…eitt af því sem að ég tel vera mestu forréttindin við það að vera blómaskreytir er sú staðreynd að þú færð að taka þátt í stóru stundunum með fólki. Bæði hamingjustundunum, og svo líka þeim sem sorgin kemur við sögu í.
Bæði sorg og gleði er órjúfanlegur hluti af lífi okkar allra, og því er það mér bæði skylt og ljúft að reyna að gera eins vel og ég get við þessi tilefni.
Ég fékk góðfúslegt leyfi að standenda til þess að birta myndir af kransi og kistuskreytingu sem ég gerði. Hinn látni var mikill náttúruunnandi og því reyndi ég að notast við mikið af efni úr náttúrunni, eins og t.d. bara rifsberjagreinar, hvönn og njóla.
Í stað þess að vefja kransinn með thuju eins og vaninn er, þá notaði ég mosann og börk.
…hringurinn er táknið fyrir eilífðina, hann hefur ekkert upphaf og engann endi…
…þrátt fyrir að í kransinum séu rósir og liljur,
þá finnst mér hvönnin er eitt fallegast blómið sem ég veit um.
Fullkomin kúluvöndur frá náttúrunnar hendi…
…í stað þess að vera með eina skreytingu efst, þá eru tvær grúbbur á þessum kransi…
…kransinn var vafinn í bak og fyrir…
…kistuskreytingar eru hins vegar eins og krossinn í laginu…
…ljósið í kirkjunni féll svo fallega inn um gluggann og á kistuna…
…en síðan heldur tilveran áfram, og ef við erum heppin – þá er einhver sem leiðir mann ♥
Virkilega fallegt hjá þér !
Kv AS
Fallegt eins og alltaf hjá þér!