…loksins kom að því. Ég var orðin óttaslegin um að við myndum láta ferma drenginn áður en við næðum að halda upp á 3ja ára afmæli litla mannsins. Það er nefnilega alltaf svona með sumarbörnin, það er enginn heima þegar þau/við eigum ammlis.
Þannig að þrátt fyrir að afmælisdagurinn hans hafi verið í lok júlí, þá var veislan í lok ágúst. En ég sagði ykkur þetta í fyrra – að það væru ekki miklar líkur á að ég fengi að ráða afmælis”þema” í framtíðinni, og þaðan af síður að það yrði eitthvað dúlló þegar að lítill maður fengi að velja
Þegar að hann var spurður þá stóð ekki á svari: Sjóræningja! eða eins og hann segir: “sjólæsyngja”.
Úkey, þá er úr vöndu að ráða. Því þegar að skoðað eru úrvalið fyrir sjóræningjaafmæli þá er það voða lítið krúttað, og hann er bara 3 ára og hann er krútt. Þá þarf bara að redda sér, ekki vera með hauskúpur út um allt og reyna að krútta þetta upp.
Úr varð krúttað sjóræningja afmæli (vona ég) og vessúgú!
…ég ákvað að nota mikið af björtum og fallegum litum, og gera þetta svona skemmtilegra þannig…
…alls konar pappakúlur og luktir sem að ég hengdi í ljósakrónuna…
…og þar sem að þetta eru sjóræningjar þá eru líka slöngur og páfagaukar/fuglar.
Ég veit ekki hvort að þið sjáið það en ég var með blátt efni úr Ikea, sem var sjór, og síðan gulan löber, auðvitað líka frá Ikea, sem að ég klippti úr eins og eyju. Eyjan sem var með fjársjóðinum…
…það er endalaust hægt að hafa gaman af því að skreyta þessa ljósakrónu…
…og smá hauskúpur urðu víst að vera með. Þegar að litli gaurinn sá servétturnar varð hann svo hrifinn að hann bað um að fá að sofa með þær – awwwww – ég sagði að hann væri krútt!
….sssssssssssslöngur…
…og fjársjóður í tilheyrandi kistu…
…og útsýnið frá heiðurssætinu…
…og grey grey kakan mín, þetta var víst ekki alveg meistaraverkið sem að ég vonaðist eftir. Hálfmisheppnuð greyjið – en sá stutti elskaði hana…
…þarna sést í heimalöguðu fánalengjuna…
…hmmmm, er þetta að liggja eins og slanga á gulli?
…og svo fullorðinsborðið…
…þið sjáið að Krókur kafteinn er að sigla í gegnum svona göng á eyjunni…
…allt að gerast bara
…þessi hreyfst mjög af sönghæfileikum ættingja sinna…
…en blés á kerti, við mikla aðdáum viðstaddra ungmeyjar…
…og fékk sér nammiköku…
…síðan voru opnaðir pakkar og allt skoðað vel…
…litli sjarmörinn minn…
…og svo kom einn stór pakki…
…sem vakti mikla hrifningu…
…eiginlega missti litli maðurinn sig af gleði…
…enda risasjóræningjaskip komið í hús!
…reynt að halda á gripinum…
…krúttaralegast af öllu var staðreynd að hann naut sín svo vel, honum fannst svo gaman og var svo spenntur. Í miðju pakkaopni greip hann um hálsinn á mér og gaf risaknús og sagði: Svo gaman að eiga afmæli! Þá er ekki hægt annað en að bráðna bara…
…og svo er líka voða gott að leika sér með traktor…
…til hamingju með daginn þinn yndislegi strákurinn minn! Það eru engin orð sem fá því lýst hversu mikið ríkara líf mitt er að hafa þig, og systur þína, í lífi mínu. Þið eruð mitt allt! <3
Jæja hvað segið þið? Viljið þið vita/sjá meira?
Fá að vita hvað er hvaðan og svolleiðis?
