…það er bara þannig að kökudiskar á fæti eru yndi! Ok?
Ég fæ bara ekki nóg af þeim
Hér kemur því póstur með tveimur diskur sem að ég DIY-jaði fyrir sjálfa mig. Áður hef ég gert þennan hér – ef þið viljið kíkka á hann!
#1
…en þetta er sem sé þessi hér, sem ég sýndi ykkur um daginn.
Skál sem var snúið á hvolf, keypt í Daz Gutez…
…og trébakki með glerkúfli sem var keyptur á sama stað…
…og svo settir saman…
…þið voruð mjög sáttar við þetta svona. En hins vegar look-aði það betur á mynd en í alvöru. Mig langaði ekki að vera með tréð á móti álfætinum…
…þannig að ég spreyjaði, en hins vegar var ég ekki skotin í litinum…
…en hins vegar lyftist heldur betur brúnin á frúnni þegar að fallegu spreylitirnir, sem að ég fékk í Slippfélaginu í Borgartúni, voru komnir í hús, þá var bara vandamálið að velja
…og svo la voila – fyrst var ég í heiftarlegum pælingum um að halda toppinum viðarlituðum, en nahhhhhh…
…betra bara svona, ekki satt?
…það er líka svo gaman að fá svona “pop of color” inn í eldhúsið…
…og á björtum sumardegi, eins og í gær, þá look-ar þetta bara vel…
…ég er svo skotin í honum, og vitið þið hvað! Svo ef ég fæ leið þá er bara að spreyja aftur, og aftur og aftur – fínt fyrir konur sem eru í órólegu deildinni…
#2
…síðan var það þessi litli sem kom líka með mér heim, krúttið á honum…
…ætlaður til upphengis, jú sí…
…og lítill kertastjaki, kostaði litlar krónur…
…og sameinaðir, og búið að þræða borða
Heyrðu já, og blómaleyfarnar sem voru á diskinum hurfu bara þegar ég strauk yfir með stálull…
…þetta er nú bara smá spilun ekki satt?
…hvor er sætari #1 eða #2 ?
….eigið þið ekki einhverja svona upphengisdiska sem er hægt að breyta í kökudiska.
Ég er sérstaklega skotin í að geta sett mismunandi borða eftir tilefnum, það er bara gaman!
Geggjaður túrkisliturinn. En samt báðir diskarnir sætir. Þarf greinilega að kaupa mér nýtt sprey
Kv. Auður.
Vá þeir eru báðir dásamlegir, en ég held að nr 1 vinni! Hann er hreinlega gordjöss, liturinn alveg æði, er ekkert smá ánægð að hægt er að finna þessa liti í spreyi þægilegar að spreyja en mála
kv Ásta
ohhhh snillingurinn þú !!!!!
Báðir eru betri! Liturinn á þeim fyrri og borða hugmyndin á þeim seinni, snilld!
Báðir rosalega fallegir
Jessoribobb! Love it!
Æði pæði
Kveðja
Valgerður Sig
Æðislegir báðir tveir
ég er með spurningu varðandi bláa turkis-diskinn. Ég á líka svona viðarplatta sem mig langar að spreyja (keypti hann einmitt í þeim Góða)
Hvernig er það þegar þú skerð á þessu, flagnar ekkert spreyið upp, seturu eitthvað lakk yfir ?
Góð spurning Hlín, og svarið er eiginlega bara það kemur í ljós
Hafði hugsað mér að nota svona kökublúndu áður en ég setti köku á diskinn en annars þarf ég að skoða þetta bara nánar. Leyfi ykkur að fylgjast með!
Glæsilegt ég keypti einmitt akkúrat þessa tvo liti í Litalandi hér á Akureyri fyrr i sumar
Ég er greinilega meira fyrir less is more, mér finnst nr. 2 sætari en hinn er líka sætur.
Sæl báðir flottir! Með hvernig lími mælir þú með?
Cute
Ideas
♥️Thank You FOR Sharing
VERY Creative
G-d♥️Bless