…í Piiiier (syngist með þessu hér, rétt eins og Baggalútur gerði um árið).
Eins og ég sagði frá í pósti dagsins í gær, þá fengu smáhlutir að koma með mér heim úr Pier, eða á ég að segja smáfuglar. Ég er algerlega komin með fuglablæti á háu stigi og þá er fátt annað til ráða en að láta náttúruna taka völdin.
Sjáið þið hann?
Þarna í bakgrunninum…
…tókum þetta samt í réttri röð, bakkinn fagri er frá Ross (þar sem að allt kostar ekki neitt) í USA…
…og ég er svona líka skotin í honum…
…lítill kólíbrí fugl sem að flögrar um á honum…
…en yfir í Pier-góssið mitt, þá fékk einmitt þessi að koma með mér heim, ójá…
…og þessi vinur hans! Eru þeir ekki bjútifúl félagarnir?
…ef við kíkjum aðeins á detail-ana í póstunum, fiðrildi…
…fuglar og hreiður…
…svoldil svona script…
…og póstmerkin, bara allt eins og þetta hafi verið útbúið handa moi!
…stundum þegar maður er að mynda, og skoðar myndirnar í tölvunni eftir, þá sér maður að það eru greinilega grínistar sem að vilja fá að vera memm á blogginu, eða kannski bara furðufulglar…
…en svona er þetta, fugl…
…fuglar…
…og kólíbrí ♥
…og mér finnast þeir dásamlegir til þess að halda áfram í jarðtónunum úti við, en taka smá svona daufa og fallega lita tóna inn með, mikið kátari með það…
…síðan má náttúrulega get þess að púðarnir kostuðu 3.490kr stk og eru á 40% afslætti, þannig að það er svo gott sem 2 fyrir 1 – góður díll það…
…og hvað svo meir?
Þetta hérna! Þetta bókabox var bara einum of ég til þess að skilja það eftir eitt og grátandi í búðinni…
…og svo meira, svona er innan í þeim, fyrir ykkur sem allt viljið vita
…annars er bara allt rólegt!
Kannski ekki eins rólegt og þessi stund hjá systkinunum, en ég lét hana fylgja með – því mér finnst hún dásemd ♥
Bakkinn er æðis og fulga “bókin” var það sem heillaði mig mest í færslunni í gær! Sætast af öllu eru samt krúttin þín
Ég er hreinlega ástfangin af bakkanum, bókinn og garðkönnunni já og púðunum
alltaf svo flott hjá þér
kv Ásta
Ótrúlega smart allt saman. Takk fyrir frábærar hugmyndir endalaust!