Just do it – DIY…

…ég hef nú rætt það áður hvað mig langar að skipta út sófasettinu okkar.
En það verður víst að bíða aðeins betri tíma og á meðan þá vinnur maður úr því sem maður hefur, ekki satt?

2012-05-16-121641

Enginn sem les síðuna hér hefur misst af ást minni á Pottery Barninu góða.  Dag einn, þegar að ég var ráfa um á netsíðunni þeirra þá rak ég upp stór augu, og svo smá óp!

Sjáið bara þetta!!

img46c

Zessi er næstum eins og minn!  og það sem að hefur farið í taugarnar á mér í stofunni er hversu brún hún er þannig að…

Pottery-Barn-coffee-table

…ég skundaði af stað niður í Slippfélag, þar sem að ég fékk frábæra þjónustu og ráðleggingar, sem endranær. og keypti matta svarta málningu…

2013-08-13-215906

…síðan í gærkveldi, þegar kall og kríli voru komin í ból, þá fór ég inni í stofu og við störðum á hvort annað, ég og borðið…

2013-08-14-011359

…þetta er ágætisborð, keypt í Míru ´99 eins og flest húsgögn á þessum tíma, og hefur staðið sig vel.  Stærðin er góð og borðið þolir allt – en skyldi það þola mig með málningarpensilinn?

2013-08-14-011410

Í svo í björtum geislum “sólarinnar” (og það er skýjað og leiðindi út, en hitt hljómar betur) næsta morgun, undir fuglasöng (ok, þetta er bara uppþvottavélin en só?) þá bara taaaaaadaaaa, eða TAAAAADDAAAAA!

2013-08-14-112400

…ég verð að segja ykkur að ég er svoooooo skotin í því að það hálfa væri nóg.  Ég og borðið höfum endurnýjað heit okkar og tilhugalífið hefst á nýjan leik, Im in luv ♥

2013-08-14-112415

…aðeins raða á nýjan leik á borðið…

2013-08-14-112525

…nýji flotti löberinn frá Ikea kominn á sinn stað, þessi hér

2013-08-14-112536

…og nýji fíni púðinn minn, hann er svo fínn þessi elska…

2013-08-14-112544

…en borðið maður minn, ég er svo mikið ánægð með þetta…

2013-08-14-112555

…einföld breyting og allt sem þurfti.  Margir hefðu kannski hvíttað það, en það passar bara ekki inn í stofuna mína, þannig að fyrir mig, þá er þetta perfektó!

2013-08-14-112619

…eruð þið ekki sammála?

Spilun eða bilun?

2013-08-14-112632

…mér fannst það vel þess virði að prufa þetta því að svona borð ganga kaupum og sölum á einhverja 1000kalla, þannig að ég lét slag standa.  Ég er ekki viss um að ég myndi vilja selja þetta borð í dag 🙂

2013-08-14-112639

…síðan er margt spennó í vændum, það er að segja ef einhver er hér.
Eruð þið hér?

Starred Photos183

Þú gætir einnig haft áhuga á:

45 comments for “Just do it – DIY…

  1. Jana Ósk
    14.08.2013 at 12:12

    Æði
    Æðiæðiæðiæðiæði
    Æði

  2. Hulda
    14.08.2013 at 12:14

    Ahh… bjútífúl 🙂

  3. Margrét
    14.08.2013 at 12:15

    Ójá er hér og bíð spennt 🙂 Finnst borðið osom, næstum sé eftir að hafa losað mig við mitt í 2007 biluninni 🙁

  4. Bára Magnúsdóttir
    14.08.2013 at 12:17

    Mjög flott og það er nú líka hægt að fara hamförum í hvíttun, svo það er extra gaman að sjá að annað er líka til 😉 gaman að fylgjast með þér 🙂

  5. Inga
    14.08.2013 at 12:20

    þetta er eins og nýtt borð! Æði!

