…af hverju ertu alltaf að breyta?
Hvenær verður þetta búið?
Þessar spurningar heyri ég nokkuð oft – og ekki bara frá eiginmanninum 😉
Eftir það er algengast að það fylgi “aaauuuuummingja maðurinn þinn” – hrmmmpf!
Ég veit ekki af hverju sumir fá þetta “órólega” gen í sig, meðan að aðrir eru sáttir að hafa hlutina eins og svo árum, eða jafnvel áratugum, skiptir. Ég held að ég kenni/þakki mömmu fyrir mín breyti/skreytigen. Ég man eftir veggjum að fara upp og niður, út og suður og svo fram eftir götunum. En samt held ég að hún hafi ekki verið eins “slæm” og ég er.
Hins vegar veit ég líka að ég hef verið svona eins lengi og ég man eftir mér, sérstaklega á unglingsárunum – þá var það ekki óalgengt að foreldrasettið bauð góða nótt og gekk til hvílu, unglingurinn lokaði herberginu, og síðan var það bara sööööörprææs hvernig þetta leit allt saman út að morgni dags. Guð blessi lausnina að setja handklæði undir fætur á húsgögnum, sem gerir einni manneskju kleyft að flytja þunga hluti á eigin spýtur 🙂 Bara muna að fara út sokkunum til að geta spyrnt við.
Ég veit bara að ég hrífst af fallegum hlutum, og að reyna að raða þeim upp á fallegan hátt.
Ég geng inn í herbergi og ég sé það strax fyrir mér eins og ég vildi helst raða því upp.
Ég á erfitt með að sitja á mér þegar að ég sé að mynd er of lítil á vegg,
eða hangir of hátt eða og lágt – ég er sennilegast bara Monica.
Það er líka þannig með mig, eins og væntanlega fleiri, að ég eldist með hverjum deginum (HA!!) og smekkurinn breytist ört. Núna fer maður líka daglegann bloggrúnt og skoðar allt í veröldinni á netinu, og gerir það á degi hverjum, þannig að það er kannski ekkert skrítið þó að maður sjái alltaf eitthvað nýtt sem gleður augað.
Ég trúi því líka að maður geti skapað sér fallegt heimili án þess að hafa milljón krónur og aura á milli handanna.
Þetta er bara spurning um að velja, raða og finna hluti sem að ganga saman.
* Með því að fara í t.d. Ikea, er hægt að kaupa saman nokkra ramma til þess að gera flotta myndagrúbbu. Það getur gert ótrúlega mikið fyrir herbergi. Það er fátt einmannalegra en ein lítil mynd á risastórum vegg.
* Ef sófinn er berangurslegur, þá má alltaf gera hann kósý með púðum og teppum.
* Ef það vantar að aðgreina svæði, eins og hjá sófa og sófaborði, þá er lausnin hlýlegt fallegt teppi.
* Komdu með náttúru “element” inn í rýmið. Settu greinar í vasa, bastkörfur, eða t.d. sísalmottur. Það gerir ótrúlega mikið.
* Ef einhver húsgögn eru orðin þreytt. Er þá ekki hægt að breyta þeim eitthvað? Mála, spreyja eða hvað?
* Reyndu að fela allar snúrur, það er alveg ótrúlegt hvað það gerir mikið að sjá ekki í snúrurnar. Það er oft hægt að setja einn nagla aftan í mubluna sem sjónvarpið stendur á og festa snúrur í naglann. Eða ef það er bil á milli gólfs og mublu, þá væri hægt að setja körfur þar fyrir, fela snúrur og fá aukageymslu í leiðinni.
* Að setja gardínurvængi getur breytt miklu, og er góð leið til þess að skapa hlýleika.
* Að mála í fallegum lit, þó ekki sé nema einn vegg, er mjög áhrifamikil leið til þess að umbreyta rýminu.
* Prufaðu þig áfram, það gerist nefnilega svo oft að maður skellir einhverjum hlut niður – og hann “festist”. En prufaðu að færa hlutinn úr stofunni í forstofuna, eða í eldhúsið eða í …… ?
* Kertaljós, nánast allt verður kósý þegar að ljósin eru slökkt og kveikt er á kertum.
Stjakarnir mega koma héðan og þaðan. Þessir eru held ég allir úr Daz Gutez, og svo má búa sér til krukkuljós.
