….I did it again 🙂
Ég fékk hjá henni systur minni þennan líka eðal skúffuskáp! Ekki merkilegur en ágætis hirsla og ég var komin með rétta staðinn fyrir hana í huganum…
….best að sýna ykkur líka hvað ég var að spá. Mig langaði svo að brjótast aðeins út úr þægindarammanum og nota smá lit, svona til tilbreytingar. Eitthvað í líkingu við þetta…
…þannig að fyrsta vers var að taka málininguna framan af skúffunum.
En viti menn…
Bíðið aðeins….
Vóóóóó, er það bara ég eða er þetta æðislegt?
…einhvern tímann voru sumar skúffurnar ljósbláar, og þá kom liturinn svona í gegn þegar að pússað var…
…aðrar voru reyndar bara grænar, en so what?
Ég er að fíla þetta svoldið mikið…
…nú er bara málið!
Er ég komin með Stokkhólms-heilkennið eða er þetta bara flott svona?
…eins og ég segi, stundum er maður ekki alveg viss hvort að maður sé bara orðin svona “samdauna” því sem maður er að gera eða hvort að hlutirnir séu í raun að ganga upp!
Þið þurfið líka að sjá þetta fyrir ykkur á hjólum, t.d…
…svona! La voila, galdrablogg 🙂
Síðan er ég í pælingum með að notast við planka úr gamalli trépallettu þarna ofan á, og þetta yrði eins konar bekkur!
…þannig að segið mér nú: Spilun eða bilun?
Ég var sjálf svo upprifin og spennt yfir þessu, og þegar að eiginmaðurinn kom heim sagði ég:
” er þetta ekki æði?”
Fékk svar um leið: “uh, nei!” Þessir kallar 🙂
Koma svo, spilun eða bilun?
spilun… hlakka mikið til að sjá útkomuna 🙂
Svaka flott 🙂
Já algjörlega spilun, finnst liturinn flottur en spurning að prufa að sleppa hjólunum ef þú græjar þetta sem bekk… spennandi að sjá. Ég veit að sama hvað verður endar þetta í dýrðlegheitum eins og allt annað frá þér 🙂
Mér finnst klárlega eitthvað skemmtilegt við þetta!
Spilun!
Klárlega spilun! Verður spennandi að sjá hvar þetta endar…uuu, en svona miðað við breytingarþörfina þína þá ætti maður kannski að segja að það verði spennandi að sjá hvar þetta byrjar 😀
Spilun! Hlakka til ad sja hvad thu gerir vid toppinn….Planki eda ekki?
Algjörlega spilun! Ótrúlega fallegt og ég hlakka mikið til að sjá lokaútkomuna 🙂
Spilun!
Halló þú varst ekkert búin ad blaðra þessu – klárlega spilun (“,)
snilli
Klárlega spilun!! Hlakka til að sjá útkomuna snillingurinn þinn 🙂
Knús,
Helena
Mjög flott, hlakka til að sjá hvar þetta endar 🙂