  6. Anonymous
    14.08.2013 at 12:22

    Mjög flott, alltaf gaman að fylgjast með þér, snilli 🙂

  7. Halla
    14.08.2013 at 12:24

    Hrikalega flott hjá þér og liturinn virkar ferlega flottur 🙂 ég er með stofuborð sem ég málaði svart fyrir 2 árum en það er meiri lakkáferð sem ég var einmitt að pirra mig á í gær því það rispast svo mikið !! Varstu með einhvern grunn fyrst eða notaðir þú þessa útimálingu bara beint á ? ég þarf amk klárlega að komast yfir svona dollu 🙂
    kveðja úr sólargeislunum á austurlandinu 🙂
    Halla

  8. Gauja
    14.08.2013 at 12:38

    þetta er geggjuð breyting… á á einmitt svona borð og er farin að líta í kringum mig með að endurnýja það….en eins og þú segir þá þolir þetta borð allt og mjög barnvænt :-þ
    Hvaða máling er þetta? lakk?

  9. Ása
    14.08.2013 at 12:39

    Klárlega spilun…….

  10. Edda Björk
    14.08.2013 at 13:06

    OMG G E Ð V E I K T !!! ohhh þú ert svo mikill S N I L L I N G U R … ég segi það og skrifa:-)

  11. Svandís
    14.08.2013 at 13:14

    TRUFLAÐ! Æðó flott 🙂
    Hlakka til að sjá meira hvað þú ert að bardúsa.

  12. Margrét Helga
    14.08.2013 at 13:26

    Vávávávává!! Ekkert smá flott!! 😀 Tótallí spilun!
    Er reyndar líka með svona “erkominmeðleiðásófanummínum” í gangi…og á meira að segja svipað míru-borð! 😀 Vinkona mín gerðist í sumar besta vinkona Youtube og saumaði utan um sófasettið sitt, sem hún var komin með leiða á…alveg þess virði að prófa 🙂

  13. Svava
    14.08.2013 at 13:36

    vá hvað þetta kemur rosalega flott út !! -snilli

  14. Ragga
    14.08.2013 at 13:38

    Glæsilegt hjá þér……;) ótrulega töff

  15. Sigga Dóra
    14.08.2013 at 13:45

    Mér finnst þetta alveg geggjað flott ,rosalega mikill munur sem þetta gerir fyrir stofuna:)

  16. 14.08.2013 at 13:47

    aaaalgjörlega spilun !!

    Geggjað ! Er einmitt með eitt Míruborð út í geymslu sem ég er búin að reyna að selja en ekkert gekk. Þarf að prófa að henda því á sölu núna og það gengur örugglega betur….hehe
    Myndi nota það sjálf núna ef ég hefði pláss fyrir það.

    kv
    Kristín

  17. Berglind Ósk
    14.08.2013 at 13:49

    Mjög flott hjá þér!
    Hlakka til að sjá hvað gerist næst 🙂

  18. Anna
    14.08.2013 at 14:03

    Meiriháttar flott breyting.
    Hvaða tegund og gljástig er á málningunni?

    Kv.
    Anna

  19. Hjördís
    14.08.2013 at 14:29

    Spilun!!!
    Ótrúlega mikil breyting og borðið æði.

    Kv.Hjördís

  20. Hrafndís
    14.08.2013 at 15:31

    Bara flott !
    Ég er að hugsa um að gera þetta við mitt borð ! 🙂

  21. Anna
    14.08.2013 at 17:16

    Rosalega er þetta flott borð núna! Mjög smart.Spurning hvort það kæmi ekki vel út að mála fæturna á sófasettinu svarta?

  22. Guðbjörg Valdís
    14.08.2013 at 17:54

    Flott breyting, þetta breytir alveg rosalega miklu 🙂

    En í vor réðst ég einmitt á mitt Miru borð útaf nákvæmlega sömu ástæðu og þú… á brúnt leðursófasett og fannst stofan mín of brún. Svo ég náði í málningarpensilinn og málaði borðið eins og þú nema bara í hvítu, var að pæla í svörtu en hvítt passaði miklu betur inn hjá mér.
    Og ég er svooooooooooo ánægð með “nýja” borðið mitt að það hálfa væri nóg. Næsta verkefni hjá mér er borðstofuborðið mitt (það er einnig Miru borð) og ég ætla að gera eins við það 🙂

    Ég hlakka mikið til að sjá hvað þú gerir næst 😉
    Takk enn og aftur fyrir æðislegt blogg, ég er alltaf jafn spennt að kíkja hérna inn 🙂

  23. 14.08.2013 at 18:19

    Þetta er bara bjútífúl!!!!!

