í fanginu á mér…
…ég er ekkert búin að gera við þá, annað en að þvo þá – en eru þeir ekki dásamlegir…
…ég er svo ofsalega skotin í þeim ♥
Ég held að maðurinn minn hafi sagt orðrétt: “ástin mín, en dásamlegt – okkur vantaði einmitt kertastjaka hingað inn því að hinir 578,364 gætu brotnað :)”
…þar fyrir utan vildi ég bara segja þetta:
Gefum okkur tíma til þess að stoppa og finna ilminn af rósunum, kveikja á kertunum og kúra með krökkunum. Tíminn líður svo ofsalega hratt að um leið og við blikkum er komið nýtt ár.
Takk fyrir að vera til, takk fyrir að kíkja hingað inn og takk fyrir að skilja eftir spor!
Eigið yndislega helgi og verið góð við hvert annað ♥
Takk fyrir sömuleiðis…..
Fallegt hjá þér að vanda – góða helgi.
Takk sömuleiðis ljúfan. Mikið er nú alltaf dásamlegt að koma í “heimsókn”
Góða helgi
Takk sömuleiðis
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, skoða myndirnar og láta “inspírerast” (ef það er þá orð!
).
Hlakka til að lesa og skoða meira!
Kv. Margrét
P.S. Þarf greinilega að fara að komast í þann góða! Geggjaðir kertastjakar!
Takk fyrir og sömuleiðis:) alltaf svo gaman að kíkja við og kertastjakarnir eru geggjaðir skil allveg að þú hafir splæst í þá þó þú eigir 578.364 stk fyrir hehe kv Gurrý
Ditto
himneskur póstur hjá þér <3
Takk fyrir að deila þessu með okkur, alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt og fá innblástur og nýjar og skemmtilegar hugmyndir
Takk elska og sömuleiðis
TAKK til þín og sömuleiðis!
Fallegur póstur
Frábært innlit eins og alltaf

strákurinn þinn er svo fallegur
Goða helgi og njóttu vel
Kv AS
Dásamlegur póstur og yndislegar myndir að vanda…hafðu það frábært um helgina og kveiktu nú á “nokkrum” kertum;) Kveðja Sigrún.
Takk fyrir skemmtilegan póst
alltaf gaman að skoða hjá þér, fæ alltaf einhverja þörf að gera eh hérna hjá mér, fæ svo margar hugmyndir,er fljótlega að hugsa um að ná í 1 eða 2 hreindýr í kassann alveg kominn tími á það
kósí kveðjur inn í helgina Inga
Krúttlegur og einlægur póstur sem minnir mann á það sem vill oft gleymast….að njóta nú-sins
Góða helgi!
Ji ég var svo glöð að sjá að það var komið inn nýtt blogg. Rosalega flottir stjakarnir úr góða.