Sumarið er tíminn…

…sem rignir endalaust.

Eða þannig líður manni þetta sumarið!

Svo þegar að gula skrípið stingur fram hausnum og vermir mann með geislum sínum, í örskamma stund,
þá fyllist maður kæti og kann sér ekki læti.

En flesta dagana, hér fyrir sunnan í það minnsta, er sumarið búið að vera grátt.
Það er ekki alveg eins og maður vill hafa það!

2013-07-15-214019

En Stína Sæm er svo gestrisin og bauð í annað sinn í sumarpartý, og ég er alltaf á leiðinni að taka myndir og gera póst.  En svo kemur aldrei sólin, þrátt fyrir að henni var boðið líka 🙂

cats

Hvað gerum við þá?

Tökum myndavélina og röltum út í rennblautann garðinn, og finnum fegurðina í pollunum.

2013-07-15-214034

…í minningunni, þá tók ég varla inn púðana úr stólunum eða löberinn af borðinu, allt seinasta sumar.

En þar sem að slíkur munaður hefur ekki verið í boði í þetta sinn, þá tók ég fallegan gúmmíblúndulöber úr Pier og setti á borðið.  Þá getur hann staðið úti í öllum veðrum og það er í það minnsta fallegra að horfa út um gluggann og á ónotuðu sumaraðstöðuna okkar með dúknum á.

Síðan eru á borðinu luktir og lítil kanna úr Ikea, ásamt blómum úr garðinum…

2013-07-15-214045

…svo eru náttúrulega síbreytilegir pollar sem að skreyta hér og þar…

2013-07-15-214048

…og lurkurinn stendur af sér allt regn, og allan vind, sem er gott…

2013-07-15-214059

lag dagsins, smellið hér

2013-07-15-214109

…en svo þegar að maður horfir í kringum sig, þá er alls staðar fegurð að finna…

2013-07-15-214139

…droparnir eru nefnilega fallegir á grænum grunninum…

2013-07-15-214204 2013-07-15-214210

…og eftir að við þurftum að fella aspirnar við innganginn í fyrra, þá standa eftir leiðir trjástólpar…

2013-07-15-214222

…en líka gleym-mér-ei…

2013-07-15-214232

…en mér fannst skemmtilegra að mynda í fyrra – þegar að sól vermdi allt saman, og púðar og sessur voru á sínum stað – sjá hér

2013-07-15-214241

…einmanna blóm sem lútir höfði í regninu…

2013-07-15-214255

…meðan að önnur stara keik til himins…

2013-07-15-214310

…koma svo sól, þurrkaðu mig!

2013-07-15-214422 2013-07-15-214431

…það er sem ég segji, þetta verða einhvern veginn dapurlegri myndir en í póstinum í fyrra…

2013-07-15-214451

…dúkkukofinn sem bíður eftir að fá meikóver…

2013-07-15-214510

…en þrátt fyrir allt regnið, sem er svo gott fyrir gróðurinn, þá hefur kuldinn gert það að verkum að td. viðjann stóra hefur ekki náð að fylla krónuna af blöðum…

2013-07-15-214523

…og sömu sögu er að segja með hekkið við hliðina á henni.  Ótrúlegt að sjá trén svona ber í miðjum júlí…

2013-07-15-214746

…en þá lítur maður bara í aðra átt og dáist að eldliljunni…

2013-07-15-214559

…og garðarósinni…

2013-07-15-214604_1

…nú eða bara risavalmúanum…

2013-07-15-214643

…og ég fæ bara ekki nóg af svona mosa á trjám, mér þykir það svo fallegt…

2013-07-15-214840

…síðan þótti mér ekki verra þegar að appelsínugul blúndukvoða var farin að skreyta trjágreinarnar…

2013-07-15-214855

…er ég ein um að hafa gaman af blúnduskrauti móður náttúru (og er ekki gaman að hún skreytir með blúndum)?

2013-07-15-214910

…en hvað haldið þið?

Sú gula sýndi sig í smá stund í gær, og það sem meira er dagurinn var þurr – ALLANN DAGINN!

Því stakk ég mér inn á “pallinn” og tók nokkrar myndir handa ykkur, og þær koma inn síðar í dag…

…það er aldrei að kellan skelli sér í partý-ið hennar Stínu, hún bara mætir – fer heim og hendir sér í nýtt dress – og mætir aftur, muhahahaha 🙂

2013-07-15-215013

2 comments for “Sumarið er tíminn…

  1. 18.07.2013 at 09:28

    Já, rigningin er líka falleg 🙂

  2. 18.07.2013 at 12:51

    Þetta eru alveg hreint æðislegar myndir. Það er eithvað einstakelga fallegt við blautann gróðurinn, litirnir verða svo ferskir, finst þær alls ekkert daprulegri, bara frískandi fallegar 🙂
    Takk fyrir að mæta og það bæði í pollagalla og svo aftur í sumardressi, geri aðrir betur 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *