…eru náttúrulega bara dásamlega falleg og ég hef verið að skoða gamlar myndir á netinu, og hef auðvitað notað á kerti og krukkur, eins og svo margir aðrir.
…en ég vissi/mundi/þráaðist við, því að ég var viss um að ég hafði einhvers staðar í fórum mínum tvö svona “alvöru” gömul kort. Kort sem að ég keypti á Kvennó-árunum mínum þegar að ég var öll í antíkhlutunum. Viti menn, ég fann þau núna um daginn loksins. Ástæðan fyrir að ég gat ekki fundið þau áður var sú að ég hafði sett þau með gömlum ljósmyndum.
En sjáið bara, eru þau ekki falleg?
…annað kortið hafði ég keypt í fornsölu á *hóst* seinustu öld (dísus hvað maður hljómar aldraður)…
…en hitt kortið fann ég út að var skrifað til hennar ömmu minnar. Hún hét Guðrún og því er kortið stílað á hana Gunnu…
…mér finnst pínu erfitt að lesa þessa dásamlegu skrift, en kortið er skrifað á “sunnudagskveldið kl 8 – 17/11 1913”, eða mér sýnist þetta vera 13. Gaman að vita svona upp á hár hvenær þetta er skrifað, þetta er næstum eins og Facebook-status 😉
…rithöndin er líka einstaklega skemmtileg, og það er nú pínu sorglegt hversu lítið af póstkortum eru send í dag…
…kortin mín fallegu, þeim var stungið í “gluggann” sem að stendur við eldhúsgluggann…
…þau eru nú fallegri svona alvöru gömul, frekar en þessi sem að maður er að prenta úr af netinu…
…ekki satt?
…og svona er þetta þá í heild sinni, í bili 🙂
Ó svo dásamleg 🙂
Yndisleg kort og skemmtilegt bréf sem hún Gunna fékk…,,hélt næstum því að þú værir sáluð,, 😀 dásamlegt 🙂