1# Innkaupalisti…

…fyrir afmæli litla mannsins í Ikea samanstóð af:

*Efni til þess að nota í dúk

* Löber

* Glös

* Servéttur

* Æðislegar gamaldags “mjólkurflöskur, í tveimur stærðum (bara af því bara að mér langaði svo í þær 😉

* Glasamottur

2013-08-25-140125

…en það er nú einmitt þannig að þegar ég er að fara að halda veislur, þá byrja ég yfirleitt í Ikea þar sem ég finn nánast alltaf eitthvað sem startar hugmyndum, eins og t.d. baðmottan hérna um árið 😉

Fullscreen capture 27.8.2013 093400

Dúkur og löber

Efnið í dúkinn var einfaldlega keypt í metravís, lausn sem að ég hef oft nýtt mér í svona veislur.

2013-08-24-185340 2013-08-24-185107

 Löberinn guli var reyndar klipptur niður (greyjið) en þessir löberar eru æði.  Sérstaklega mæli ég með þessum off-white og öðrum sem er svona beislitaður (kannski, bara kannski fóru þeir líka ofan í körfuna hjá mér).

2013-08-25-150015

Glös

Sko, það er gott og vel og einföld lausn að kaupa pappaglös og diska.  Ég hef sjálf gert það oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar.  En það er bara eitthvað skemmtilegra að nota leirtau.  Litlu Reko glösin eru algerlega perfektó fyrir kríli, alveg passlega stór og svo er einfalt að skreyta þau (nánar um það í öðrum pósti).  Síðan, með því að vera með glerglös, þá eru þau stöðugri og minni hætta á að þau detti um koll.  Diskarnir eru líka frá Ikea, frá því í fyrra (sjá hér).

2013-08-25-140715

Servéttur

Ég er nánast alltaf með mismunandi servéttur fyrir barnaborðið og svo fyrir hina fullorðu.  Það er bara eitthvað við að bjóða ömmum og öfum að þurrka sér í sjóræningja eða Ponyhestarassa sem að mér finnst ekki skemmtilegt.  Þessar pössuðu svo vel inn í litagleðina í  þemanu.  Einfaldar, röndóttar og glaðlegar.

2013-08-23-222558

Mjólkurflöskur

Mér finnast þessar yndislegar!  Koma í tveimur stærðum.

2013-08-25-140444

Ég varð reyndar smá fyrir vonbrigðum því að ég planaði að nota þær sem glös og setja rör ofan í, en því miður voru þær aðeins of stórar í það.  Hins vegar eru þær passlegar fyrir allt annað, því að ég elska lagið á þeim.

2013-08-25-144248

Glasamottur

Það var hér sem að ég hugsaði hvað mest út fyrir kassann.
Fékk mér sem sé glasamottur til þess að útbúa fánalengju, eins og maður gerir 😉

2013-08-25-140808

2013-08-24-130453

Tók sem sé glasamotturnar og gataði þær.  Prentaði út stafina og og lagði ofan á glasamottuna og strikaði fast ofan í með blýanti, þá birtust útlínurnar á mottunni og þá bara að lita ofan í.  Ekki flókið mál.  Klippti síðan striga í fána, bara svona frístæl, og svo var þetta allt fest saman.  Einfalt og tók kannski 30 mín.

Starred Photos195

 

…pínu sniðugt, ekki satt?

2013-08-25-140805

p.s. allt sem er undirstrikað eru hlekkir sem leiða ykkur beint á réttan stað.

9 comments for “1# Innkaupalisti…

  1. Gauja
    28.08.2013 at 08:53

    flott 🙂

  2. Þóra Björk
    28.08.2013 at 09:00

    Smart 😀 nú þarf maður að fara að skipuleggja barnaafmælin ögn betur, búa til banner og soddan 😉

  3. Svandís J
    28.08.2013 at 10:50

    Er að elska glasahugmyndina, er að spá í að lima svona skrautlím á glös um hverja helgi 😉

  4. Óla
    28.08.2013 at 11:03

    Falleg afmælisveisla Soffía 🙂 Snillingur kona !!!

  5. Kolla
    28.08.2013 at 17:32

    Voru sjóræningjaservétturnar úr Ikea?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.08.2013 at 19:07

      Nei Kolla, þessar eru úr Hagkaup – en það er næsti póstur 🙂

  6. 28.08.2013 at 20:24

    fánalengjuhugmyndin er frábær!

  7. Rakel
    04.09.2013 at 17:44

    Hvar fékkstu pappírsrörin?

  8. Ágústa karlsdóttir
    11.11.2013 at 23:43

    Það er líka sniðugt að nota flöskur undan Chili tómatsósu frá Heins þær eru flottar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *