Allan heiminn…

…eða alla heimana?  Eða hvað?

Ég var sem sé að breyta á borðinu mínu, einu sinni enn og sá það að ég var búin að setja 4 hnetti þar – þetta hlýtur að vera heimsmet í hnöttum, ekki satt?

2013-07-15-225124

…ég var að reyna að ýta sjálfri mér út fyrir þægindarammann með því að setja lampann minn ekki á endann á borðinu.  Svakalega erfitt!  Síðan til þess að minna mig á þægindarammann, þá eru tveir tómir rammar sem að standa bara upp á rönd og gera ekkert annað en að vera sætir…

2013-07-15-225128

…í stað þess að nota löbera, eða bakka, þá bjó ég bara til sæta bókastafla sem að hlutirnir standa á.  Aftur svona smá út fyrir kassann – ég er svona líka villt í lok júlí bara…

2013-07-15-225133

…fallegi Ikea lampinn minn gleður mig jafn mikið í dag og þegar að ég keypti hann, svo mikið er víst!

2013-07-15-225147

…ég er líka alveg að fíla hvernig að litrnir í hnöttnum passa við litina í málverkinu hans pabba þarna á bakvið…

2013-07-15-225151

…og skrautlista-thing-a-ma-bob-ið sem að ég keypti á sínum tíma í Góða, og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við, hefur svo sannarlega fengið að flakka um innanhúss.  En ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta frekar skemmtilegur hlutur sem að gefur svona karakter, því að hann er eitthvað svo “örruvísi”…

2013-07-15-225159

…af því að lampinn er gagnsær þá er hann ekki of “þungur” svona sjónrænt séð, og svo er bara gaman að sjá hlutina á bakvið í gegnum hann…

2013-07-15-225204

…nærmynd…

2013-07-15-225237

…fjærmynd…

2013-07-15-225241

…og hliðarmynd!

Ég þyrfi kannski að taka aðra myndir fyrir ykkur þar sem að ég tek skrautlistann og rammana í burtu.   Því að fyrst var borðið þannig og þá fannst mér það vera eitthvað svo bert og ekki nógu spennó.  Mér finnst gaman að setja á fleiri “layers” þannig að hlutirnir virki betur saman.

Veit ekki hvor að það sé bara árstíminn, en eruð þið ekki ennþá hérna?  Sá einmitt að í skreytislistapóstinum þá var ég líka að leita að ykkur 🙂

Það eru kannski bara allir í sumarfríi og enginn nennir að skoða tölvuna!

2013-07-15-225251

Alla veganna ♥ knúzar ♥

9 comments for “Allan heiminn…

  1. Guðbjörg Valdís
    31.07.2013 at 10:02

    Ég er hér! Ég er alltaf hér 😉 hehehe
    Alltaf gaman að koma hingað í heimsókn 🙂

    Pé ess…
    ég er svo hrifin af málverkinu þínu eftir hann pabba þinn – það er gordjöss!

  2. 31.07.2013 at 13:23

    Svo yndislega fallegt hjá þér alltaf, gott að fá hugmyndir því að ég á alltaf í erfiðleikum að koma fyrir hnöttunum mínum tveimur sem ég keypti í ferðinni góðu hérna i denn 😉

    ….held að allir séu í fríi, allir týndir á síðunni minni líka !

    knúz

  3. Sigga Dóra
    31.07.2013 at 13:48

    Ég er hérna,kíki daglega :)Bara afskaplega léleg að kvitta :/
    Kveðja Sigga Dóra

  4. Kristjana Henný Axelsdóttir
    31.07.2013 at 16:19

    Þú ert nú meiri VILLINGURINN!!! Fjórir hnettir, tveir rammar og engin löber né bakki…..mér finnst þetta koma MJÖG vel út. :o)

    kveðja….frá Krissu sem er ekki í fríi.

  5. Bogga
    31.07.2013 at 18:21

    Þer er nú bara nauðsynlegt að taka tölvuna með í fríið til að kíkja til þín í “heimsókn” 🙂 og skoða hjá þér heiminn.

    kv. Bogga

  6. 31.07.2013 at 22:19

    hundlélegur kommentari en dyggur lesandi 😉

  7. Lilja
    01.08.2013 at 09:54

    Kíki alltaf og hef gaman af. Er bara mjög léleg í að kvitta. Þessir dagar og framyfir Helgi einkennast mjög af ferðalögum og neti ferð minnkar til muna. Takk fyrir skemmtilega síðu með yndisfögrum hugmyndum.

  8. 01.08.2013 at 14:55

    Ja herna Dossa…Ahrifamatturinn fra ther er svo mikill ad thegar eg var i TJ Maxx
    (ad kaupa sko….ekki husgogn eda dotary) tha labbadi eg fram hja hnetti sem si svona lenti i korfunni hja mer…Eg hafdi engin vold lengur…thetta var svona Dossu hnottur og langadi med mer heim.
    Brynja

  9. Sara Björk
    01.08.2013 at 22:07

    Les alltaf … en mjöööög léleg í að kommenta :/
    kv. Sara Björk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *