…vá, takk fyrir frábæru viðbrögðin við málarapóstinum mínum fyrir helgi.
Það voru svo margar fyrirspurnir að ákvað bara að henda inn hérna smá pósti með helstu svörum…
Varstu með einhvern grunn fyrst eða notaðir þú þessa útimálingu bara beint á ?
Skvo, ég barasta henti blessaðir málningunni beint á. Hvers vegna? Ég er svo hrikalega óþolinmóð, og svo var ég ekki alveg viss um hvernig þetta yrði allt saman og vildi ekki vera búin að pússa upp allan neðri hlutann.
Hvaða máling er þetta? lakk?
Þetta er sem sé útimálning, en hins vegar setti ég glært lakk yfir.
Þurftirðu að forvinna e-ð undir málninguna?
Það hefði örugglega borgað sig að fara létt yfir með sandpappír, en eins og áður sagði. Þá er ég svo óþolinmóð að ég bara dembdi mér í þetta. Síðan var ég líka að pæla í að þó að það komi svona “rispur” í þetta þá verði borðið bara meira rustic. En ég skal leyfa ykkur að fylgjast með !
Hvaða tegund og gljástig er á málningunni?
Þetta er mött útimálning og ég sé með því að lesa á fötuna að það stendur á steinsteypu eða múrhúð 🙂 Hins vegar mæli ég með að fara í Litalandið í Borgartúni og bara bera það sem að þið eruð að fara að gera undir Garðar og co. Þeir vita allt og eru mjög hjálplegir.
Spurning hvort það kæmi ekki vel út að mála fæturna á sófasettinu svarta?
Hmmmmmmm, pæling! Nema hvað að það er alltaf á döfinni hjá mér að selja settið einn góðan veður dag, og því vil ég ekki mála fæturnar á því að svo stöddu.
Mig langar að forvitnast um bláa litinn (í dósinni) hjá þér… hvar þú fékkst hann??
Líka í Litalandi í Borgartúni, þið getið örugglega bara sagt við Garðar að þið viljið sama bláa litinn og Soffia hjá SkreytumHús.is keypti hjá honum 😉
Sæl:)
Alltaf gaman að skoða bloggið þitt:) fæ endalaust af hugmyndum frá þer:) nú er það bara að tjekka hvort það komi vel út að gera eldhúsborðið mitt svona dökkt að neðan;P
Langar samt að spyrja þig hvort þú vitir hvernig er best að gera upp triptrap stól:) hann er sem sagt viðalitaður og langar mig að gera hann i einhverjum flottum lit 🙂 þá er eg aðalega hrædd um að eg eigi eftir að gera einhverja vitleisu og hann muni byrja flagna strax:/ haha
Kv Hulda