Svo er líka bara að muna eitt, þetta er þróun. Þetta er ferli sem að tekur tíma og gerist ekki yfir nóttu (nema þú sért unglingur að breyta einu herbergi). Þetta getur virkað yfirþyrmandi en þá er bara að byrja á einhverju einu. Fáðu þér bakka á borðið og raðaðu einhverju skemmtilegu á hann. Einhverju sem þér finnst fallegt. Einhverju sem að gleður þig – því að til þess er leikurinn gerður, til þess að gleðja þig ♥
Ekki vera hrædd/ur, prufaðu þig áfram, ég lofa að púðar bíta ekki!
Eigið yndislegan dag!
fara úr sokkunum haha ég hló upphátt 🙂
þú ert æði
jiii minn hvað ég sá sjálfa mig í þessum pósti! Ég var líka unglingurinn sem fór að breyta herberginu á kvöldin þegar allir voru farnir að sofa. Eftir að ég og bóndi minn fluttum sagði hann reglulega að hann rataði ekki um húsið þegar hann læmi heim úr vinnunni ég væri búin að færa öll kennileyti. En það er eitthvað við þetta að breyta og færa sem veitir manni hugarró. Ég er endalaust að færa ,,litlu” hlutina 🙂 Alltaf gaman að lesa bloggið þitt 🙂
Ásta
Hahaha 🙂
þú ert svo mikið yndi, og gaman fyrir okkur að þú skulir vera þessi breyti-týpa 🙂 Mig vantar svo þetta framkvæmdagen en hugmyndirnar koma alltaf en vantar meira að koma þeim í framkvæmd 😉
kveðja,
Halla
Flottar pælingar hjá þér. Skil þig svo vel með þessa breytiþörf, hef alla tíð þurft að breyta í kringum mig helst í öllum árstíðarskiptum…. ferlegt alveg. Þú hinsvegar neglir alltaf þessar breytingar þínar, Alltaf, Alltaf þvílíkt vel heppnaðar.
Knúzzer von DE
Haha ég er líka svona breytingaóð,eiginmanninum til mikillar ánægju 😉
En mér datt í hug þegar þú fórst að tala um bloggrúntinn þinn hvort þú gætir ekki deilt honum með okkur?Mér finnst alltaf svo gaman að uppgötva ný blogg til að fylgjast með
Vá hvað ég á mikið sameiginlegt með þér, gott er ef það var ekki bara allt í þessum pósti!;)
Ég sneri reglulega herberginu mínu við og var stöðugt að breyta einhverju og er þannig enn í dag, nú hef ég bara stærra “leiksvæði”.
Mömmu og pabba fannst þetta bara hið besta mál og voru oft forvitin að vita hvernig var inni í herberginu mínu þennan daginn. Ég erfði þessa breytiþörf frá honum pabba mínum sem stundaði einnig það sama á unglingsárunum 😉
Sem betur fer að þá á ég þolinmóðann mann líka og ef hann finnur ekki eitthvað að þá spyr hann breytióðu konuna sína hvar ég geymi þennan hlut í dag;) hahhaha
Þetta er bara svoooooo gaman! 🙂
He he já auuuumingja herra breytum hús ég meina skreytum hús 😉 Fara úr sokkum er komið í góð heimilisráð bókina mína 🙂
Endalaust gaman að því að fylgjast með þér mín kæra, og ég er sko algjörlega hlynnt því að það sé nauðsynlegt að breyta til einstaka sinnum (ok…allt í lagi svolítið oft) ef maður hefur þörf fyrir það…ég er bara ekki alveg komin í þjálfun við að finna út bestu leiðirnar/staðsetningarnar fyrir húsgögnin. Það stefnir hins vegar að við förum að flytja eftir tæpt ár (höfum sko tímann fyrir okkur) og ég er strax byrjuð að hugsa hvernig ég ætla að hafa þetta allt saman…rammagrúppur, vegghillur og fleira og fleira 😀 Bara gaman!!
Hlakka til að sjá fleiri breytingar hjá þér 🙂
Kv. Margrét
Vá ég uppgötvaði sjálfan mig upp á nýtt þegar systir mín benti á bloggið þitt og er ég búin að fygljast með nánast daglega, systir mín segir stundum við mig þegar hún kemur í heimsókn, vó varstu að skoða “skreytum hús” hehe 😉 er endalaus þakklát fyrir bloggið þitt, alltaf uppáhalds 😀