…það er komin hefð fyrir því að skreyta ljóskrónuna í afmælum. Mjög einföld leið til þess að ná fram stemmingu.
* Pappaljós og hnettir
Í þetta sinn skreytti ég hana með pappaljósum og veisluhnöttum sem að ég keypti í Target í USA.
…en hins vegar veit ég að svipað fæst í Söstrene Greenes og síðan í Tiger. Svo eru til hvít pappaljós í Ikea sem að auðvelt er að skreyta á alla vegu…
* Fuglar
Þar sem að sjóræningjar eru nú oft með páfagauka, þá spilaði ég frjálslega með það og setti skrautlega fugla í ljósakrónuna. Svona til þess að auka stemmingu…
…þessir fiðruðu félagar fengust í Tiger…
…voru reyndar með spítu í rassinum (greyjin) en ég fékk sérfræðing til þess að fjarlægja hana 😉
…reyndar eru líka þessar litlu fánalengjur með, og fást þær á sama stað.
* Glös og teip
Því eins og sagði í seinasta pósti þá eru REKO glösin frá Ikea alger snilld. Ég fékk svo sæt teip í Söstrene og í Tiger, og einfaldlega límdi þau utan á glösin. Rosalega flókið.
* Rörin og servétturnar
Rörin eru frá USA, en svipuð fást m.a. hjá Íslenska pappírsfélaginu og í Hlöðunni.
Síðan prentaði ég út myndir af krúttlegum sjóræningja á A4 blað,
og klippti svo út þríhyrninga sem ég gataði og þræddi á rörin.
Sjóræningjaservétturnar fengust síðan í Hagkaup.
* Gullkista og slöngur
Sjóræningjar verða að eiga fjársjóð – ekki satt? – og gullpeningarnir fengust í Partýbúðinni.
Litla gullkistan fannst hins vegar í þeim Góða – nema hvað…
…slöngurnar vöktu mikla kæti hjá afmælisbarninu, þessar stuttu eru úr Tiger en löööööng slöngurnar eru úr MegaStore…
…langar slöngur eru góðar til skreytinga, þetta var ný staðreynd sem að ég komst að um helgina…
Kakan og svolleiðis
Möffinsformin og fánarnir eru úr Kitchen Store í Smáralindinni…
…og hér sjást fánarnir blakta við hún! Föturnar eru frá USA, en stundum fást svona svipaðar í Ikea eða Rúmfó…
Kakan var sem sé nammikaka, full af hákörlum, slöngum og krókódílum…
Sjóræningjastrákurinn stendur á fleka, sem voru 2 lítil Prins Póló…
…síðan voru hinir klassísku ávaxtabakkar, sem eru alltaf vinsælir…
…ég fékk bara ljótann ananas í búðinni, en hann varð svona líka sjóræningjalegur og fínn þegar að fáninn var festur í…
* Fullorðinsborð
Því krakkarnir fá alltaf borðstofuborðið en hinir fullorðnu sækja sér mat á “eyjuna”
…litlir tveggja hæða diskar spara pláss þegar koma þarf mikið af bollum fyrir…
Hver finnur kallinn? 😉
…eins og sést þá þarf að týna til alla diska sem á heimilinu finnast þegar að svona margir koma til veislu…
…er alltaf jafn ánægð með að vera með Spanhelluborð þegar svona veislur eru, því þá er bara hægt að dúka yfir hellurnar…
…kökur og brauð, og alls konar namms…
…og dunkurinn fíni fékk frumraun sýna…
…og thats it! Er hætt að röfla um þetta afmæli krúttin mín!
Þökk þeim sem á hlýddu 🙂
girnó…gruna að ég muni einhverntíman halda sjóræningjaafmæli og þá er ekki amerlegt að vera búin að fá þessar fínu hugmyndir 🙂
Takk fyrir þennan póst hann var mjög skemmtilegur og fræðandi. Þar sem ég er strákamamma þá er hellingur sem ég get nýtt mér ef ég ákveð einhverntímann að leggja meira í afmælisveislurnar hjá greyið drengjunum mínum.
Þú lætur þetta líta út fyrir að vera ekkert mál en ég veit að ég mun aldrei komast með tærnar þar sem þú hefur hælana.
Allt snilldin ein, fánarnir á rörin eru eitthvað sem ég ætla að apa upp eftir þér aftur og aftur. Límband á glösin hefur þegar verið kóperað á þessu heimili með fimmtudagsboozt-inu… mín 4ra ára drakk þrjú glös hún var svo sæl með bleika límbandið 😉
Takk elskan fyrir að vera svona frjó!
Allt svo glæsilegt, er með einn sem er að verða 1 árs og mun svo nýta mér hugmyndirnar þínar í framtíðar afmælum 🙂
kv Ásta
ó svo flott 🙂
verst að vera ekki á gestalistanum þínum 😉
kveðja,
Halla
Rosalega flott hjá þér… eins og alltaf 🙂