  24. sibba
    14.08.2013 at 18:37

    Mjög flott 🙂

  25. Lilja
    14.08.2013 at 19:36

    Virkilega flott!

  26. Svandís
    14.08.2013 at 21:56

    Glæsilegt, alltaf svo gott þegar einhver prufar þetta fyrir mann!

  27. Kolla
    14.08.2013 at 21:58

    SPILUN 🙂

  28. Helena
    14.08.2013 at 22:32

    Sjúklega flott!! 🙂
    Kv. Helena

  29. Vaka
    15.08.2013 at 09:35

    Rosalega flott 🙂
    Mig langar að forvitnast um bláa litinn (í dósinni) hjá þér… hvar þú fékkst hann??
    Kveðja, Vaka

  30. Hólmfríður Kristjánsdóttir
    15.08.2013 at 11:20

    Kemur rosalega vel út 🙂
    Þurftirðu að forvinna e-ð undir málninguna? Er með eitt vaxborið borð sem þarf að hressa upp á…

  31. 15.08.2013 at 14:35

    svo flott 🙂 málar svo bara sjónvarpsskenkinn eins svartan og þá þarftu bara alls ekkert að fá þér nýtt sófasett

  32. Guðrún Björg
    15.08.2013 at 15:48

    Þetta er spilun 🙂 er einmitt með algjöra litabilun í gangi, erum enn að reyna að finna okkar stíl en með nýlegum kaupum á svörtu borðstofusetti væri athyglisvert að blanda saman brúnum og svörtum tónum til að fá meiri samhljóm í stóra rýmið. Hef þetta í huga

  33. Sunna
    15.08.2013 at 21:05

    Vá þetta er ekkert smá flott!

  34. Helga Eir
    19.08.2013 at 16:51

    Vá – ekkert smá flott! Elska þegar svona “litlar” breytingar gera svooo mikið fyrir mann! 🙂

  35. María Rut
    04.03.2014 at 23:48

    Hæhæ, hvar fékkstu litlu ,,heims”kúlurnar sem eru í glerkúplinum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.03.2014 at 02:05

      Sæl María,

      þessir hnettir eru frá Crate and Barrel, og eru frekar gamlir. En þú færð svipaða í MyConceptStore 🙂

  36. Guðný
    05.06.2014 at 12:54

    Kemur mjög flott út, er einmitt með nákvæmlega eins borð og er að spá í að apa þetta eftir þér :). Ég er að spá í hvort þú gerðir eitthvað við borðplötuna. Hvernig ætli hún komi út ef maður pússar hana…

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.06.2014 at 18:10

      Ég gerði ekkert við plötuna á því, ekki enn – enn kannski meur það síðar. Hins vegar pússaði ég aðeins plötuna á hliðarborðinu og hún varð voða rustic og fín: http://www.skreytumhus.is/?p=16509

  37. Linda
    06.06.2014 at 01:17

    Hvernig ætli það komi út að mála það með hvítu í stað svarta ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.06.2014 at 18:11

      Örugglega mjög fínt þar sem það passar 🙂

  38. Harpa
    24.11.2016 at 22:05

    Sæl Soffía. Mjög fallegt hjá þér. Ég var að senda þér facebook skilaboð. 😊

  39. Ásdís Kristjánsdóttir
    23.04.2020 at 12:50

    Sæl. Ég er með svipað sófaborð og er yfirborðið orðið pínu ljótt. Hvað gerðir þú? Ætla að halda sama lit ef það er hægt. Er ok að pússa ? Hvað barstu á það? Mannstu það..langt síðan 😁
    Með fyrirfram þökk.
    Ásdís

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:45

      Sæl Ásdís,

      við höfum ekkert borðið á borðplötuna nema eitthvað svona vax fyrstu árin.
      Mæli bara með að tala við fagmenn, eins og t.d. hjá Slippfélaginu og fá hjálp þar!

      kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *