…það er um að gera að reyna að njóta þessa sumardaga sem að eftir eru…
…en gott að hafa luktirnar á staðnum, til þess að nýta á kvöldin. Eins og þið sjáið kannski þá er bara gler í annari luktinni, en þá er um að gera að setja bara lurka og köngla í hina…
…ég var að taka til róta í bílskúrnum og þess vegna hrúgaðist eitt og annað á borðið, svona til þess að viðra það…
…þar á meðal þessi litli…
…hann hóf feril sinn í Daz Gutez og ég hreinlega gleymdi að mynda greyjið. Svo var hann málaðar og ég réðist á hann með sandpappír, og la voila…
…kemur bara ágætlega út, ekki satt?
…allir púðarnir í sátt og samlyndi…
…bakkar og kertastjakar…
…inni í bílskúr leynist líka þessi bjútí, mig snarvantar að finna henni góða stað…
…sem sé, offramboð á góssi!
Stærra hús?
Minnka við sig dótið?
Erfitt að vera hoarder 🙂
…í öðrum fréttum þá fékk þessi litla fegurðardís sumaróskina sína uppfyllta…
…loks göt í eyrun!
Stolta, litla stóra stúlkan mín ♥
Endalaus dásemd….
Svo fallegt hjá þér eins og alltaf 🙂
Ég er svo skotin í litnum á kertastjakanum, þessum bláa,manstu hvað hann heitir eða hvar þú keyptir hann?
Takk fyrir kæra Hulda 🙂
Liturin er frá Martha Stewart og heitir: Jet Stream með Perlu-áferð! Hann fékkst í Skrapp og Gaman en þú færð þetta sennilegast í Föndru núna.
Endalaust fallegt hjá þér,jibbí fyrir þessari sumarósk svo gott þegar þær rætast
Takk fyrir þetta, ég fer þá á stúfana á morgunn 🙂