P.S. með því að smella á AFMÆLI undir flokkar hérna til hliðar þá getið þið skoðað gamla afmælispósta.
Sonur minn er að verða 8 ára í desember og ég og systir hans erum búnar að ákveða að hann vilji sjóræningjaþema. Búnar að kaupa blöðrur ofl en vantar að vita hvaðan servétturnar eru sem þú varst með
Vá hvað þetta er flott. Já það væri ekki leiðinlegt að vita hvaðan allt er
Kv.Hjördís
Þetta er alveg geggjað hjá þér eins og venjulega, þvílíkt hugmyndaflug:)Alveg til í að vita hvaðan þetta kemur og röndóttu rörin…sé þau svo oft hjá þér:)
Hvaðan eru pappakúlurnar og luktirnar? : )
Vá hvað þetta er flott hjá þér og ALL-IN í þemanu
gaman að fá svona hugmyndir og til hamingju með sjóræningjakrúttið þitt 
kveðja að austan,
Halla
Gjöðveikt eins og venjulega
Ég fyllist samt alltaf smá minnimáttarkennd eftir að hafa skoðað þessa afmælispósta frá þér. Þetta er alltaf svo svaðalega flott. Til hamingju með gaurinn Garðar … knúz Edda
Alger afmælistöffari, æðislegur
Og svo er ég forvitin að vita hvernig þessar hugmyndir koma eiginlega til þín (td. með dúkana) ég bara læt mig dreyma um brotabrot af þessu hugmyndaflugi þínu á meðan ég bara copy paste-a þig hihihi…
Þú toppar sjálfa þig enn og aftur í skreytingum, ekkert smá flott og mikið að gerast þarna. Endilega give us more please
knúzz
SJ
Til lukku með 3 ára töffarann þinn
Yndislegar myndirnar honum að opna pakkann með sjóræningjaskipinu…hehe
Geggjað borð og veitingar !!
Til hamingju með litla gaurinn, afmælið lítur rosavel út og gaman að fá að sjá þessar myndir.
Það væri gaman að fá að vita meira um afmælið.
Algjörlega úthugsað barnaafmæli hjá þér…slöngurnar, servíettur, rörin, fánarnir, gullið, flotta kakan já bara þemað allt, alveg hreint ótrúlegt hvað þú getur hrist fram úr erminni snillinn minn (“,)
Hjartans hamingjuóskir með prinsinn ykkar og frábært blogg !
Hjartanlega til hamingju með gullmolann þinn. Mig langar að heyra og sjá meira.
Ekkert smá flott!
Til hamingju með snúðinn þinn, ykkar.
En hvar fékkstu allt þetta hugmyndaflug ?? mig vantar “smá mikið” af því
hehehehe. Skemmtilegar myndir !
kv AS
Þessir afmælispóstar þínir verða hafðir í huga þegar ég byrja að fjölga mér!!!
Alltaf svo fallegt hjá þér!
Til lukku með drenginn
Snilllllllingur!! Hausinn kominn á fullt í afmælisundirbúning eftir að sjáþessar fallegu myndir.
ÆÐISLEGT!!!! bara flott
Flott afmæli
Váááh æðislegt afmæli, fæ helling af hugmyndum við að skoða afmælispóstana hjá þér
Rosalega flott ; )
*Jeremías hvað þú ert mikill snillingur kona!!!
EEeen hvar fékkstu frábæru dásamlegu luktirnar sem að prýða ljósið ??
Og þá aðalega þessa doppóttu??
I AM IN LUVV,,, er hún til í rauðu eða bleiku :)?
Miljón knús og þakkir á þig snillingur.
Kv Skessuskott
Til lukku með gorminn!
Vá æðislega flott allt saman einsog alltaf hjá þér!
Ótrúlega flott hjá þér
Þetta er náttúrulega bara snilld hjá þér eins og alltaf!
Mun pottþétt stela hugmyndum frá þér (áfram
)
Frábærar hugmyndir
Innilega til hamingju með litla manninn! Afmælið hefur verið æðislegt, eins og þín er von og vísa!