…,á þessum degi, var litli maðurinn enn í mömmubumbu. Skrítið, þetta virkar fyrir heilli eilífð síðan, en samt er þetta svo stutt 🙂
Hins vegar verð ég að segja ykkur að þegar að ég var ólétt að honum, þá skartaði ég stærstu bumbu á Íslandi (ok, ég veit að öllum óléttum konum líður þannig) en ég er samt næstum viss að þetta er satt! Næstum, alveg, kannski, örugglega 😉
En sönnunargagn A) – þetta er ekki risavaxinn loftbelgur sem að hún dóttir mín stendur við…
…sönnunargagn B) lítil börn hlægja og benda á bumbuna, og þá er hún vel stór…
…en já, þarna inni var “bara” eitt barn 🙂
…sönnunargagn C) heil fjölskylda gat haldið um bumbuna í einu, og gæti eflaust haldið sér á floti með henni 😀
…awwwww – lillan mín er svo lítil þarna ♥
…en bumban mín er allt annað en lítil 😉
…síðan kom hann í heiminn, litli maðurinn, 4720gr og 57cm…
…algjörlega ást við fyrstu sýn ♥
…hjá okkur öllum….
…og þið sjáið kannski af hverju hann er litli maðurinn, þetta var nefnilega bara lítill kall sem að kom í heiminn. Ég var mest hissa að hann væri ekki með pípuhatt og staf…
…haha – awwww 🙂 Hann er í svo fallegu heimferðadressi sem að elsku dúllan hún tengdó gerði…
…en svo að báðar ömmurnar njóti sannmælis þá er hann með teppi sem að elsku mamma gerði…
…litli kall…
…og það þurfti náttúrulega að kynna hann fyrir öllum fjölskyldumeðlimum…
…að segja að stóra systir hafi tekið honum vel strax frá upphafi nær varla að lýsa því.
Hún var/og er svo yfir sig heilluð af honum ♥
…hann hefur sem sé verið með hvíta hárið sitt frá fæðingu og alveg dásamlegt barn (ég er alls ekkert hlutdræg sko)…
…tvö eins í apanáttfötum…
…og að kúra með stóru systur í bleiku svítunni…
…mér finnst þessi mynd af honum svo fyndin.
Þegar að pabbi minn sá hana þá heyrst í honum:
“jáááá, hann verður örugglega kjötiðnaðarmaður” 🙂
…svona líka kátur í myndatöku…
…en svo mikið kríli eitthvað…
…þessi fær að fljóta með – því að hún er svo mikil uppáhaldsmynd af snúllunni…
Ótrúlegt hversu hratt tíminn líður…
…og svo á morgun, verður litli maðurinn okkar 3ja ára!
…ekki vandamálið að fá hann til þess að brosa í myndavélina í dag…
…en hann er enn yndislegur í alla staði…
…og þau tvö, bestu vinir! Svona oftast 😉
Hér getið þið síðan séð myndir úr herberginu hans.
Hér eru myndir úr skírnarveislunni.
Best í heimi að eiga svona heilbrigð og yndisleg börn 🙂
Til lukku með sæta strákinn þinn 🙂
Til hamingju með flotta drenginn þinn 🙂 Hann hefur akkúrat ekkert breyst frá því hann var nýfæddur skv. myndunum…aðeins stækkað og þroskast 😉
Yngri gormurinn minn varð 5 ára 21. júlí, þannig að það er ekkert langt á milli afmæla hjá þeim 🙂
eins og hafi gerst í gær….gaman að rifja upp þessar myndir ;))
Til hamingju með litla manninn þinn! Dásamlegar myndir 🙂
til hamingju með 3 ára afmælisguttann þinn 🙂
Til hamingju með litla manninn þinn, svo flottar myndir 🙂
Yndislegar myndir. Til hamingju með Gæja litla.